Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Dunkur
Mynd / Aðsent
Bóndinn 24. september 2020

Dunkur

Ábúendurnir á Dunki keyptu af ótengdum aðila á síðasta ári. Tóku við búi fyrsta vetrardag, 26. október 2019. Þeir bjuggu áður í Grundarfirði.

Býli:  Dunkur.

Staðsett í sveit:  Hörðudalur í Dalabyggð.

Ábúendur: Kári Gunnarsson og Berghildur Pálmadóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við, börnin okkar þrjú, Martin, 17 ára, Ísey, 8 ára og Snær, 8 mánaða. 

Svo eru það hundarnir tveir, Pollý og Skotti, og kettirnir Reynir og Láki.

Stærð jarðar?  Rúmlega 1700 ha.

Gerð bús? Fjárbú.

Fjöldi búfjár og tegundir? Um 600 ær og fjórir hestar.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er svakalega árstíðabundið. 

Haustin fara í fjárrag og smalamennnskur en dagarnir eru einnig notaðir í að klára að gera fjárhúsin tilbúin fyrir veturinn ásamt því að við erum að græja rými fyrir um 200 fjár í hlöðunni og erum að taka hesthúsin í gegn.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburðurinn og smalamennskurnar eru skemmtilegar. Leiðinlegast er hins vegar að keyra skít úr skítakjallaranum.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Fleiri ær, fleiri hestar, kannski nokkrar hænur og geitur.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Aukin áhersla á hreinar afurðir. Það eru svo eflaust ýmis tækifæri sem mætti skoða frekar.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mysingur, ostur og mjólk.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Föstudagspitsan er alltaf vinsæl og svo tortillapönnukökur með hakki og grænmeti.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Allt þetta fyrsta ár hefur verið lærdómsríkt og margt er minnisstætt, til dæmis úr sauðburðinum. 

Svo var það í sumar þegar Kári keyrði utan í hlöðuhurðina, braut afturrúðu á bíl með fjórhjóli og keyrði yfir símann sinn, allt í sömu vikunni.

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...

Endalaus verkefnalisti
Bóndinn 16. ágúst 2024

Endalaus verkefnalisti

Ofaldar hryðjuverkahænur, rótargrænmeti, ferðamenn og kindur þrífast vel á Þurra...

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...

Reksturinn í góðum höndum
Bóndinn 14. júní 2024

Reksturinn í góðum höndum

Bústjóri og fjósameistari Flateyjar á Mýrum taka nú við keflinu en lesendur geta...

Með korn og kýr í haga
Bóndinn 31. maí 2024

Með korn og kýr í haga

Nú kynnast lesendur búskapnum á Reykjahlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en við ...

Bjartsýnir geitabændur
Bóndinn 17. maí 2024

Bjartsýnir geitabændur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Gilhaga í Öxarfirði, en við gefum Brynjari Þór V...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Leyfir ekki sandnám
18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Refaveiði í Skaftárhreppi
19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi

Ungir bændur kalla eftir aðgerðum
13. október 2017

Ungir bændur kalla eftir aðgerðum

Helsingjar valda usla
18. september 2024

Helsingjar valda usla