Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Nátthagi
Bóndinn 5. júlí 2023

Nátthagi

Þrír jarðarpartar keyptir úr Gljúfursjörðinni 1987, 1989 og 2010, samtals 23 hektarar. Eigandi og hönnuður er Ólafur Sturla Njálsson sem flytur í lítið 40 fermetra kot sumarið 1990 og hefur búið í því síðan ásamt bengalköttum.

Býli? Nátthagi.

Staðsett í sveit? Austarlega í Ölfusi, ofan þjóðvegar eitt við Hvammsveg.

Ábúendur? Ólafur Sturla Njálsson.

Fjölskyldustærð (og gæludýra)?: Fráskilinn síðan 1989 og á tvær dætur. Höllu Sif, 37 ára krabbameinslækni búsetta í Svíþjóð og Hauði Freyju, 35 ára taugalífeðlisfræðing sem býr í Hollandi. Að auki, margir bengalkettir síðan ég hóf ræktun þeirra árið 1999.

Stærð jarðar? Í heild 23 ha. Skógrækt á miklum meirihluta landspildunnar frá 1987 og 1989, en skjólbeltaræktun og fleira á landspildunni frá 2010 ásamt öðru.

Gerð bús? Trjáplöntuframleiðsla í Nátthaga garðplöntustöð og kattaræktun undir nafni Nátthaga. Skógrækt sem er hönnuð inn í landslagið og tegundum skipt niður eftir undirlagi og alls konar fegurðarsjónarmiðum hvað fer vel hér og þar og hvað fer vel saman. Samtímis heilmikil uppgræðsla með hjálp lúpínu á melunum hér og þar og inn í hana sáir sér núorðið birki, reynir, fura, greni, víðir o.fl. Meira að segja bersarunni og gullklukkurunni sem eru skrautrunnar fyrir garða.

Fjöldi búfjár? Til að sinna læðunum held ég 3 fullorðin fress í sérstökum fressakofa. Þrír vetrafóðraðir kettir semsé. Bengalkettirnir eru í þrenns konar litum: Brúnleópard, Silfursleópard og Snjóleópard munstur. Og læðurnar eru með got til skiptis svo að þær fái næga hvíld, helst ekki meira en eitt got á ári. Og ég held kött til ræktunar helst ekki lengur en í 3 ár. Eftir það fer hann geldur á nýtt heimili sem hefðarköttur. Annar „bústofn“ er framleiðslan á trjáplöntum, runnum og trjám upp í 6 m háum. Nokkur sérhæfing er, mikið úrval af lyngrósum, klifurplöntum, berjarunnum, sígrænum dvergrunnunum og ávaxtatrjám, beyki, eik, linditré, en ég nenni ekki lengur að framleiða stærri tré af greni, furu og birki. Það tekur nefnilega 7-10 ár að búa til eins metra há tré af þeim með hnaus. Og ég er nú ekkert að yngjast!

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Byrjað á að brynna köttum og athuga hvort allt sé í lagi hjá þeim. Morgunverður og síðan mætt 9 í vinnuna að segja tveimur starfsmönnum fyrir verkum. Það eru alls konar verk og oft er flækjustigið nokkuð hátt með svona margar trjátegundir – kúnnar afgreiddir til kl. 18. Eftir kvöldverð og smá hvíld er haldið aftur út í unaðslegri kvöldkyrrðinni og fleiri verkefnum mjakað áfram. Tími eiginlega ekki að sofa af mér bjartar sumarnætur. Og engir frídagar gefast hjá garðplöntuframleiðanda frekar en kúabónda. Á haustin er alls konar frágangur og hreinsun fyrir veturinn og ýmislegt þarf að verja svo það haldi gæðum og margar trjáplöntur geymdar í köldu húsi og frystigámi. Um hávetur er tekið á móti innfluttum plöntum, pottað berróta trjám, pakkað í poka með mosa á rót limgerðisplöntur og alls kona stúss. Um vorið hefst svo hið áhættusama verk og ákvörðun hvort tími sé kominn til að raða inn á sölusvæðið – sem er oft áhættusamt vegna óvæntra hreta. Kattastússið er aftur á móti bindandi rútína allt árið. Kettlingum þarf að sinna í 14 vikur og þeir fara í gegnum ákveðið prógramm áður en þeir eru tilbúnir á ný heimili. Kettlingarnir skríða upp í til mín og sofa á mér þegar ég næ smá kvöldlúr.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er að afgreiða kúnnana í sól og sumaryl, þegar allt er blómstrandi og vel vökvað. Og skemmtilegast er að taka við sem kattamamma þegar læðan fær frí og ég klára uppeldið fram að afhendingu. Leiðinlegast eru auðvitað got sem misfarast í mömmunni, o.þ.h. Og langverst er að upplifa erfitt veðurfar eftir að salan er að komast í gang og fá yfir sig ótrúleg hamfaraveður, eins og gerðist síðast með saltstorminum mikla þann 22.-23. maí síðastliðinn. En maður einbeitir sér þá að horfa á það fallega sem þó brosir við manni.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Arna jógúrt, allar bragðtegundir, í stóru dósunum, ein á hverjum morgni, takk, eða grísk jógúrt frá Arna líka. Blandaður ávaxtasafi, vítamín og önnur bætiefni. besta brauðið frá Pågen í Svíþjóð, alls konar ostar, súrar gúrkur og rauðrófur, alltaf til partísteik, hunangssteik eða hamborgarhryggur og frosnar laxasneiðar. Og alltaf til alls konar súkkulaði. Gríp það síðasta öðru hvoru í vinnunni til að geta haldið áfram að brosa ...

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Vinsælasti maturinn er soðinn lax og hamborgarhryggur og faxe 10% danskur svartur og reyktur bjór, eða gott rauðvín.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það er í raun eitt stórt og langt atvik! Það að hafa komið upp skógi og skjóli á landi sem leit út eins og túndra þegar ég byrjaði, blásnir melar, rofabörð, malarhólar og þýfður rýr mói. Að hæstu trén séu komin í 15 metra þrátt fyrir vindköstin af fjöllunum úr norðvestri í hálfhring alveg til austurs. Svo mikið gengur stundum á hér, að fólk undrast að ég skuli hafa byrjað hér í Nátthaga fyrir rúmum þrjátíu árum. Og einkunnarorð mín eru „hefst þó hægt fari“ og „enginn verður óbarinn biskup“. Sem sagt þrjóskan lemur mann áfram. En er nú samt alveg ágætur í að henda frá mér vinnunni og bara týnast í skóginum og njóta í sól og sumaryl.

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...

Allir vegir færir
Bóndinn 8. mars 2024

Allir vegir færir

Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir, sauðfjárbændur í Stórhol...

Forréttindastarf
Bóndinn 23. febrúar 2024

Forréttindastarf

Hjörvar Ágústsson hrossaræktarbóndi gefur hér lesendum innlit í líf og starf fjö...

Enginn dagur eins
Bóndinn 9. febrúar 2024

Enginn dagur eins

Óli Finnsson er garðyrkjubóndi ásamt Ingu Sigríði Snorradóttur. Þau fluttu árið ...

Horfir fram á veginn
Bóndinn 26. janúar 2024

Horfir fram á veginn

Ísak Jökulsson bóndi rekur búið Ósabakka ehf. í samvinnu við föður sinn, Jökul H...

Draumur varð að veruleika
Bóndinn 12. janúar 2024

Draumur varð að veruleika

Hjónin Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvi Guðni Ingimundarson tóku við búi foreldr...

Vesturkot
Bóndinn 8. nóvember 2023

Vesturkot

Vesturkot er vestasti bærinn á Ólafsvallartorfunni og lengst af hefur verið reki...