Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Aðeins einu sinni hef ég séð panelklætt fjárhús.
Aðeins einu sinni hef ég séð panelklætt fjárhús.
Fréttir 3. febrúar 2016

Vangaveltur um bætta ásýnd býla

Þessir smápistlar hér, sem nefnast Öryggi, heilsa og umhverfi, hefur mest verið skrifað um forvarnir gegn slysum. 
 
Mjög lítið hefur verið skrifað um heilsu og ásýnd. Í símaspjalli við Guðmund Hallgrímsson seint á síðasta ári spurði ég hann um hvað helst væri að almennt á býlum. Hann sagði að svarið væri ekki einfalt því að það væri mikill munur á hvort hjóna væri talað við á býlum, sé um hjón að ræða, því að eiginkonan setti ásýnd býlisins mun ofar í röðina séu bæði spurð um hvað þeim finnist um sitt eigið býli og úrbætur á því.
 
Snyrtimennska kostar lítið, en getur gefið mikið stolt
 
Fyrir nokkrum árum kom ég í fjárhús hjá bónda í Reykhólahreppi sem voru svo snyrtileg að ég átti ekki til orð. Svo hrifinn var ég af fjárhúsunum að ég fékk leyfi til að taka mynd af flottustu fjárhúsum sem ég enn hef séð á minni ævi. Þegar ég fór að sýna mönnum þessa mynd voru allir sammála mér að húsin væru flott. Persónulega hefur mér alltaf fundist vanta á Búnaðarþingi verðlaun fyrir snyrtilegasta býli landsins.
 
Búnaðarfélög, kvenfélög eða annar félagsskapur taki af skarið
 
Nú er víða verið að halda upp á þorra með veglegum þorrablótum, en upplagt er að nota þorrablót til að læða inn ásýndarverðlaunum hvers sveitarfélags í bland við aðra skemmtun á þorrablótum. Með því að festa í sessi verðlaun sem þessi er ekki ólíklegt að margur keppnismaðurinn eða konan sjái sjálfan sig fagna verðlaunum fyrir snyrtimennsku og fagra ásýnd í framtíðinni.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...