Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Birtingaholt
Bóndinn 25. janúar 2023

Birtingaholt

Þau Svava og Bogi Pétur tóku við búinu árið 2016 af Mörtu og Ragnari, frænda Boga, en Bogi hafði þá starfað við búið í 4 ár. Búið er rekið með svipuðu sniði síðan þá, keyptir voru nýir mjaltaþjónar en þeir sem voru fyrir voru komnir til ára sinna. Einnig hafa þau hjón bætt við kindum og hestum á búið.

Býli: Birtingaholt 1.

Staðsett í sveit: Í Hrunamannahreppi.

Ábúendur: Bogi Pétur og Svava.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Eigum þrjú börn; Sigrúnu Björk, 11 ára, Karítas, 8 ára og Breka Guðlaug, 3 ára. Tvo hunda; Rökkva, 12 ára og Perlu, sem er hvolpur. Inniköttinn Tímon og tvær fjósakisur, Litlu Kisu og Mæju.

Stærð jarðar: 430 ha, 150 ræktaðir.

Gerð bús: Blandaður búskapur með mjólkurframleiðslu í aðalhlutverki, erum með allt að 120 mjólkurkýr og 2 DeLaval mjaltaþjóna.

Fjöldi búfjár: 260 nautgripir, 20 kindur og 15 hestar.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum: Förum í fjósið kvölds og morgna og sinnum ýmsum verkum þar yfir daginn. Gjafir eru líka partur af öllum vinnudögum ásamt hinum ýmsu verkefnum.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin: Flest verk eru skemmtileg þegar vel gengur, rúlluhirðing er líklega ekki vinsælasta verkið. Börnunum finnst gaman að vera í kringum féð og kálfana og öll fjölskyldan nýtur sín saman í hestamennsku. Það er líka skemmtilegt að rækta, bæði búpening og gróður, það er afar gefandi og skemmtilegt.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár: Með svipuðu sniði og vonandi meiri kvóta.

Hvað er alltaf til í ísskápnum: Mjólk, smjör og ostur.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu: Lamba- og nautasteik er oft á borðum og börnin halda mikið upp á grjónagraut. Pitsa er líka vinsæl.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin: Þegar við tókum við búinu stendur auðvitað upp úr og þegar við kvöddum flórsköfurnar og fengum okkur flórgoða, það voru góð tímamót í fjósinu hjá okkur. Eftirlætiskýr og gæðagripir eru líka alltaf eftirminnileg og var mjög gaman og eftirminnilegt þegar fyrsta folaldið í okkar ræktun fæddist.

Hrossin eiga hug þeirra allan
Bóndinn 30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Nú kynnast lesendur þeim Þorsteini Birni Einarssyni og Sigrúnu Rós Helgadóttur e...

Miklir framtíðarmöguleikar
Bóndinn 18. júní 2025

Miklir framtíðarmöguleikar

Í Brekkuhlíð stendur Garðyrkjustöðin Reykás þar sem þau Oddrún Ýr Sigurðardóttir...

Enginn dagur eins
Bóndinn 3. júní 2025

Enginn dagur eins

Nú kynnast lesendur búskapnum á Berustöðum í Ásahreppi en þar er fjölbreyttur bú...

Gaman að mæta í vinnuna
Bóndinn 16. maí 2025

Gaman að mæta í vinnuna

Nú kynnast lesendur búskapnum á Syðra-Skörðugili þar sem stunduð er hrossarækt á...

Fjölbreytt og gefandi starf
Bóndinn 2. maí 2025

Fjölbreytt og gefandi starf

Nú kynnast lesendur búskapnum á Norðurgarði en þar fer m.a. fram mjólkurframleið...

Best í heimi að búa í sveit
Bóndinn 11. apríl 2025

Best í heimi að búa í sveit

Nú kynnast lesendur búskapnum á Lynghóli í Skriðdal en þar er fjölbreytnin í fyr...

Nýfædd folöld toppurinn
Bóndinn 21. mars 2025

Nýfædd folöld toppurinn

Hrossin eiga hug og hjarta fjölskyldunnar á Nautabúi í Hjaltadal. Geta lesendur ...

Hagræðing í stækkun
Bóndinn 7. mars 2025

Hagræðing í stækkun

Í Köldukinn stendur stór- og glæsibýlið Kvíaból en það var útnefnt fyrirmyndarbú...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f