Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Útisvín í Gerðarkoti í Ölfusi
Líf og starf 13. júní 2016

Útisvín í Gerðarkoti í Ölfusi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hallur Hróarsson og Berglind Kristinsdóttir keyptu nýlega jörðina Gerðarkot í Ölfusinu og hafa verið að koma sér fyrir í rólegheitunum ásamt börnum sínum og bústofni.

Samhliða bústörfunum eru þau að gera upp húsakostinn á jörðinni og starfa sem grunnskólakennarar í Hveragerði. Þau eiga fimm börn og til stendur að nokkrir grísir bætist í hópinn á næstunni.

Síðastliðið sumar voru þau í fyrsta skipti með frjáls svín á jörðinni og ólu þau með það að leiðarljósi að geta fært fólki svínakjöt af frjálsum svínum sem hafa lifað við gott atlæti á sinni ævi.

Önnur dýr á bænum eru hundur og köttur, 21 hæna, 4 hanar, 6 endur og 11 ungar, auk þess er á bænum einn gæsasteggur sem elskar að horfa á sjónvarpið. 

Berglind og Hallur segjast hafa mikinn áhuga á umhverfisvernd og náttúrunni og vilja helst rækta allt með lífrænni vottun en það ferli er flókið og dýrt, svo það mun verða einhver bið á því að það náist fullkomlega. Í vor hófu Gerðarkotsbændurnir hópsöfnunarátak þar sem þau freista þess að selja kjötið fyrirfram í samstarfi við Karolina Fund. Átakið hefur gengið vel og vakið nokkra athygli og hægt er að skoða það nánar á síðunni https://www.karolinafund.com/project/view/1400.

Skylt efni: Útisvín | Gerðarkot

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Bændur selja Búsæld
13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun