Kjöt pýþonslanga mun bragðast eins og kjúklingur.
Kjöt pýþonslanga mun bragðast eins og kjúklingur.
Mynd / Tontan Travel - Flickr
Utan úr heimi 9. apríl 2024

Kyrkislöngubúskapur vænlegur kostur

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Framleiðsla á kyrkislöngukjöti er talin geta bætt fæðuöryggi. Þessi búskapur er loftslagsvænni leið til framleiðslu á kjöti samanborið við hefðbundið búfé.

Sérfræðingar telja framleiðslu kyrkislöngukjöts raunhæfan kost í sunnanverðri Afríku þar sem búfé hefur verið að drepast vegna þurrka. Þá er ekki talið ólíklegt að slíkur búskapur geti gengið vel í Asíu þar sem fólk er óhrætt við að borða kyrkislöngukjöt. Frá þessu er greint á vef The Guardian.

Nokkrar tegundir kyrkislanga eru taldar hentugar til landbúnaðarframleiðslu. Þar má nefna búrmönsku kyrkislönguna, möskvakyrkislönguna og suður- afrísku klettakyrkislönguna. Þessir snákar geta lifað í heilan mánuð án þess að komast í annað vatn en morgundöggina sem sest á hreistrið. Þá geta slöngurnar þraukað í heilt ár án þess að neyta fæðu. Skepnurnar yrðu ekki fangaðar í náttúrunni, heldur látnar klekjast úr eggjum á ræktunarbúum.

Ekki er talað um að leysa hefðbundið kjöt af hólmi með þessari framleiðslu, heldur sé snákakjöt góð viðbót til að efla fæðuöryggi.

Mun loftslagsvænna er að framleiða prótein úr kyrkislöngukjöti en rauðu kjöti, kjúklingakjöti eða laxi. Það má rekja til þess að kyrkislöngur þurfa mun minna vatn, framleiða umtalsvert minna af gróðurhúsalofttegundum, eru þolnari við öfgum í veðurfari og eru ekki smitberar á sóttum eins og fuglaflensu og Covid-19.

Gagnrýnendur segja nærtækara að framleiða prótein úr jurtaríkinu í staðinn fyrir ræktun kyrkislöngukjöts.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...