Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vesturport og Hrunamannahreppur í samstarf
Fréttir 22. janúar 2016

Vesturport og Hrunamannahreppur í samstarf

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Búið er að vinna drög að viljayfir­lýsingu um samstarf Vesturports og Hrunamannahrepps um framkvæmdir í landi Grafar á Flúðum.
 
Hugmyndin gengur út á að koma upp tveimur mismunandi sögusöfnum í hlöðunni sem nú hýsir Byggðarsafnið á Flúðum. 
 
Annað safnið á að lýsa heimi norræna manna þar til þeir urðu kristnir um árið eitt þúsund. Hitt safnið mun lýsa því hvernig líf útlaga hefur verið á Íslandi gegnum aldirnar. Megin kjarni þessa safns mun eiga rætur í Fjalla-Eyvindi þar sem ævi hans og Höllu verður gerð sérstök skil. Sérstakt rými verður útbúið fyrir lifandi flutning á leiksýningum og öðrum uppákomum sem tengjast söfnunum. Verslunar- og veitingarekstur verður í sama húsnæði og safnið. 
 
Sveitarstjórn líst mjög vel á hugmyndir Vesturports og hefur samþykkt að leggja sitt af mörkum til að verkefnið geti orðið að veruleika og hefur falið sveitarstjóra og varaoddvita að ræða við Vesturport og hagsmunaaðila á svæðinu um framhald verkefnisins. Ekki kemur fram í viljayfirlýsingunni kostnaðar- eða framkvæmdaáætlun vegna verkefnisins.
 
Tollkvótum úthlutað
Fréttir 30. maí 2024

Tollkvótum úthlutað

Verð á tollkvótum á nautakjöti frá ESB-löndum hefur hækkað aftur.

Aðeins þrjú fyrirtæki hefðu fengið undanþágu
Fréttir 30. maí 2024

Aðeins þrjú fyrirtæki hefðu fengið undanþágu

Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir grein forstjóra Samkeppniseftirlitsin...

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 30. maí 2024

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands

Margrét Ágústa Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Bændasa...

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð
Fréttir 30. maí 2024

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð

Miklar kalskemmdir eru í túnum nokkuð víða við Eyjafjörð. Í Svarfaðardal er ásta...

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð
Fréttir 29. maí 2024

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð

Tíu milljónum króna var fyrir skemmstu úthlutað af innviðaráðuneytinu til verkef...

Afhending Kuðungsins
Fréttir 28. maí 2024

Afhending Kuðungsins

Sorpa og Bambahús eru handhafar Kuðungsins árið 2024.

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) h...

Heimaframleiðsla lögleg
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í F...