Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Verð til bænda vonbrigði
Fréttir 12. ágúst 2016

Verð til bænda vonbrigði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sláturhús KVH á Hvammstanga hefur gefið út verð fyrir sumarslátrun og hefur verðið lækkað frá sama tíma í fyrra. Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir lækkunina mikil vonbrigði og slæman fyrirboða fyrir haustslátrun.

Magnús Freyr Jónsson, forstöðumaður SKVH á Hvammstanga, segir að verðið gildi bara í sumar. „Gefið verður út annað verð fyrir haustslátrun sem hefst 12. september en það er ekki búið að ákveða það verð ennþá.“

Sé borið saman verð hjá KS/SKVH í sömu vikum í fyrra er niðurstaðan sú að vika 34 (21. til 27. ágúst) er með óbreyttu verði, 733 krónur. Meðalverð viku 35 (28. ágúst til 3. september) lækkar úr 703 kr. í 691 krónur, eða um 1,7%. Meðalverð viku 36 (4. til 10. september) lækkar úr 657 í 645, eða um 1,8%.
Meðalverð fyrir kjöt af fullorðnu lækkar úr 174 krónum í 116 krónur í öllum vikunum þremur, sem er þriðjungslækkun, um 33,3%.

Verð á lambakjöti fylgir ekki verðlagsþróun

Þórarinn Ingi Pétursson, formaður, Landssamtaka sauðfjárbænda, segir lækkunina mikil vonbrigði.
„Satt best að segja kemur lækkunin mér ekki á óvart í ljósi þess að sauðfjárafurðir hafa ekki hækkað á markaði undanfarin þrjú ár. Verð á lambakjöti hefur ekki fylgt verðlagsþróun undanfarinna ára og verð til neytenda nánast staðið í stað.

Í mínum huga eru það mikil vonbrigði að menn geti ekki gert betur í að verðleggja vöruna sem þeir eru að framleiða. Laun í landinu hafa hækkað og í raun óásættanlegt að frumframleiðendur, það er að segja bændur, þurfi einir að bera þann kaleik og sitja eftir þegar kemur að launahækkunum.

Ráði bændur menn í vinnu hefur sá kostnaður náttúrlega hækkað í takt við launahækkanir í landinu. Auk þess sem framleiðslukostnaður hefur hækkað eitthvað líka en sem betur fer ekki mikið.“

Slæmur fyrirboði

Þórarinn segist hafa verulegar áhyggjur af því að verðið fyrir sumarslátrunina sé fyrirboði þess verðs sem sett verður upp fyrir slátrun í haust.

„Samningsstaða bænda er engin í þessu máli og það eina sem við megum gera hjá Landssamtökum sauðfjárbænda er að gefa út það viðmiðunarverð sem okkur þykir sanngjarnt.

Satt best að segja er óþolandi að staðan skuli vera eins og hún er. Ég hef fengið fjölda símtala frá sauðfjárbændum undanfarið og hljóðið í þeim er ekki gott. Sérstaklega á stöðum þar sem næga atvinnu er að hafa og menn sjá sér færi á að hætta með kindur og fara að gera eitthvað annað og á ég þar við störf við ferðaþjónustu eða stóriðju,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður LS, að lokum.
 

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda
Fréttir 3. júní 2022

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda

Tilkynnt var um það á vef matvælaráðuneytisins í morgun að Svandís Svavarsdóttir...

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%
Fréttir 2. júní 2022

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%

Þrátt fyrir allt tal um að draga verði úr losun koltvísýrings (CO2) þá jókst not...