Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Blesastaðir 1a
Mynd / Úr einkasafni
Bóndinn 20. maí 2020

Blesastaðir 1a

„Við fluttum á Blesastaði árið 1997. Þá var hér rekið myndarlegt kúabú sem við breyttum yfir í hrossarækt strax á fyrsta árinu.Við fáum um 20 folöld á ári sem svo flest eru seld einhvern tíma á lífsleiðinni,“ segja ábúendurnir. 
 
 
Býli: Blesastaðir 1a.
 
Staðsett í sveit:  Á Skeiðunum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
 
Ábúendur: Magnús Trausti Svavarsson og  Hólmfríður Birna Björnsdóttir ásamt dætrum okkar, Karen, Hrafnhildi og Heklu Salome.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Fimm manna fjölskylda, hundurinn Hera og kötturinn Tási.
 
Stærð jarðar? Um 330 ha. 
 
Gerð bús? Hrossaræktarbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Við erum með um 150 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Morgungjafir 07.30 og svo morgunmatur hjá okkur. 
Eftir það er farið í tamningar og útreiðar fram eftir degi, svo er útigangi gefið og kvöldgjafir um kl 18.00.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er mjög gaman að fá vel heppnuð folöld en akstur á rúllum virðist venjast illa.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði, bara fleiri gæðingar.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Við teljum að helstu tækifærin liggi í heilbrigði, hreinleika og gæðum íslenskra búvara og mikilvægt sé að nálgast neytendur út frá því.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Þær vörur sem enginn vill.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lax og nautakjöt.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Eitt af því er þegar hryssan Gýgja frá Blesastöðum náði heilsu eftir erfiða köstun þar sem henni var ekki hugað líf og hefur síðan átt þrjú afkvæmi sem aldrei var reiknað með og er í fullu fjöri í dag.
 
 
Hera.
 
Králit.
Hrossin eiga hug þeirra allan
Bóndinn 30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Nú kynnast lesendur þeim Þorsteini Birni Einarssyni og Sigrúnu Rós Helgadóttur e...

Miklir framtíðarmöguleikar
Bóndinn 18. júní 2025

Miklir framtíðarmöguleikar

Í Brekkuhlíð stendur Garðyrkjustöðin Reykás þar sem þau Oddrún Ýr Sigurðardóttir...

Enginn dagur eins
Bóndinn 3. júní 2025

Enginn dagur eins

Nú kynnast lesendur búskapnum á Berustöðum í Ásahreppi en þar er fjölbreyttur bú...

Gaman að mæta í vinnuna
Bóndinn 16. maí 2025

Gaman að mæta í vinnuna

Nú kynnast lesendur búskapnum á Syðra-Skörðugili þar sem stunduð er hrossarækt á...

Fjölbreytt og gefandi starf
Bóndinn 2. maí 2025

Fjölbreytt og gefandi starf

Nú kynnast lesendur búskapnum á Norðurgarði en þar fer m.a. fram mjólkurframleið...

Best í heimi að búa í sveit
Bóndinn 11. apríl 2025

Best í heimi að búa í sveit

Nú kynnast lesendur búskapnum á Lynghóli í Skriðdal en þar er fjölbreytnin í fyr...

Nýfædd folöld toppurinn
Bóndinn 21. mars 2025

Nýfædd folöld toppurinn

Hrossin eiga hug og hjarta fjölskyldunnar á Nautabúi í Hjaltadal. Geta lesendur ...

Hagræðing í stækkun
Bóndinn 7. mars 2025

Hagræðing í stækkun

Í Köldukinn stendur stór- og glæsibýlið Kvíaból en það var útnefnt fyrirmyndarbú...