Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Tímafrekt og krefjandi að taka myndir af lömbum
Líf&Starf 16. desember 2016

Tímafrekt og krefjandi að taka myndir af lömbum

Fallegar andlitsmyndir af nýlega fæddum lömbum í sínu náttúrulega umhverfi prýða lambadagatalið fyrir árið 2017 sem er nýlega komið í sölu. 
 
Ragnar Þorsteinsson, sauðfjár­bóndi í Sýrnesi í Aðaldal, gefur það út og þetta er í þriðja sinn sem hann stendur fyrir útgáfu á sérstöku lambadagatali með stórum andlitsmyndum af íslenskum unglömbum. 
 
Dagatalið er í A4 stærð, hver mánuður er á einni blaðsíðu og það er gormað með upphengju, þannig að auðvelt er að hengja það upp, þar sem henta þykir. Á dagatalinu eru merktir allir hefðbundnir helgi- og frídagar en einnig eru merkingar fyrir fánadaga, komu jólasveinanna, gömlu mánaðaheitin og ýmsa aðra daga er tengjast sögu lands og þjóðar. Þannig er þjóðlegum fróðleik fléttað inn í dagatalið en það, auk fallegra mynda af nýfæddum lömbum, veitir því lengri líftíma umfram það ár sem venjan er með dagatöl.
 
Ragnar gaf út svipuð dagatöl fyrir árin 2015 og 2016 og voru viðtökur góðar. Í ár var verkefnið fjármagnað á Karolina Fund og sú leið tókst vel og viðtökur frábærar. Sú fjármögnun byggist á að dagatölin eru keypt þar í forsölu. Það minnnkar þá fjárhagslegu áhættu sem óhjákvæmlega er í svona útgáfustarfsemi. Auk dagatalsins og lambakorta með myndum af venjulegum unglömbum, er Ragnar einnig með fjögurra mynda seríu á kortum af ungum íslenskum forystulömbum. „Ég er nú mest að selja þetta beint frá býli einsog sagt er og þá í gegnum www.facebook.com/lambidmitt/  og lambidmitt@gmail.com. Einnig eru dagatölin til sölu í nokkrum verslunum. Megintilgangur þessarar útgáfu er fyrst og fremst að breiða út fegurð og fjölbreytni íslensku sauðkindarinnar og auka enn á þá jákvæðni sem hún á í þjóðfélaginu. Ég veit ekki til þess að áður hafi verið gerðar viðlíka ljósmyndaseríur af íslenskum unglömbum og hér er unnið með.“  
 
Nærir sál og líkama að mynda lömb
 
Ragnar er sauðfjárbóndi í Sýrnesi í Aðaldal, en hann tekur einnig mikið af ljósmyndum og á m.a. allmargar myndir í metsölubókinni „Forystufé“ er nýverið kom út. „Það er tímafrekt og krefjandi að taka myndir af lömbum, líkt og af öðru ungviði. Þau er sjálfstæð og á sífelldri hreyfingu, fylgjast vel með því sem er í gangi í kringum sig og eru lítið fyrir að standa kyrr og pósa á meðan myndavélinni er stillt upp. Flestar myndanna eru teknar þegar sauðburður er í fullum gangi og þá er skiljanlega ekki mikill tími til annarra verka.  En myndatakan er mjög skemmtileg og það nærir bæði sál og líkama að leggjast út á tún og taka myndir af lömbum. Þau mynda ég ýmist með mæðrum sínum eða ein og þá þarf að vera búið að vinna sér inn traust þeirra svo þau hlaupi ekki skelkuð í burtu,“ segir Ragnar. 
Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Mismunur bændum í óhag
5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Þjóðarréttur Íslendinga
4. desember 2024

Þjóðarréttur Íslendinga

Baldur Högni
4. desember 2024

Baldur Högni

Tildra
4. desember 2024

Tildra