Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Þrír áburðarsalar hafa gefið út verðskrá fyrir þetta ár, Lífland, Skeljungur og Sláturfélag Suðurlands.
Þrír áburðarsalar hafa gefið út verðskrá fyrir þetta ár, Lífland, Skeljungur og Sláturfélag Suðurlands.
Mynd / smh
Fréttir 25. janúar 2024

Verðlækkun á áburði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Veruleg verðlækkun er á köfnun­ar­­efnisáburði á milli ára og talsverð lækkun á tví- og þrígildum tegundum, eftir miklar hækkanir á undanförnum árum.

Þrír áburðarsalar hafa gefið út verðskrá fyrir þetta ár, Lífland, Skeljungur og Sláturfélag Suðurlands.

Elías Hartmann Hreinsson hjá Sláturfélagi Suðurlands segir að köfnunarefnisáburður hafi lækkað langmest af hefðbundnum áburðartegundum.

„Við gáfum okkar verðskrá fyrst út í desember og síðan hefur verð lækkað enn frekar. Nú er ljóst að 31 prósents lækkun er á köfnunarefnisáburðinum hjá okkur frá því í fyrra. Kalksalpeter-áburðurinn lækkar reyndar meira, eða um 42 prósent, en hann er hentugur þegar þörf er á köfnunarefni og kalki. Tví- og þrígildar tegundir lækka um 22 prósent,“ segir Elías.

Ánægjulegt að geta lækkað verð til bænda

Lúðvík Bergmann hjá Skeljungi, segir að það sé afar ánægjulegt að geta lækkað áburðarverð til íslenskra bænda eftir þær miklu hækkanir sem þeir hafa þurft að takast á við á undanförnum árum.

„Köfnunarefnisáburðurinn lækkar um 30 prósent, tvígildar tegundir um 25 prósent og þrígildar tegundir um 21 prósent,“ segir Lúðvík.

Verðskrá Líflands birt í gær

Áburðarverðskrá Líflands fór í almenna birtingu í gær. Jóhannes Baldvin Jónsson segir að verðbreytingar á milli ára í algengum tegundum séu í grófum dráttum þannig að eingildur köfnunarefnisáburður lækki um rúm 29 prósent milli ára, tvígildur NP LÍF 24-5+Se lækki um rúm 25 prósent og flestar þrígildar áburðartegundir lækki um 20–22 prósent milli ára.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...