Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Vilja bann við notkun sýklalyfja sem vaxtarhvetjandi efna í landbúnaði
Mynd / HKr.
Fréttir 1. mars 2016

Vilja bann við notkun sýklalyfja sem vaxtarhvetjandi efna í landbúnaði

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Um 90% allrar sýklalyfjanotkunar í landbúnaði í 26 af ríkjum Evrópusambandsins eru til að auka vaxtarhraða við húsdýraeldi. Veldur þetta vísindamönnum miklum áhyggjum þar sem slík ofnotkun er farin að valda því að hættulegar bakteríur mynda með sér ónæmi fyrir lyfjunum. Það hefur valdið tugþúsundum dauðsfalla í Evrópu.  
 
Fjöldi sérfræðinga í vísinda­stofnun og í háskólum víða um Evrópu hafa því hvatt ríkisstjórnir í Evrópusambandslöndum til að styðja bann við notkun á sýklalyfjum sem vaxtarhvetjandi efna í landbúnaði. Vilja þeir að fylgt verði fordæmi bændasamtaka á Íslandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og í Finnlandi. Þau hafa gert kröfu að yfirvöld ríkjanna leggi að Evrópusambandinu að banna fyrirbyggjandi notkun sýklalyfja í landbúnaði til að auka vaxtarhraða í dýrum. 
 
Í ákalli sérfræðinganna, sem birt var í breska blaðinu The Telegraph á dögunum, segir m.a.:
„Hin hættulega mikla ofnotkun á sýklalyfjum í lækningum á mönnum og aukin tíðni sýklaónæmra baktería er nú orðið að alheimsvandamáli. Við þurfum pólitískar aðgerðir til að hamla ofnotkun í landbúnaði. 
 
Landbúnaður stendur á bak við um tvo þriðju af allri sýklalyfjanotkun í Evrópu. Um 90% sýklalyfja sem notuð eru í landbúnaði eru notuð til hópmeðferðar. Oft fyrir dýr sem eru fullkomlega heilbrigð. 
 
Síðasta úrræðið í lyfjameðferð dugar oft ekki
 
Bakteríur sem öðlast hafa ónæmi gegn neyðarúrræða-sýklalyfjum [colistin eða polymyxin antibiotic], hafa fundist í dýrum á bóndabæjum og í fólki í fjölmörgum ríkjum, í Evrópu, Asíu og í Afríku. Þetta er nýjasta vísbending um að núverandi notkun lyfjanna megi ekki viðgangast lengur.
 
Endurskoðun á reglum um notkun lyfja við dýraeldi í ESB-ríkjunum gefur tækifæri til að knýja á um að lyfin verði notuð af meiri ábyrgð.“   Í niðurlagi bréfsins segir síðan:
„Við hvetjum ríkisstjórnir innan ESB, Evrópuþingið og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til að styðja bann í þessa veru.“ 
 
Það eru svo sem engir vanvitar sem skrifa undir þessa áskorun og því erfitt að afgreiða málið sem einhvern hræðsluáróður frá fávísum  afdalabændum. Þetta eru: 
Baroness Hollins, stjórnarformaður British Medical Association Board of Science, prófessor Tim Walsh, Cardiff University,  dr. Jeremy Farrar, yfirmaður Wellcome Trust, Shirley Cramer, forstjóri Royal Society of Public Health, Babulal Sethia, forseti Royal Society of Medicine, dr. Clifford Mann, forseti Royal College of Emergency Medicine, prófessor Peter Piot, yfirmaður London School of Hygiene & Tropical Medicine, professor Jane Dacre, forseti Royal College of Physicians, prófessor Michael Dixon, forseti College of Medicine, prófessor Barry Cookson í University College London, dr. Alex O’Neill í University of Leeds, dr. Asha Kasliwal, varaforseti Faculty of Sexual and Reproductive Healthcare, prófessor Neena Modi, forseti Royal College of Paediatrics and Child Health, Vilma Gilis, forseti Guild of Healthcare Pharmacists, dr. David McCoy hjá Queen Mary University, dr. Ron Daniels forstjóri UK Sepsis Trust, dr. William Gazehjá University of Exeter Medical School, prófessor Derek Bell, forseti Royal College of Physicians of Edinburgh, prófessor James P O’Gara, yfirmaður Microbiology hjá National University of Ireland, prófessor Murat Akova, forseti European Society of Clinical Microbiology and Infectious Diseases, Tim Reed, framkvæmdastjóri Health Action International, Carolyn Whitten, framkvæmdastjóri Universities Allied for Essential Medicines Europe, Nina Renshaw, aðalritari European Public Health Alliance, dr. Anna Zorzet, skipuleggjandi hjá ReAct Europe, dr. Ton Nicolai, skipuleggjandi og talsmaður  EUROCAM, Thomas Breitkreuz, forseti International Federation of Anthroposophic Medical Associations, prófessor Jan Kluytmans hjá Amphia Hospital í Breda í Hollandi, prófessor Dick Heederik, deildarstjóri hjá Institute for Risk Assessment Sciences - Division Environmental Epidemiology í Hollandi, dr. Dik J Mevius, yfirmaður Netherlands National Reference Laboratory for Antimicrobial Resistance in Animals - Central Veterinary Institute, prófessor Jaap A Wagenaar hjá Utrecht University í Hollandi, dr. Torkel Ekman, staðgengill deildarforseta og varaformaður stjórnar í Swedish University of Agricultural Sciences, Thomas Svensson, deildarstjóri svæðisdýralækna í stjórn landbúnaðarmála í Svíþjóð [Swedish Board of Agriculture], dr. Jenny Lundstrom, gestarannsóknarmaður hjá ReAct í Sviþjóð, prófessor Jorgen Schlundt hjá Nanyang Technological University, prófessor Frank Møller Aarestrup, yfirmaður rannsóknarteymis matvælastofnunar Tækniháskóla Danmerkur, prófessor Anders Folkesson hjá Tækniháskóla Danmerkur DI, Hans-Petr Hutter, aðstoðarprófessor og aðstoðaryfirmaður Institute of Environmental Health, Medical University Vienna, Lance B. Price, yfirmaður Antibiotic Resistance Action Center við Milken Institute School of Public Health í George Washington University í Bandaríkjunum, Meredith Basey, yfirmaður Universities Allied for Essential Medicines North America í Bandaríkjunum, Shefali Sharma, stjórnandi Agricultural Commodities and Globalization Initiatives hjá  Institute for Agriculture and Trade Policy í Bandaríkjunum, David Wallinga, fyrrum yfirmaður Natural Resources Defence Council í Bandaríkjunum, dr. Stuart B Levy, yfirmaður Center for Adaptation Genetics and Drug Resistance í Bandaríkjunum, Greg Filice, yfirmaður Infectious Disease Section - Veterans Affairs Medical Center í Bandaríkjunum, prófessor James R. Johnson hjá University of Minnesota í Bandaríkjuunum, dr. Gudrun Illmanova, fyrrum rannsóknarmaður í atferlisfræði hjá  Ethology í Institute of Animal Science í Prague í Tékklandi, dr. Robert Zajíček, yfirmaður Prague Burn Centre við Teaching Hospital Kralovske Vinohrady í  Prague í Tékklandi, Marek Špinka, aðstoðarprófessor og yfirmaður í atferlisfræði hjá Institute of Animal Science í Prague í Tékklandi, dr. Ivana Grossová hjá Prague Burn Centre við Teaching Hospital Kralovske Vinohrady í Prague í Tékklandi, dr. Miloš Kravciv hjá Medical House í Tékklandi og prófessor Peter Collignon hjá Australian National University.
Burðarhjálparmyndbönd á YouTube nú líka á ensku og þýsku
Fréttir 21. apríl 2021

Burðarhjálparmyndbönd á YouTube nú líka á ensku og þýsku

Fyrir ári síðan var opnuð YouTube-rásin Leiðbeiningarefni um burðarhjálp, með my...

Endingarmiklar og öflugar fastkjarnarafhlöður sagðar vera rétt handan við hornið
Fréttir 21. apríl 2021

Endingarmiklar og öflugar fastkjarnarafhlöður sagðar vera rétt handan við hornið

Einn stærsti gallinn við lithium-ion bílarafhlöður og aðrar rafhlöður sömu gerða...

Konur ráða ríkjum í Nautgriparæktarfélagi Eyfellinga
Fréttir 20. apríl 2021

Konur ráða ríkjum í Nautgriparæktarfélagi Eyfellinga

Sá sögulegi viðburður átti sér stað á dögunum á aðalfundi Nautgriparæktarfélags ...

Ráðuneytið telur flutning Búnaðarstofu hafa verið framfaraskref
Fréttir 20. apríl 2021

Ráðuneytið telur flutning Búnaðarstofu hafa verið framfaraskref

Bændasamtökin óskuðu fyrr á árinu eftir áliti umboðsmanns Alþingis á flutningi s...

Matvælastofnun veitir leiðbeiningar til dýraeigenda vegna eldgosa á Reykjanesi
Fréttir 19. apríl 2021

Matvælastofnun veitir leiðbeiningar til dýraeigenda vegna eldgosa á Reykjanesi

Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar til dýraeigenda vegna eldgosa á Reyk...

Mikilvægt að ráðast í endurbætur á versta vegarkaflanum
Fréttir 19. apríl 2021

Mikilvægt að ráðast í endurbætur á versta vegarkaflanum

Mikilvægt er að ráðast sem fyrst í þær framkvæmdir sem nauðsynlegar eru við hále...

Flateyjarjörðinni á Mýrum í Austur-Skafta­fellssýslu verður skipt upp í tvær jarðir
Fréttir 15. apríl 2021

Flateyjarjörðinni á Mýrum í Austur-Skafta­fellssýslu verður skipt upp í tvær jarðir

Stjórn Selbakka ehf., sem á og rekur Flateyjarbúið á Mýrum í Austur-Skaftafellss...

Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna búgreina
Fréttir 15. apríl 2021

Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna búgreina

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til ranns...