Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Bærinn Þurranes hér á fallegum vetrardegi.
Bærinn Þurranes hér á fallegum vetrardegi.
Bóndinn 16. ágúst 2024

Endalaus verkefnalisti

Ofaldar hryðjuverkahænur, rótargrænmeti, ferðamenn og kindur þrífast vel á Þurranesi í Dalabyggð en á næstu dögum geta lesendur fylgst með fjölskyldunni sem þar býr á Instagram-reikningi Bændablaðsins.

Fjölskyldan öll samankomin.

Ábúð fjölskyldunnar hófst 1926 þegar langafi og langamma Jóns Inga keyptu Þurranes og hófu þar búskap. Við tóku föðuramma hans og svo foreldrar og svo Jón Ingi árið 2015. Framan af var stundaður blandaður búskapur í Þurranesi en foreldrar Jóns Inga, Ingunn Jóna Jónsdóttir og Ólafur Skagfjörð Gunnarsson, hættu mjólkurframleiðslu, stækkuðu sauðfjárbúið og byggðu síðar upp ferðaþjónustu. Linda, kona Jóns Inga, flutti síðan í Þurranes árið 2022 ásamt dóttur sinni.

Býli, staðsetning og stærð jarðar? Þurranes er í Saurbæ í Dalabyggð og er tæplega 100 hektarar, þar af 40 ha ræktaðir. Fjölskyldan á einnig jarðirnar Staðarhól og Hvammsdal sem eru nýttar til ræktunar, beitar og sem upprekstrarland.

Ábúendur, fjölskyldustærð (og gæludýr)? Jón Ingi Ólafsson og Linda Guðmundsdóttir búa í Þurranesi, ásamt þremur börnum – Ólafi Vigni, 18 ára, Huldu Sophiu, 11 ára og Emmu Lísu, 8 ára. Þá búa foreldrar Jóns Inga á jörðinni hluta úr ári en þau eru eins og farfuglarnir – koma á vorin og fara á önnur mið á haustin. Tveir kettir og einn hundur eru á heimilinu en þau búa samt öll í fjárhúsunum.

Gerð bús og fjöldi búfjár? Þurranes er fjárbú með tæplega 450 fjár. Þá rekur Linda fyrirmyndar hænsnabú með tveimur oföldum hryðjuverkahænum. Tíu hestar eru á bænum. Auk þess er rekin ferðaþjónusta í Þurranesi, með 38 gistirýmum. Sumarið 2023 hófum við ræktun á gulrótum og nípum og stefnum á að það verði þriðja stoðin í búrekstrinum.

Hvers vegna veljið þið þessa búgrein? Foreldrar Jóns Inga voru með gott fjárbú og hefð var fyrir sauðfjárrækt í Þurranesi. Það lá því beinast við að halda henni áfram þegar Jón Ingi tók við búinu enda mjög áhugasamur um sauðfjárrækt. Linda hefur alltaf haft áhuga á grænmetisrækt og var ákveðin í að hefja grænmetisræktun þegar hún flutti í sveitina. Við skoðuðum saman hvað við vildum rækta. Lindu hefur alltaf fundist gaman að rækta gulrætur og svo langaði okkur að skapa okkur sérstöðu og prófuðum því að rækta nípur (e. parsnips). Við stefnum á að rækta íslenskar nípur fyrir verslanir landsmanna, hótel og veitingastaði.

Gulrætur og nípur undir akrýldúk.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hefðbundinn vinnudagur er að maður kemur sér á lappir og reynir að saxa á hinn óendanlega verkefnalista, sem er misjafn milli árstíða.

Hulda Sophia og Sigurbjörg, systir Jóns Inga, að gefa lömbunum selen.

Hvað er það jákvæða við að vera bóndi og hverjar eru áskoranirnar? Það er bæði áskorun en einnig jákvætt og skemmtilegt að vinna í því að bæta árangur á milli ára. Þá er skemmtilegt hvað starfið er fjölbreytt og gott að vera eigin herra.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmti- legustu bústörfin eru heyskapur í góðu veðri, uppskera og að sjá rígvæn lömb koma heim af fjalli. Leiðinlegustu bústörfin eru sauðburður í skítaveðri, að gera við bilanir í heitum pottum í ferðaþjónustuhúsunum og þegar skepnur veikjast og það þarf að lóga þeim.

Þrjár kynslóðir saman í fjárhúsunum, Ólafur Skagfjörð Gunnarsson, Jón Ingi Ólafsson og Ólafur Vignir Jónsson.

Hvernig væri hægt að gera búskap ykkar hagkvæmari?
Með því að leiðrétta afurðaverð til sauðfjárbænda og ná niður vaxtastigi í landinu.

Hvernig sjáið þið landbúnað á Íslandi þróast næstu árin? Þegar rekstrarafkoma sauðfjárbúa nær viðspyrnu mun leiðin liggja upp á við. Íslenskur landbúnaður getur náð ótrúlega langt ef ríkisvaldið stendur með bændum af því að velvilji neytenda er til staðar. Bændur þurfa að átta sig á því að búrekstur er fyrirtækjarekstur. Með ódýru lánsfjármagni geta bændur byggt upp, framleitt og lifað af því. Með þessum forsendum er framtíð landbúnaðar björt.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það er ekkert eitt sem stendur upp úr, margir litlir áfangar og takmörk sem hafa náðst sem fyllir mann stolti.

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...

Endalaus verkefnalisti
Bóndinn 16. ágúst 2024

Endalaus verkefnalisti

Ofaldar hryðjuverkahænur, rótargrænmeti, ferðamenn og kindur þrífast vel á Þurra...

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...

Reksturinn í góðum höndum
Bóndinn 14. júní 2024

Reksturinn í góðum höndum

Bústjóri og fjósameistari Flateyjar á Mýrum taka nú við keflinu en lesendur geta...