Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vesturport og Hrunamannahreppur í samstarf
Fréttir 22. janúar 2016

Vesturport og Hrunamannahreppur í samstarf

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Búið er að vinna drög að viljayfir­lýsingu um samstarf Vesturports og Hrunamannahrepps um framkvæmdir í landi Grafar á Flúðum.
 
Hugmyndin gengur út á að koma upp tveimur mismunandi sögusöfnum í hlöðunni sem nú hýsir Byggðarsafnið á Flúðum. 
 
Annað safnið á að lýsa heimi norræna manna þar til þeir urðu kristnir um árið eitt þúsund. Hitt safnið mun lýsa því hvernig líf útlaga hefur verið á Íslandi gegnum aldirnar. Megin kjarni þessa safns mun eiga rætur í Fjalla-Eyvindi þar sem ævi hans og Höllu verður gerð sérstök skil. Sérstakt rými verður útbúið fyrir lifandi flutning á leiksýningum og öðrum uppákomum sem tengjast söfnunum. Verslunar- og veitingarekstur verður í sama húsnæði og safnið. 
 
Sveitarstjórn líst mjög vel á hugmyndir Vesturports og hefur samþykkt að leggja sitt af mörkum til að verkefnið geti orðið að veruleika og hefur falið sveitarstjóra og varaoddvita að ræða við Vesturport og hagsmunaaðila á svæðinu um framhald verkefnisins. Ekki kemur fram í viljayfirlýsingunni kostnaðar- eða framkvæmdaáætlun vegna verkefnisins.
 
Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...