Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ný stjórn LK. Frá vinstri: Pétur Diðriksson, Arnar Árnason, Samúel Unnsteinn Eyjólfsson, Elín Heiða Valsdóttir og Bessi Freyr Vésteinsson.
Ný stjórn LK. Frá vinstri: Pétur Diðriksson, Arnar Árnason, Samúel Unnsteinn Eyjólfsson, Elín Heiða Valsdóttir og Bessi Freyr Vésteinsson.
Mynd / TB
Fréttir 1. apríl 2016

Stjórnarskipti hjá Landssambandi kúabænda

Ný stjórn Landssambands kúabænda var kjörin í dag við lok aðalfundar sambandsins. Allir fulltrúar eru nýir í stjórn. Arnar Árnason á Hranastöðum í Eyjafirði var fyrr í dag kjörinn formaður stjórnar.

Í nýju stjórninni sitja ásamt Arnari:

Elín Heiða Valsdóttir, kúabóndi í Úthlíð í Skaftártungu. Kjörin með 28 atkvæðum

Samúel Unnsteinn Eyjólfsson, kúabóndi í Bryðjuholti í Hrunamannahreppi. Kjörinn með 27 atkvæðum.

Bessi Freyr Vésteinsson, holdanautabóndi í Hofsstaðaseli í Skagafirði. Kjörinn með 23 atkvæðum.

Pétur Diðriksson, kúabóndi á Helgavatni í Þverárhlíð. Kjörinn með 19 atkvæðum.

Kosið verður í embætti innan stjórnar á fyrsta fundi hennar.

Varamenn

Eftirtalin voru kjörin varamenn í stjórn: Bóel Anna Þórisdóttir, bóndi á Móeiðarhvoli í Rangárþingi ytra með 23 atkvæði. Davíð Logi Jónsson, kúabóndi á Egg í Hegranesi með 16 atkvæði.

Kjörbréfa- og uppstillingarnefnd gerði tillögu um að skoðunarmenn reikninga verði Borghildur Kristinsdóttir, kúabóndi í Skarði í Landssveit og Aðalsteinn Hallgrímsson kúabóndi í Garði í Eyjafjarðarsveit og voru þau kjörin með lófaklappi. Nefndin gerði tillögu um Valdimar Sigmarsson í Sólheimum í Skagafirði og var sú tillaga sömuleiðis samþykkt með lófaklappi.

Í gömlu stjórninni, sem nú hefur látið af störfum, var Sigurður Loftsson formaður, Guðný Helga Björnsdóttir varaformaður og meðstjórnendur Jóhann Nikulásson, Trausti Þórisson og Þórólfur Ómar Óskarsson.

Heimild: Naut.is

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...