Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Virðum lög
Mynd / HLJ
Skoðun 26. október 2016

Virðum lög

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Ef ökumenn bifreiða kunna ekki á einföldustu stjórntæki ökutækis og þekkja ekki heldur umferðalög og þar með lög um ljósanotkun ökutækja, þá hafa þeir ekkert ökuskírteini að gera. 
 
Það er orðið algjörlega óþolandi að sjá í umferðinni kvölds og morgna aragrúa ökutækja með öll ljós slökkt að aftan og einungis misveik „LED“ ljós að framan. Þetta á við nýleg ökutæki sem útbúin eru með sjálfvirkum dagsljósabúnaði sem innleiddur hefur verið í ESB löndum samkvæmt sparnaðarkröfum Evrópusambandsins. Slíkur búnaður stenst alls ekki íslensk umferðalög og lög um ljósanotkun hérlendis.
Um þetta hefur margoft verið fjallað í Bændablaðinu og Félag íslenskar bifreiðaeigenda (FÍB) hefur einnig gert ítrekaðar athugsemdir við þetta við Samgöngustofu. Lengi vel var engin viðbrögð að fá frá íslenskum yfirvöldum umferðamála, en loks þegar þau bárust var tekið undir allar athugasemdir.
Samgöngustofa svarar auk þess í blaðinu í dag athugsemdum sem birtust í síðasta Bændablaði um þetta mál. Í svari Samgöngustofu sem er á bls. 8 er skýrt tekið fram að ljósaskylda er allan sólarhringinn, ökuljós „skulu“ kveikt. . Tilgangurinn sé að auka öryggi í umferðinni. Þar segir einnig m.a. :
„Margar nýjar bifreiðar eru búnar ljósum sem kvikna þegar bíllinn er ræstur og í fyrstu má halda að um sé að ræða ökuljós en sú er ekki raunin.“ Þar segir líka:
„Hér á landi er ljósaskylda – allan sólarhringinn og allan ársins hring – og því þarf ökumaður að gæta þess að nægjanleg ökuljós  séu kveikt meðan á akstri stendur, bæði á bílnum framan- og aftanverðum.“
 
Í raun ætti ekki að þurfa að segja neitt meira. Það er þó afar sérkennilegt að hér skuli vera innleiddar hugsunarlaust EES reglur sem ganga í berhögg við íslensk lög. Vegna þeirra er nú heimilt að flytja inn bifreiðar sem eru með búnaði sem getur reynst hættulegur í umferðinni og stenst ekki íslenskar reglur. 
Þessi vandi á þó ekki bara við skilyrðislausa notkun ökuljósa allan sólarhringinn. Þetta á líka við um notkun, eða öllu heldur notkunarleysi stefnuljósa. – Já, ég nefni STEFNULJÓS, en það er eitthvað sem fjöldi ökumanna virðist ekki hafa hugmynd um að hafi nokkuð með akstur í umferðinni að gera. Það sem meira er, allt of mörgum ökumönnum með gilt ökuskírteini virðist aldrei hafa verið kennt til hvers ljósaarmurinn vinstra megin við stýrishjólið er yfir höfuð settur í bílinn. Nema kannski að sumir bílar séu hreinlega ekki útbúnir með stefnuljós. Hvað veit maður, kannski er bara búið að innleiða enn eina  reglugerðina sem heimildar innflutning bíla án stefnuljósa! 
 
Svo eru líka til ökumenn sem þykjast aldeilis kunna að nota stefnuljósin. Þeir nota þau helst til að láta þá sem á eftir koma vita að þeir séu búnir að taka beygju og svína fyrir viðkomandi. 
 
Í sumar hefur maður heyrt marga brandara um erlenda ferðamenn sem kunni ekki að aka á íslenskum vegum. Nefndar eru skemmtisögur, sérstaklega af kínverskum ferðamönnum, sem stöðugt eru að lenda í vandræðum vegna fákunnáttu um akstur. Gjarnan er fullyrt að þessir ökumenn taki bílpróf á netinu á leiðinni til landsins. Svo taki þeir bílaleigubíla til að aka um í kringum landið án þess að hafa lært að aka. 
Íslendingar ættu kannski að fara varlega í að gera grín að kínverskum ökumönnum á íslenskum vegum þegar stór hluti þeirra er engu betri. Þeir sem kunna ekki að nota ljósabúnað bifreiða sinna, eða þekkja ekki íslensk lög um ljósanotkun, þar með talið stefnuljósanotkun, ættu að skila inn ökuskírteini sínu þegar í stað. – Þeir eru stórhættulegir í umferðinni. 
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...