Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Frá Eyjafirði.
Frá Eyjafirði.
Fréttir 2. júní 2016

Undirbúa stofnun matvælaklasa

Ferðamálafélag Eyjafjarðar­sveitar samþykkti á aðalfundi sínum í apríl að fela stjórn félagsins að hefja undirbúning að stofnun matvælaklasa í Eyjafjarðarsveit með þátttöku matvælaframleiðenda, veitingaaðila og áhugamanna um mat úr héraði. 
 
Kynningarfundur um hugmyndina var haldinn á Lamb Inn á Öngulsstöðum í liðinni viku þar sem frummælendur voru Laufey Haraldsdóttir, lektor og deildarstjóri ferðamáladeildar Háskólans á Hólum, Garðar Kári Garðarsson, landsliðskokkur og yfirmatreiðslumaður á Strikinu, Karl Jónsson, formaður Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar, og Jóhannes Geir Sigurgeirsson á Öngulsstöðum sem kom inn í forföllum Arnars Árnasonar, formanns Landssambands kúabænda. 
 
Góð mæting var á fundinn og voru þar fulltrúar matvælaframleiðenda, veitingaaðila, sveitarstjórnar og fleiri áhugasamir. Eftir framsögu var spjallað vítt og breitt um hugmyndina og ákveðið að stjórn Ferðamálafélagsins héldi áfram með undirbúning að stofnun matvælaklasans.
 
Eyjafjarðarsveit er mikið matvælaframleiðsluhérað og sáu fundarmenn ótvíræða kosti í að ramma inn samstarf matvælaframleiðenda og ferðaþjónustunnar með þessum hætti. 

Skylt efni: matvælaklasi

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni
Fréttir 7. febrúar 2025

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni

Meirihluti bænda telur stuðningskerfi landbúnaðar flókið en aðeins tæp 14% telja...

Ratcliffe er fjórði stærsti landeigandi Íslands
Fréttir 6. febrúar 2025

Ratcliffe er fjórði stærsti landeigandi Íslands

Hægt er að fá vísbendingar um eignasöfnun einstakra aðila á landi út frá landeig...

Garðyrkjubændur bíða eftir útspili stjórnvalda
Fréttir 6. febrúar 2025

Garðyrkjubændur bíða eftir útspili stjórnvalda

Miklar raforkuverðshækkanir á garðyrkjubændur í ylrækt nú um áramótin koma illa ...