Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Um 2.000 risahvannir innan bæjarmarka Akureyrar
Fréttir 27. júlí 2015

Um 2.000 risahvannir innan bæjarmarka Akureyrar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lokið við að kortleggja útbreiðslu risahvanna innan bæjarmarka Akureyrar. Að minnsta kosti 2000 plöntur fundust á um 450 stöðum.
 
Á Akureyri var gerð ítarleg leit að tegundum risahvanna og GPS-hnit allra fundarstaða skráð. Í ljós kom að risahvannir eru afar algengar í bænum, ekki aðeins í görðum þar sem þær hafa verið ræktaðar sem skrautplöntur, heldur eru þær víða utan þeirra. Fundarstaðirnir skiptu hundruðum og er talið að um fleiri en 2000 plöntur sé að ræða. Þannig hefur þessum ágengu plöntum tekist ágætlega að dreifa sér og vaxa upp, einkum á þéttbýlum svæðum. Á mörgum stöðum eru plönturnar vel þroskaðar og mynda þær þúsundir fræja árlega. Það stuðlar að aukinni og hraðari dreifingu tegundanna.
 
Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands, þar sem þetta kemur fram, segir að risahvannir séu hættulegar vegna eitraðs safa þeirra sem getur valdið alvarlegum bruna á húð. Plönturnar eru sérstaklega hættulegar á heitum, sólríkum sumardögum þar sem sólarljósið veldur efnabreytingu í safa plantnanna sem veldur bruna. 

Skylt efni: risahvönn

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...