Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bakki
Bóndinn 30. júní 2022

Bakki

Hjónin Ásthildur Skjaldardóttir og Birgir Aðalsteinsson sitja fyrir svörum en þau búa á bænum Bakka á Kjalarnesi. Ásthildur og Birgir tóku við búinu á Bakka af ömmubræðrum hennar, en sama ættin hefur setið hér síðan 1863.

Býli: Bakki

Staðsetning: Bakki er í Reykjavík.

Ábúendur: Ásthildur Skjaldardóttir og Birgir Aðalsteinsson og erum við orðin tvö í kotinu.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Afkomendur eru 6 dætur, 6 tengda- börn og barnabörn 11+. Svo er það tíkin Panda sem er í miklu uppáhaldi og kötturinn Depla.

Stærð jarðar? Jörðin er um 240 ha og nær á milli fjalls og fjöru.

Gerð bús? Mjólkurframleiðsla.

Fjöldi búfjár og tegundir? Það eru um 50 mjólkurkýr, 40 kvígur á öllum aldri og svo Hjartagosi, eina nautið undan Ými 13051 og Klemmu Mikkadóttur. Einnig eru til 3 hross, 1 hani og 8 hænur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Allir dagar ársins byrja eins, þ.e. farið í fjósið og svo taka við allavega störf eftir árstíðum.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er alltaf gaman þegar vel gengur, en inn á milli koma upp aðstæður sem geta reynt á.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við sjáum það fyrir okkur að vera hætt í mjólkurframleiðslu eftir fimm
árin enda nýbúin að ná löglegum eftirlaunaaldri. En mjög líklega í einhverju landbúnaðartengdu eins og skógrækt.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Tækifærin eru endalaus í íslenskum landbúnaði, það er bara spurning hvernig búið verður að bændum og hvernig þeim verði gert kleift að lifa mannsæmandi lífi af sínu búi án þess að þurfa að sækja endalaust vinnu annars staðar.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ef ekki er til ostur þá er ekkert til!

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Slátur hjá öllum kynslóðum ...

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það stendur upp
úr þegar kýrnar voru leystar af básunum og fóru í lausagöngu og mjólkaðar í mjaltabás. Þá var eins og við værum komin í nýja vinnu.

Skylt efni: bærinn okkar

Hrossin eiga hug þeirra allan
Bóndinn 30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Nú kynnast lesendur þeim Þorsteini Birni Einarssyni og Sigrúnu Rós Helgadóttur e...

Miklir framtíðarmöguleikar
Bóndinn 18. júní 2025

Miklir framtíðarmöguleikar

Í Brekkuhlíð stendur Garðyrkjustöðin Reykás þar sem þau Oddrún Ýr Sigurðardóttir...

Enginn dagur eins
Bóndinn 3. júní 2025

Enginn dagur eins

Nú kynnast lesendur búskapnum á Berustöðum í Ásahreppi en þar er fjölbreyttur bú...

Gaman að mæta í vinnuna
Bóndinn 16. maí 2025

Gaman að mæta í vinnuna

Nú kynnast lesendur búskapnum á Syðra-Skörðugili þar sem stunduð er hrossarækt á...

Fjölbreytt og gefandi starf
Bóndinn 2. maí 2025

Fjölbreytt og gefandi starf

Nú kynnast lesendur búskapnum á Norðurgarði en þar fer m.a. fram mjólkurframleið...

Best í heimi að búa í sveit
Bóndinn 11. apríl 2025

Best í heimi að búa í sveit

Nú kynnast lesendur búskapnum á Lynghóli í Skriðdal en þar er fjölbreytnin í fyr...

Nýfædd folöld toppurinn
Bóndinn 21. mars 2025

Nýfædd folöld toppurinn

Hrossin eiga hug og hjarta fjölskyldunnar á Nautabúi í Hjaltadal. Geta lesendur ...

Hagræðing í stækkun
Bóndinn 7. mars 2025

Hagræðing í stækkun

Í Köldukinn stendur stór- og glæsibýlið Kvíaból en það var útnefnt fyrirmyndarbú...