Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Urriðakotshraun friðlýst
Mynd / Umhverfisstofnun
Fréttir 23. janúar 2024

Urriðakotshraun friðlýst

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra friðlýsti Urriðakotshraun sem fólkvang miðvikudaginn 10. janúar.

Er það hluti af Búrfellshrauni sem rann fyrir um átta þúsund og eitt hundrað árum.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að friðlýsingu svæðisins sem fólkvangs sé ætlað að tryggja aðgengi almennings að náttúru Urriðakotshrauns, sem búi yfir fjölbreyttum náttúru- og menningarminjum og miklum möguleikum til útivistar, náttúruskoðunar og umhverfisfræðslu. Urriðakotshraun liggur við Heiðmerkurveg skammt frá Urriðaholti í Garðabæ.

Á heimasíðu Umhverfisstofnunar segir að hraunið sé svokallað klumpahraun og jaðar þess uppbelgdur og úfinn. Í hrauninu séu sveigðir hryggir á yfirborði og úfnir hraukar við jaðrana. Nokkuð sé um hraunhella og kallist þeir Selgjárhellar og Maríuhellar.

Viðstaddir friðlýsinguna voru fulltrúar sveitarfélagsins, Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa og Golfklúbbsins Odds sem friðlýsingin var unnin í góðu samráði við.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...