Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Verð á mjólkurlítranum 210 krónur á tilboðsmarkaði
Mynd / Bændablaðið
Fréttir 4. apríl 2016

Verð á mjólkurlítranum 210 krónur á tilboðsmarkaði

Höfundur: smh

Nú fyrir helgi tikynnti Matvælastofnun um niðurstöður tilboðsmarkaðar með greiðslumark mjólkur. Jafnvægisverð reyndist vera 210 krónur á hvern lítra. 

Í tilkynningu frá Matvælastofnun koma eftirfarandi upplýsingar fram um markaðinn.

„Alls bárust Matvælastofnun 30 tilboð um kaup eða sölu á greiðslumarki. 2 tilboð reyndust ógild.

  • Fjöldi gildra tilboða um sölu = 13
  • Fjöldi gildra tilboða um kaup = 15
  • Greiðslumark sem boðið var fram = 804.676 lítrar.
  • Greiðslumark sem óskað var eftir = 1.485.000 lítrar.
  • Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða = 724.676 lítrar.
  • Kauphlutfall viðskipta er 92,91% 

Á meðfylgjandi mynd má sjá niðurstöðu tilboðsmarkaðar þann 1. apríl 2016. Á myndinni er sýnd blá lína framboðs og rauð lína eftirspurnar. Jafnvægisverð sem fram kom á markaðinum reyndist krónur 210 kr./l. eins og áður segir.

Myndræn framsetning sýnir uppsafnað kaup- og sölumagn við ákveðið verð. Skurðpunktur línanna reynist því aðeins vera niðurstaða á uppboðinu ef ofangreint hlutfall kaup og sölumagns reynist vera jafnt og 1. Sé hlutfallið aftur á móti undir einum þá er skurðpunktur línanna ekki birtingarmynd á jafnvægisverði  né jafnvægismagni.

Þeir sem lögðu inn tilboð um sölu á greiðslumarki á verði 210,-  kr./l. eða lægra selja nú greiðslumark sitt.“

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni
Fréttir 7. febrúar 2025

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni

Meirihluti bænda telur stuðningskerfi landbúnaðar flókið en aðeins tæp 14% telja...

Ratcliffe er fjórði stærsti landeigandi Íslands
Fréttir 6. febrúar 2025

Ratcliffe er fjórði stærsti landeigandi Íslands

Hægt er að fá vísbendingar um eignasöfnun einstakra aðila á landi út frá landeig...

Garðyrkjubændur bíða eftir útspili stjórnvalda
Fréttir 6. febrúar 2025

Garðyrkjubændur bíða eftir útspili stjórnvalda

Miklar raforkuverðshækkanir á garðyrkjubændur í ylrækt nú um áramótin koma illa ...

Fundir og þing á næsta leiti
Fréttir 6. febrúar 2025

Fundir og þing á næsta leiti

Allar búgreinar innan Bænda­samtaka Íslands halda sína deildafundi 27. febrúar á...

Eigendur Íslands útmældir
Fréttir 6. febrúar 2025

Eigendur Íslands útmældir

Tuttugu og fjórir aðilar eiga eignarhluti í fimm eða fleiri jörðum á Íslandi. Fé...

Sátt í ullargreiðslumálinu
Fréttir 6. febrúar 2025

Sátt í ullargreiðslumálinu

Sátt var gerð í máli Bjarna Sigurjónssonar, sauðfjárbónda á Fornustekkum í Horna...

Útburður á hræjum er leyfisskyldur
Fréttir 5. febrúar 2025

Útburður á hræjum er leyfisskyldur

Matvælastofnun birti á dögunum tilkynningu um útburð á hræjum vegna refaveiða.