Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Verkefni Búnaðarstofu verða flutt til MAST
Fréttir 1. júlí 2015

Verkefni Búnaðarstofu verða flutt til MAST

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samkvæmt stjórnarfrumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðar­ráðherra er lýtur að umsjón og útgreiðslu beingreiðslna, er gert ráð fyrir að þau stjórnsýsluverkefni sem Bænda­samtök Íslands hafa sinnt verði flutt til Matvælastofnunar.

Umsagnaraðilar gera ekki efnislegar athugasemdir við frumvarpið en Bændasamtökin og aðilar tengdir landbúnaði mótmæla flutningi þessara stjórnsýsluverkefna til Matvælastofnunar og lagt er til að verkefnin verði flutt í sjálfstæða stofnun undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Frumvarpið hefur verið afgreitt úr atvinnuveganefnd en á eftir að fara í gegnum aðra og þriðju umræðu. Eins og frumvarpið liggur fyrir núna er gert ráð fyrir að þessi málaflokkur flytjist yfir til Matvælastofnunar um næstu áramót. Það er að segja ef það verður að lögum á yfirstandandi þingi.

Varðar útdeilingu styrkja til landbúnaðar

Þau stjórnsýsluverkefni sem um ræðir hafa verið í umsjón Bændasamtaka Íslands fyrir hönd ríkisins og lúta m.a. að útdeilingu styrkja til landbúnaðar samkvæmt ákveðnu ferli.

Samningar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins við Bændasamtök Íslands hafa verið tvenns konar. Annars vegar er um að ræða svokallaðan búnaðarlagasamning og hins vegar svokallaða búvörusamninga. Með búnaðarlagasamningi veitir ríkissjóður fé til verkefna á sviði jarðabóta, búfjárræktar og leiðbeiningar­starfsemi (ráðgjafar­þjónustu). Búvöru­samningar lúta hins vegar að starfsskilyrðum í sauðfjárframleiðslu, mjólkur- framleiðslu og garðyrkju, þ.e. framleiðslu, verðlagningu og sölu búvaranna. Hefur Ríkisendurskoðun gagnrýnt þessa stöðu.

Ríkisendurskoðun taldi brýnt að sjávarútvegs- og landbúnaðar­ráðuneytið hafi frumkvæði að því að endurskoða fyrirkomulag á stjórnsýslu landbúnaðarmála. Óæskilegt væri að Bændasamtök Íslands sinni bæði framkvæmd verkefna og fag- og fjárhagslegu eftirliti með henni. Þá þurfi að tryggja að ráðuneytið hafi ávallt óheftan aðgang að þeim gögnum og þekkingu um íslenskan landbúnað sem Bændasamtökin búa yfir vegna þeirra verkefna sem löggjafinn eða stjórnvöld hafa beint til þeirra.

Bændasamtökin hafa í raun fyrir löngu brugðist við athugasemdum og aðskilið þennan málaflokk. Var gengið enn lengra í þeirri viðleitni á síðastliðnu hausti þegar málaflokkurinn var settur undir sjálfstæða deild sem nefnd hefur verið Búnaðarstofa. Þar eru nú fjórir starfsmenn. Ef frumvarpið verður að lögum mun Matvælastofnun yfirtaka þessi verkefni, en óvíst er hvar starfseminni, sem nú heyrir undir Búnaðarstofu, verður komið fyrir.

Verkefnin verði skýrt afmörkuð í sjálfstæðri einingu

Atvinnuveganefnd bárust m.a. efasemdir um að fela ætti Matvæla­stofnun umrædd verkefni þar sem þau eru einkum í ætt við þjónustu, framkvæmd búvörusamninga, áætlunargerð og söfnun talna­upplýsinga en ekki eftirlit sem er meginhlutverk stofnunarinnar. Með öðrum orðum var bent á að umrædd verkefni féllu ekki að þeim verkefnum sem stofnunin sinnir nú þegar. Meirihlutinn tekur undir þessi sjónarmið og telur brýnt að verkefnin verði skýrt afmörkuð í sjálfstæðri einingu í skipulagi stofnunarinnar. Jafnframt bendir meirihlutinn á að umrædd verkefni má vinna óháð staðsetningu. Síðustu misseri hefur Matvælastofnun fengið aukið hlutverk við framkvæmd landbúnaðarsamninga og eftirlit með henni. Ýmislegt í þeirri framkvæmd hefur verið harðlega gagnrýnt, m.a. framkvæmd búfjártalningar og forðagæslu. Hefur Matvælastofnun unnið að endurbótum á þeim framkvæmdaþáttum á undanförnum mánuðum.

Skylt efni: Búnaðarstofa | Mast

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...