Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frá Eyjafirði.
Frá Eyjafirði.
Fréttir 2. júní 2016

Undirbúa stofnun matvælaklasa

Ferðamálafélag Eyjafjarðar­sveitar samþykkti á aðalfundi sínum í apríl að fela stjórn félagsins að hefja undirbúning að stofnun matvælaklasa í Eyjafjarðarsveit með þátttöku matvælaframleiðenda, veitingaaðila og áhugamanna um mat úr héraði. 
 
Kynningarfundur um hugmyndina var haldinn á Lamb Inn á Öngulsstöðum í liðinni viku þar sem frummælendur voru Laufey Haraldsdóttir, lektor og deildarstjóri ferðamáladeildar Háskólans á Hólum, Garðar Kári Garðarsson, landsliðskokkur og yfirmatreiðslumaður á Strikinu, Karl Jónsson, formaður Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar, og Jóhannes Geir Sigurgeirsson á Öngulsstöðum sem kom inn í forföllum Arnars Árnasonar, formanns Landssambands kúabænda. 
 
Góð mæting var á fundinn og voru þar fulltrúar matvælaframleiðenda, veitingaaðila, sveitarstjórnar og fleiri áhugasamir. Eftir framsögu var spjallað vítt og breitt um hugmyndina og ákveðið að stjórn Ferðamálafélagsins héldi áfram með undirbúning að stofnun matvælaklasans.
 
Eyjafjarðarsveit er mikið matvælaframleiðsluhérað og sáu fundarmenn ótvíræða kosti í að ramma inn samstarf matvælaframleiðenda og ferðaþjónustunnar með þessum hætti. 

Skylt efni: matvælaklasi

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.