Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Styrkþegar að lokinni athöfn í Skaftfelli á Seyðisfirði, miðstöð myndlistar á Austurlandi.
Styrkþegar að lokinni athöfn í Skaftfelli á Seyðisfirði, miðstöð myndlistar á Austurlandi.
Mynd / Austurbrú
Fréttir 7. mars 2016

Tæplega 60 milljónir til 90 verkefna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Uppbyggingarsjóður Austurlands hefur úthlutað tæplega 60 milljónum króna til 90 verkefna sem efla munu atvinnuþróun og menningu í landshlutanum. 
 
Þetta er önnur úthlutun sjóðsins sem hefur það hlutverk að styrkja menningar- og nýsköpunarverkefni í samræmi við sóknaráætlun landshlutans.
 
Alls bárust 150 umsóknir sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Áætlaður heildarkostnaður við þessi 150 verk­efni er rúmar 807 milljónir króna.  Sótt var um rúmar 221 milljón en til úthlutunar komu 55,5 m.kr. sem er örlítið lægri upphæð en í fyrra þegar 58 milljónum var úthlutað. 
 
Signý Ormarsdóttir, verkefnastjóri Uppbyggingarsjóðs Austurlands, segir á vef Austurbrúar ánægjulegt hversu margar umsóknir bárust. Ákveðið var í haust að þýða helstu umsóknargögn yfir á ensku og telur hún að það hafi skilað sér í auknum fjölda umsókna sem margar hverjar voru afskaplega faglega unnar. Signý segir að það hafi líka vakið athygli hversu öflugar umsóknir um skógræktarverkefni hefðu borist. Þessi atvinnugrein hafi vissulega verið áberandi í styrkúthlutunum áður en aldrei með jafn fjölbreyttum og áhugaverðum verk­efnum og nú.
 
Tanni Travel fékk hæsta styrkinn
 
Hæsta styrkinn að þessu sinni fær Tanni Travel, eða 4,3 m.kr., til tveggja verkefna; 3,5 m.kr. til verkefnisins Fly Europe sem snýr að sölu flugsæta með beinu flugi Discover the World milli Egilsstaðaflugvallar og Lundúna sumarið 2016 og 800 þúsund kr. til Meet the locals en það verkefni snýst um að heimamenn taki á móti ferðamönnum á persónulegum nótum. Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi, hlýtur 2,7 m.kr. til tveggja verkefna; 2,1 m.kr. til sýningardagskrár Skaftfells 2016 og 600 þúsund kr. til fræðsluverkefnis miðstöðvarinnar. Þá hlýtur LungA – listahátíð ungs fólks á Austurlandi 2,5 m.kr. og Wasabi Iceland ehf. fær 2,2 m.kr. til vefjaræktunar á wasabi í rannsóknaraðstöðu. 
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...