Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Aðeins einu sinni hef ég séð panelklætt fjárhús.
Aðeins einu sinni hef ég séð panelklætt fjárhús.
Fréttir 3. febrúar 2016

Vangaveltur um bætta ásýnd býla

Þessir smápistlar hér, sem nefnast Öryggi, heilsa og umhverfi, hefur mest verið skrifað um forvarnir gegn slysum. 
 
Mjög lítið hefur verið skrifað um heilsu og ásýnd. Í símaspjalli við Guðmund Hallgrímsson seint á síðasta ári spurði ég hann um hvað helst væri að almennt á býlum. Hann sagði að svarið væri ekki einfalt því að það væri mikill munur á hvort hjóna væri talað við á býlum, sé um hjón að ræða, því að eiginkonan setti ásýnd býlisins mun ofar í röðina séu bæði spurð um hvað þeim finnist um sitt eigið býli og úrbætur á því.
 
Snyrtimennska kostar lítið, en getur gefið mikið stolt
 
Fyrir nokkrum árum kom ég í fjárhús hjá bónda í Reykhólahreppi sem voru svo snyrtileg að ég átti ekki til orð. Svo hrifinn var ég af fjárhúsunum að ég fékk leyfi til að taka mynd af flottustu fjárhúsum sem ég enn hef séð á minni ævi. Þegar ég fór að sýna mönnum þessa mynd voru allir sammála mér að húsin væru flott. Persónulega hefur mér alltaf fundist vanta á Búnaðarþingi verðlaun fyrir snyrtilegasta býli landsins.
 
Búnaðarfélög, kvenfélög eða annar félagsskapur taki af skarið
 
Nú er víða verið að halda upp á þorra með veglegum þorrablótum, en upplagt er að nota þorrablót til að læða inn ásýndarverðlaunum hvers sveitarfélags í bland við aðra skemmtun á þorrablótum. Með því að festa í sessi verðlaun sem þessi er ekki ólíklegt að margur keppnismaðurinn eða konan sjái sjálfan sig fagna verðlaunum fyrir snyrtimennsku og fagra ásýnd í framtíðinni.
Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...