Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Styrkjum íslenskan landbúnað
Lesendarýni 2. nóvember 2017

Styrkjum íslenskan landbúnað

Hef verið hugsi um íslenskan landbúnað og ritað nokkrar línur til umhugsunar.
 
Íslenskar landbúnaðarafurðir  eru  með hreinustu afurðum heims.
 
Fáir velta fyrir sér upprunalandi  innfluttra matvæla og hvernig framleiðslan þar fer fram með tilliti til lyfja, dýravelferðar  og annarra sjúkdóma sem Ísland er laust við.
 
Ekki er auðvelt að halda byggð í sveitum landsins þegar uppeldi ungdóms okkar miðar að því að gera þau að þrælum stórborga og fyrirtækja, helst eignalausa leiguliða sem rétt skrimta.  
 
Allt er svo gaman í borgum og allir geta orðið ríkir, þvílíkt bull.
 
Auðvitað, eins og í öllum stéttum, eru misgóðir fagmenn. Í bændastéttinni hefur orðið mikil framþróun og með tilkomu bændaskóla og ráðunauta var hægt að leiðbeina og aðstoða þá sem það vildu.
 
Einnig eru bújarðir misgóðar og henta ekki allar jarðir t.d. sauðfjárbúskap.
 
Ríkið á með sinn banka að lána til uppbygginga á jörðum með lágum vöxtum því það skilar sér til baka.
En það þarf að gera ungu fólki sem vill vinna þetta fjölbreytta og skemmtilega starf kleift að gera það. Það er ekki flókið. Þetta mætti t.d. skoða fyrir landbúnaðinn.
  • Ríkið hætti að selja jarðir, kaupi þær frekar og komi þeim í leigu til þeirra sem vilja stunda landbúnað.  Verð á bújörðum er komið út í rugl  en auðmenn sem vilja sölsa undir sig auðlindir landsins yfirbuðu allt. Banna á að selja jarðir sem eru í fullri framleiðslu til aðila sem kaupa þær og selja allt frá þeim og eru að seilast í vatn og fleiri gæði landsins. Hér áður fyrr í Búnaðarbankanum heitnum fengu menn jarðakaupalán þegar menn hófu búskap en  auðvitað komust auðmenn yfir þann banka og þetta var lagt niður. Útlendingar sem kaupa jarðir eru einnig vandamál. Þeir kaupa jarðir og jafnvel heilu dalina og eru með fögur fyrirheit. En hafa þau staðist? Svona óvissuástand hentar landbúnaði illa. 
  • Rafmagn er dýr þáttur í rekstri búa. Borga þarf bændum til baka þann mismun sem er á upphitun með rafmagni og hitaveitu. Ylrækt á að fá samning um rafmagn á lágu verði eins og stóriðja. Við getum framleitt sjálf miklu meira af matvælum þannig. Hvaða hagsmuni er verið að vernda þegar menn vilja ekki framleiða á Íslandi með íslensku rafmagni? Rafmagn sem er ekki notað í dag geymist illa, við erum ekki að safna rafmagni eins og olíuveldin gera með sínar olíur.
  • Tollar af landbúnaðarvélum og fleiru rekstrartengdu felldir niður.
  • Tryggja enn betra GSM samband og tengingu sveitanna við netið. Hér áður var sett rafmagn og sími til allra, hvað hefur breyst?  Hlutir hafa batnað en betur má ef duga skal. Þetta er líka öryggismál og kostar, skiptir ekki máli. 
  • Tryggja góða þjónustu við bændur, fræðslu og aðstoð við að koma á fót framleiðslu sem hæfir jörðinni, og matvælaöryggi sé tryggt með góðu eftirliti. Bændaskólinn er mikilvægur þáttur í undirbúningi nýrra og eldri bænda. Endurmenntun þarf að efla mikið  og endurmeta grunninn í búnaðarnámi og tengsl framhaldsnáms í búvísindum. 
  • Auka eftirlit með sláturhúsum. Hvernig er verðlag á slátrun í verktöku? Þarf þetta allt að vera gert á svona stuttum tíma þannig að flytja þurfi inn vinnuafl? Er hægt að liðka til þannig að þetta dreifist í  fleiri smærri sláturhús þannig að vinnan við slátrun komi nær bændum? Slátrun sauðfjár mun á næstu árum breytast á þann veg að stærri hópur bænda fer að sækja auknar tekjur með að taka stærri hluta af verðmætakeðjunni með sölu beint frá býli. 
Setja kolefnaskatt strax á innflutt matvæli, mengunin sem hlýst af flutningi matvæla er mikil. 
 
Skoða þarf hvort kvóti sé rétta leiðin til að stýra framleiðslu. Horfa til greina sem ekki eru með kvóta t.d.  hestabúskapurinn.
 
Bændasamtökin og bændur þurfa að móta og skerpa sína heildarstefnu fyrir alla landbúnaðarframleiðslu og semja við ríkið á grunni hennar. 
 
Skoða þarf virðiskeðjuna  bændur - afurðastöðvar- verslun. Er eðlilegt að bóndinn fái aðeins ca 30% af útsöluverði? Efla þarf samvinnu við verslanir en gæta að kúgun stóru verslanakeðjanna á framleiðendum. 
Neytandinn verður að fá kjötið sitt í hentugum einingum, það er ekki nema von að fólk kaupi aðrar landbúnaðarvörur sem hægt er að fá í minni einingum. Stórt læri eða hryggur liggur óhreyft í kæliborðinu. Það kostar náttúrlega mikið og hentar í nokkrar máltíðir, en orðið afgangar er orðið eins og sorp og því er miklu hent af mat. Magnpakkningar eru of stórar. Hvar er sauðakjöt? Hvar er kindahakk? Kinda-gúllas? Og svo mætti halda áfram. Loks er farið að fást á veitingastöðum lambasteik, auðvitað selst ekkert ef það er ekki haft til sölu og í réttum einingum. Spyrja þarf, hvernig vill neytandinn vöruna? Eldaða eða óeldaða? Hefur verslun rétt á að skila öllu til baka ef ekki selst, tekur enga áhættu? Líklegast myndast mesti gróðinn við að flytja allt inn tilbúið af verksmiðjubúum og svo bara henda.
 
Ljóst er að allar þjóðir styðja og styrkja sinn landbúnað enda vilja allir tryggja fæðuöryggi lands síns. Að leggja niður landbúnað á Íslandi eða koma honum í  nokkur  stór verksmiðjubú er þvæla. Þá kaupir einhver auðhringurinn  það og verðið hækkar til neytenda. Dýravelferð minnkar þegar þetta er orðið verksmiðjubú og mikill gróði er eina takmarkið.
 
Skoða þarf hluti eins og skattleysismörk hjá bændum. Hvernig eru tengsl landbúnaðarstefnu, byggðarstefnu og skatta?  
 
Við eigum strax að setja efri stærðarmörk fyrir bú í landbúnaði. Þessir hlutir eru orðnir að átakamáli og gott fyrir Ísland að setja strax mörk. Tæknibyltingin, loftslagsbreytingar, allt hefur þetta áhrif á landbúnaðinn og þarf að huga að.
 
Bestu kveðjur.  
Þórður Bogason, 
búfræðingur.
Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...