Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Litla-Ármót
Bóndinn 15. ágúst 2019

Litla-Ármót

Ábúendurnir á Litla-Ármóti, þau Ragnar og Hrafnhildur, tóku við búskapnum 1. maí 2013, af foreldrum Hrafnhildar, Baldri I. Sveinssyni og Betzy M. Davidsson. 

Býli:  Litla-Ármót.

Staðsett í sveit:  Hraungerðishrepp í Flóanum.

Ábúendur: Ragnar, Hrafnhildur, Baldur Ragnar og Nikulás Tumi.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): 4.

Stærð jarðar?  Tæpir 200 ha.

Gerð bús? Kúabúskapur; það er mjólkur-framleiðsla og kjötframleiðsla.

Fjöldi búfjár og tegundir? 150 nautgripir, 3 hross og einn köttur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Mjaltir, önnur vinna, mjaltir og önnur vinna. 

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Öll verk skemmtileg annaðhvort í upphafi eða í lokin. 

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Áframhald á kúabúskap.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þakklát fyrir að það séu til bændur sem gefa sig í þetta starf fyrir hópinn.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Það er augljóst að upplýsa þarf þjóðina um sveitastörf, mörg tækifæri liggja í upplýsingagjöf til neytenda, umfjöllun í fjölmiðlum sýnir að áhugi er fyrir matvælaframleiðslu. Ef skilningur er á milli neytenda og framleiðenda þá vegnar innlendum landbúnaði vel.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Líklegast er erfitt að standa í útflutningi þar sem kostnaður við framleidda einingu hér á landi er hár, þar ræður líklegast mestu vextir, launakostnaður almennt og lega landsins.  

Svo er það siðferðislega spurningin varðandi kolefnisfótspor sem í dag verður að taka tillit til.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Við erum það lánsöm að það er til nóg.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Það er heimaræktað nautakjöt. 

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Erfitt að nefna eitthvað eitt. Það sem situr þó eftir er þegar yngri kynslóðinni hefur tekist að leysa krefjandi verkefni við bústörfin.

Hrossin eiga hug þeirra allan
Bóndinn 30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Nú kynnast lesendur þeim Þorsteini Birni Einarssyni og Sigrúnu Rós Helgadóttur e...

Miklir framtíðarmöguleikar
Bóndinn 18. júní 2025

Miklir framtíðarmöguleikar

Í Brekkuhlíð stendur Garðyrkjustöðin Reykás þar sem þau Oddrún Ýr Sigurðardóttir...

Enginn dagur eins
Bóndinn 3. júní 2025

Enginn dagur eins

Nú kynnast lesendur búskapnum á Berustöðum í Ásahreppi en þar er fjölbreyttur bú...

Gaman að mæta í vinnuna
Bóndinn 16. maí 2025

Gaman að mæta í vinnuna

Nú kynnast lesendur búskapnum á Syðra-Skörðugili þar sem stunduð er hrossarækt á...

Fjölbreytt og gefandi starf
Bóndinn 2. maí 2025

Fjölbreytt og gefandi starf

Nú kynnast lesendur búskapnum á Norðurgarði en þar fer m.a. fram mjólkurframleið...

Best í heimi að búa í sveit
Bóndinn 11. apríl 2025

Best í heimi að búa í sveit

Nú kynnast lesendur búskapnum á Lynghóli í Skriðdal en þar er fjölbreytnin í fyr...

Nýfædd folöld toppurinn
Bóndinn 21. mars 2025

Nýfædd folöld toppurinn

Hrossin eiga hug og hjarta fjölskyldunnar á Nautabúi í Hjaltadal. Geta lesendur ...

Hagræðing í stækkun
Bóndinn 7. mars 2025

Hagræðing í stækkun

Í Köldukinn stendur stór- og glæsibýlið Kvíaból en það var útnefnt fyrirmyndarbú...