Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Um 2.000 risahvannir innan bæjarmarka Akureyrar
Fréttir 27. júlí 2015

Um 2.000 risahvannir innan bæjarmarka Akureyrar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lokið við að kortleggja útbreiðslu risahvanna innan bæjarmarka Akureyrar. Að minnsta kosti 2000 plöntur fundust á um 450 stöðum.
 
Á Akureyri var gerð ítarleg leit að tegundum risahvanna og GPS-hnit allra fundarstaða skráð. Í ljós kom að risahvannir eru afar algengar í bænum, ekki aðeins í görðum þar sem þær hafa verið ræktaðar sem skrautplöntur, heldur eru þær víða utan þeirra. Fundarstaðirnir skiptu hundruðum og er talið að um fleiri en 2000 plöntur sé að ræða. Þannig hefur þessum ágengu plöntum tekist ágætlega að dreifa sér og vaxa upp, einkum á þéttbýlum svæðum. Á mörgum stöðum eru plönturnar vel þroskaðar og mynda þær þúsundir fræja árlega. Það stuðlar að aukinni og hraðari dreifingu tegundanna.
 
Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands, þar sem þetta kemur fram, segir að risahvannir séu hættulegar vegna eitraðs safa þeirra sem getur valdið alvarlegum bruna á húð. Plönturnar eru sérstaklega hættulegar á heitum, sólríkum sumardögum þar sem sólarljósið veldur efnabreytingu í safa plantnanna sem veldur bruna. 

Skylt efni: risahvönn

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...