Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Eyjardalsá
Mynd / Úr einkasafni
Bóndinn 2. ágúst 2018

Eyjardalsá

Á Eyjardalsá í Bárðardal er bland­að bú með mikið landrými.  
 
Býli: Eyjardalsá.
 
Staðsett í sveit: Bárðardal.
 
 
Ábúendur: Anna Guðný Baldursdóttir, Árni F. Sigurðsson, Laufey Elísabet Árnadóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): 3–5 í heimili, foreldrar Önnu eru mikið á bænum.
 
Stærð jarðar?  2.400 ha.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú með hestahaldi.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 170 vetrarfóðraðar kindur, 15 hestar, 8 hænsn, 2 hundar og köttur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Yfir vetrartímann er byrjað á að gefa kindunum, svo hverfum við til annarra starfa, eftir vinnu er gefin seinni gjöf og kvöldin notuð í tilfallandi bústörf. Yfir sumarið er engin regla á hlut­unum, hey er hirt þegar hægt er og viðhaldi og öðru sinnt með­fram því.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er sauðburður og réttir, leiðinlegast er að handmoka taði úr gömlum fjárhúsum.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Á svipuðu róli, hófum í ár rekstur á hestaleigu sem við vonumst til að geti orðið fullt sumarstarf fyrir allavega einn.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félags­málum bænda? Að þau séu mikilvæg og að til að ná fram einhverjum málefnum verði bændur að geta unnið saman að sínum markmiðum, lítið gerist við að tuða yfir kaffibolla hver í sínu horni.
 
Hvernig mun íslenskum land­búnaði vegna í framtíðinni? Það fer eftir hvort stjórnvöld muni ná að mynda heildræna stefnu er varðar byggð, landbúnað og matvælaöryggi.
 
Hvar teljið þið að helstu tæki­færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Við verðum seint samkeppnishæf í verði vegna veðurfars en eigum möguleika á að koma á framfæri gæðavöru.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Uppáhald er góð folaldasteik en mest eldað eru ýmsir réttir úr ærhakki.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar tveir fullorðnir hrútar krækt­ust saman á hornunum beint fyrir framan okkur í hrútaspilinu, var þónokkuð maus að ná þeim í sundur.

5 myndir:

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...

Endalaus verkefnalisti
Bóndinn 16. ágúst 2024

Endalaus verkefnalisti

Ofaldar hryðjuverkahænur, rótargrænmeti, ferðamenn og kindur þrífast vel á Þurra...

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...