Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Tvær nýjar hraðhleðslustöðvar í gagnið á Akureyri
Mynd / Þórgnýr Dýrfjörð
Fréttir 16. júní 2016

Tvær nýjar hraðhleðslustöðvar í gagnið á Akureyri

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Rafbílaeigendur nyðra voru fyrstir til að hlaða bíla sína í nýju stöðvunum en í þeim hópi eru Óskar Þór Vilhjálmsson og Auður Thorberg Jónasdóttir sem búa í Eyjafjarðarsveit og sækja vinnu til Akureyrar, 25 kílómetra leið.
 
 Þau skiptu úr fjórhjóladrifnum bensínbíl yfir í Nissan Leaf, og reyndist hann þeim vel á liðnum vetri. Óskar segir á vefsíðu Akureyrarbæjar, þar sem greint er frá nýju hraðhleðslustöðvunum, að bíllinn sé heitur á morgnana, en eyði vissulega meira rafmagni þegar frostið er komið í 20 stig. Hann fagnar hraðhleðslustöðvunum og segir þær auðvelda rafbílaeigendum lífið, einkum þeim sem fari jafnvel tvisvar á dag til Akureyrar og í heimsóknir til Dalvíkur og í Svarfaðardal. Auk þess sem það sé mikill kostur fyrir veskið að eiga rafbíl skipti aðrir kostir ekki síður máli, enginn útblástur sé frá bílunum og þeir séu hljóðlátir.
 
Vistorka í rafmagnið
 
Vistorka er norðlenskt umhverfis­fyrirtæki sem framleiðir umhverfis­vænt eldsneyti með sjálfbærri nýtingu hráefnis sem fellur til á Eyjafjarðarsvæðinu. Fyrirtækið framleiðir metan úr sorpi og lífdísil úr matarolíu, sem annars færi til spillis. Með samstarfinu við ON hefur fyrirtækið nú einnig haslað sér völl á sviði rafvæðingar samgangna. Vistorka er dótturfyrirtæki Norðurorku, orku- og veitufyrirtækis Akureyrarbæjar og fleiri sveitarfélaga við Eyjafjörð.
 
Dýrmæt reynsla fengist
 
ON hefur verið í forystu við uppbyggingu hraðhleðslustöðva fyrir rafbíla hér á landi. 
Rúm tvö ár eru síðan ON opnaði fyrstu hraðhleðslustöðvarnar hér á landi. Páll Erland, framkvæmdastjóri ON, segir dýrmæta reynslu hafa fengist af rekstri þeirra. Lagt hafi verið af stað í þetta tilraunaverkefni fyrir tveimur árum því félagið vilji sjá Íslendinga nýta endurnýjanlega orku í stað innflutts jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Það sé skynsamlegt bæði fyrir veskið og umhverfið.
Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...