Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Tímafrekt og krefjandi að taka myndir af lömbum
Fólk 16. desember 2016

Tímafrekt og krefjandi að taka myndir af lömbum

Fallegar andlitsmyndir af nýlega fæddum lömbum í sínu náttúrulega umhverfi prýða lambadagatalið fyrir árið 2017 sem er nýlega komið í sölu. 
 
Ragnar Þorsteinsson, sauðfjár­bóndi í Sýrnesi í Aðaldal, gefur það út og þetta er í þriðja sinn sem hann stendur fyrir útgáfu á sérstöku lambadagatali með stórum andlitsmyndum af íslenskum unglömbum. 
 
Dagatalið er í A4 stærð, hver mánuður er á einni blaðsíðu og það er gormað með upphengju, þannig að auðvelt er að hengja það upp, þar sem henta þykir. Á dagatalinu eru merktir allir hefðbundnir helgi- og frídagar en einnig eru merkingar fyrir fánadaga, komu jólasveinanna, gömlu mánaðaheitin og ýmsa aðra daga er tengjast sögu lands og þjóðar. Þannig er þjóðlegum fróðleik fléttað inn í dagatalið en það, auk fallegra mynda af nýfæddum lömbum, veitir því lengri líftíma umfram það ár sem venjan er með dagatöl.
 
Ragnar gaf út svipuð dagatöl fyrir árin 2015 og 2016 og voru viðtökur góðar. Í ár var verkefnið fjármagnað á Karolina Fund og sú leið tókst vel og viðtökur frábærar. Sú fjármögnun byggist á að dagatölin eru keypt þar í forsölu. Það minnnkar þá fjárhagslegu áhættu sem óhjákvæmlega er í svona útgáfustarfsemi. Auk dagatalsins og lambakorta með myndum af venjulegum unglömbum, er Ragnar einnig með fjögurra mynda seríu á kortum af ungum íslenskum forystulömbum. „Ég er nú mest að selja þetta beint frá býli einsog sagt er og þá í gegnum www.facebook.com/lambidmitt/  og lambidmitt@gmail.com. Einnig eru dagatölin til sölu í nokkrum verslunum. Megintilgangur þessarar útgáfu er fyrst og fremst að breiða út fegurð og fjölbreytni íslensku sauðkindarinnar og auka enn á þá jákvæðni sem hún á í þjóðfélaginu. Ég veit ekki til þess að áður hafi verið gerðar viðlíka ljósmyndaseríur af íslenskum unglömbum og hér er unnið með.“  
 
Nærir sál og líkama að mynda lömb
 
Ragnar er sauðfjárbóndi í Sýrnesi í Aðaldal, en hann tekur einnig mikið af ljósmyndum og á m.a. allmargar myndir í metsölubókinni „Forystufé“ er nýverið kom út. „Það er tímafrekt og krefjandi að taka myndir af lömbum, líkt og af öðru ungviði. Þau er sjálfstæð og á sífelldri hreyfingu, fylgjast vel með því sem er í gangi í kringum sig og eru lítið fyrir að standa kyrr og pósa á meðan myndavélinni er stillt upp. Flestar myndanna eru teknar þegar sauðburður er í fullum gangi og þá er skiljanlega ekki mikill tími til annarra verka.  En myndatakan er mjög skemmtileg og það nærir bæði sál og líkama að leggjast út á tún og taka myndir af lömbum. Þau mynda ég ýmist með mæðrum sínum eða ein og þá þarf að vera búið að vinna sér inn traust þeirra svo þau hlaupi ekki skelkuð í burtu,“ segir Ragnar. 
Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...