Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Brekkukot
Bóndinn 28. mars 2019

Brekkukot

Magdalena M. Einarsdóttir og Pétur S. Sæmundsson búa í Brekkukoti, Húnavatnshreppi ásamt börnunum sínum, Guðbjörgu Önnu og Einari. Þau fluttu í Brekkukot árið 2000 en Pétur kemur frá Hvolsvelli en Magdalena er frá Hjallalandi í Vatnsdal.  

Bjuggu þau með hross fyrstu árin en árið 2013 keyptu þau 200 gimbrar og nokkra hrúta og hófu sauðfjárbúskap í félagi við foreldra Magdalenu, Sigríði og Einar á Hjallalandi í Vatnsdal.

Býli:  Brekkukot.

Staðsett í sveit:  Húnavatnshreppur, Austur-Húnavatnssýslu.

Ábúendur: Pétur Snær Sæmundsson, Magdalena Margrét Einarsdóttir og börn þeirra Guðbjörg Anna Pétursdóttir og Einar Pétursson.

Stærð jarðar?  Um 300 hektarar.

Gerð bús? Hrossa- og sauðfjárbú. Reyndar er sauðfjárbúið staðsett á annarri jörð, Hjallalandi, þar sem við leigjum aðstöðu hjá foreldrum Magdalenu. Þar rekum við, ásamt þeim, um 1.250 kinda fjárbú, sem kallast Landakot. Einnig erum við með ferðaþjónustu yfir sumartímann.

Fjöldi búfjár og tegundir? Hrossin eru fjölmörg og ærnar rúmlega 600, okkar hluti. Einnig eigum við nokkra fjárhunda.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Magdalena fer í vinnuna, utan bús, en hún starfar sem kennari við Húnavallaskóla en Pétur fer fram á Hjallaland og gefur ánum ásamt því að sinna öðrum almennum bústörfum í félagi við tengdaforeldra sína.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegastur er sauðburðurinn og heyskapur ásamt réttarstörfum á haustin. Það er ekkert leiðinlegt, bara mis skemmtilegt.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði og nú er. Hvort við verðum komin á fullt í ferðaþjónustu eða hætt í sauðfjárbúskap veit enginn.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Okkur finnst að forysta bænda þurfi að standa þétt saman og vörð um íslenskan landbúnað nú þegar verið er að leyfa innflutning á kjöti til landsins.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel, ef rétt er haldið á spilunum og ekki heldur áfram offramleiðsla á kjöti sem lækkar verð til bænda. 

Einnig mun íslenskum landbúnaði vegna vel ef ekki verða neikvæðar afleiðingar af inn-flutningi á land-búnaðarafurðum.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Er ekki bara réttast að einbeita sér að innanlandsmarkaði og tryggja Íslendingum hreinar og góðar matvörur svo ekki þurfi að flytja inn kjöt frá öðrum löndum?

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur, mjólk og eitthvað sem er runnið út.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Folalda- og lambakjöt með því meðlæti sem til er hverju sinni.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar fæddust um 1.000 lömb á fimm dögum í sauðburðinum, það er að segja um helmingur allra lambanna það vorið. Við vorum hissa á að vera uppistandandi eftir þessa törn. Aðgerðarleysið var hvílíkt næstu daga á eftir, þar sem rólegt tímabil tók við, að borið var á öll tún í maí það vorið til að hafa eitthvað fyrir stafni. 

4 myndir:

Hrossin eiga hug þeirra allan
Bóndinn 30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Nú kynnast lesendur þeim Þorsteini Birni Einarssyni og Sigrúnu Rós Helgadóttur e...

Miklir framtíðarmöguleikar
Bóndinn 18. júní 2025

Miklir framtíðarmöguleikar

Í Brekkuhlíð stendur Garðyrkjustöðin Reykás þar sem þau Oddrún Ýr Sigurðardóttir...

Enginn dagur eins
Bóndinn 3. júní 2025

Enginn dagur eins

Nú kynnast lesendur búskapnum á Berustöðum í Ásahreppi en þar er fjölbreyttur bú...

Gaman að mæta í vinnuna
Bóndinn 16. maí 2025

Gaman að mæta í vinnuna

Nú kynnast lesendur búskapnum á Syðra-Skörðugili þar sem stunduð er hrossarækt á...

Fjölbreytt og gefandi starf
Bóndinn 2. maí 2025

Fjölbreytt og gefandi starf

Nú kynnast lesendur búskapnum á Norðurgarði en þar fer m.a. fram mjólkurframleið...

Best í heimi að búa í sveit
Bóndinn 11. apríl 2025

Best í heimi að búa í sveit

Nú kynnast lesendur búskapnum á Lynghóli í Skriðdal en þar er fjölbreytnin í fyr...

Nýfædd folöld toppurinn
Bóndinn 21. mars 2025

Nýfædd folöld toppurinn

Hrossin eiga hug og hjarta fjölskyldunnar á Nautabúi í Hjaltadal. Geta lesendur ...

Hagræðing í stækkun
Bóndinn 7. mars 2025

Hagræðing í stækkun

Í Köldukinn stendur stór- og glæsibýlið Kvíaból en það var útnefnt fyrirmyndarbú...