Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Dalbær
Bóndinn 23. ágúst 2018

Dalbær

Eftir að hafa verið sauð­fjárbændur í 11 ár á leigujörð ákváðu Bjarni Másson og Bryndís Eva Óskarsdóttir að breyta til og kaupa sína eigin jörð og skipta um búgrein. 
 
„Við vorum svo heppin að ná að festa kaup á Dalbæ sumarið 2017 og tókum svo við um áramótin síðustu. 
 
Við hlökkum til að takast á við nýjar áskoranir á nýjum stað og nýrri búgrein,“ segja þau Bjarni og Bryndís.
 
Býli: Dalbær.
 
Staðsett í sveit:  Flóahreppi.
 
Ábúendur: Bjarni Másson, Bryndís Eva Óskarsdóttir, Már Óskar Bjarnason, 7 ára og Haukur Atli Bjarnason, 2 ára.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Ásamt okkur fjórum búa á bænum hundarnir Tónn og Rex. Einnig kettirnir Snúður og Tása.
 
Stærð jarðar?  310 hektarar.
 
Gerð bús? Mjólkur- og nauta­kjöts­framleiðsla.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Við erum með 65 mjólkurkýr, 60 naut og 80 kvígur. Einnig tíu hross, tvo Border Collie hunda og tvo ketti.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Fyrsti fjósamaður fer út kl. 6.30, hinn græjar börnin í skólann og kemur svo. Morgunkaffi kl. 9.30, borðaður grautur með rjóma. Gjafir í öllum húsum fyrir hádegi. Reynt að sinna sem flestum verkum sem til falla á milli mjalta. 
Kvöldmjaltir kl. 17. Reynum að hafa kvöldin laus til að sinna útreiðum og félagsmálum.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast, jarð­rækt og heyskapur. Leiðinlegast að fást við veika gripi og gera við ónýtar girðingar.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Maður stefnir alltaf á að bæta allt eins og hægt er, en gripafjöldi yrði svipaður. 
Með betri mjaltaaðstöðu og aukinni jarðrækt.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru í nokkuð góðum farvegi. Það þarf hins vegar að halda vel á spöðunum á næstu misserum.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Honum mun vegna vel ef við höldum í hreinleika og gæði vörunnar.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Teljum að það séu mestu möguleikarnir í skyri og lambakjöti; hreinar, hollar og góðar vörur.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur og rjómi. 
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Heimagerð pitsa eða grillað kjöt.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það er frá 1. janúar 2018, þegar við tókum við búinu í Dalbæ.

4 myndir:

Starfinu fylgja forréttindi
Bóndinn 29. apríl 2024

Starfinu fylgja forréttindi

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir býr í Breiðargerði í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Ska...

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...

Allir vegir færir
Bóndinn 8. mars 2024

Allir vegir færir

Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir, sauðfjárbændur í Stórhol...

Forréttindastarf
Bóndinn 23. febrúar 2024

Forréttindastarf

Hjörvar Ágústsson hrossaræktarbóndi gefur hér lesendum innlit í líf og starf fjö...

Enginn dagur eins
Bóndinn 9. febrúar 2024

Enginn dagur eins

Óli Finnsson er garðyrkjubóndi ásamt Ingu Sigríði Snorradóttur. Þau fluttu árið ...

Horfir fram á veginn
Bóndinn 26. janúar 2024

Horfir fram á veginn

Ísak Jökulsson bóndi rekur búið Ósabakka ehf. í samvinnu við föður sinn, Jökul H...

Draumur varð að veruleika
Bóndinn 12. janúar 2024

Draumur varð að veruleika

Hjónin Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvi Guðni Ingimundarson tóku við búi foreldr...