Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Útisvín í Gerðarkoti í Ölfusi
Líf og starf 13. júní 2016

Útisvín í Gerðarkoti í Ölfusi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hallur Hróarsson og Berglind Kristinsdóttir keyptu nýlega jörðina Gerðarkot í Ölfusinu og hafa verið að koma sér fyrir í rólegheitunum ásamt börnum sínum og bústofni.

Samhliða bústörfunum eru þau að gera upp húsakostinn á jörðinni og starfa sem grunnskólakennarar í Hveragerði. Þau eiga fimm börn og til stendur að nokkrir grísir bætist í hópinn á næstunni.

Síðastliðið sumar voru þau í fyrsta skipti með frjáls svín á jörðinni og ólu þau með það að leiðarljósi að geta fært fólki svínakjöt af frjálsum svínum sem hafa lifað við gott atlæti á sinni ævi.

Önnur dýr á bænum eru hundur og köttur, 21 hæna, 4 hanar, 6 endur og 11 ungar, auk þess er á bænum einn gæsasteggur sem elskar að horfa á sjónvarpið. 

Berglind og Hallur segjast hafa mikinn áhuga á umhverfisvernd og náttúrunni og vilja helst rækta allt með lífrænni vottun en það ferli er flókið og dýrt, svo það mun verða einhver bið á því að það náist fullkomlega. Í vor hófu Gerðarkotsbændurnir hópsöfnunarátak þar sem þau freista þess að selja kjötið fyrirfram í samstarfi við Karolina Fund. Átakið hefur gengið vel og vakið nokkra athygli og hægt er að skoða það nánar á síðunni https://www.karolinafund.com/project/view/1400.

Skylt efni: Útisvín | Gerðarkot

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...