Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ný stjórn LK. Frá vinstri: Pétur Diðriksson, Arnar Árnason, Samúel Unnsteinn Eyjólfsson, Elín Heiða Valsdóttir og Bessi Freyr Vésteinsson.
Ný stjórn LK. Frá vinstri: Pétur Diðriksson, Arnar Árnason, Samúel Unnsteinn Eyjólfsson, Elín Heiða Valsdóttir og Bessi Freyr Vésteinsson.
Mynd / TB
Fréttir 1. apríl 2016

Stjórnarskipti hjá Landssambandi kúabænda

Ný stjórn Landssambands kúabænda var kjörin í dag við lok aðalfundar sambandsins. Allir fulltrúar eru nýir í stjórn. Arnar Árnason á Hranastöðum í Eyjafirði var fyrr í dag kjörinn formaður stjórnar.

Í nýju stjórninni sitja ásamt Arnari:

Elín Heiða Valsdóttir, kúabóndi í Úthlíð í Skaftártungu. Kjörin með 28 atkvæðum

Samúel Unnsteinn Eyjólfsson, kúabóndi í Bryðjuholti í Hrunamannahreppi. Kjörinn með 27 atkvæðum.

Bessi Freyr Vésteinsson, holdanautabóndi í Hofsstaðaseli í Skagafirði. Kjörinn með 23 atkvæðum.

Pétur Diðriksson, kúabóndi á Helgavatni í Þverárhlíð. Kjörinn með 19 atkvæðum.

Kosið verður í embætti innan stjórnar á fyrsta fundi hennar.

Varamenn

Eftirtalin voru kjörin varamenn í stjórn: Bóel Anna Þórisdóttir, bóndi á Móeiðarhvoli í Rangárþingi ytra með 23 atkvæði. Davíð Logi Jónsson, kúabóndi á Egg í Hegranesi með 16 atkvæði.

Kjörbréfa- og uppstillingarnefnd gerði tillögu um að skoðunarmenn reikninga verði Borghildur Kristinsdóttir, kúabóndi í Skarði í Landssveit og Aðalsteinn Hallgrímsson kúabóndi í Garði í Eyjafjarðarsveit og voru þau kjörin með lófaklappi. Nefndin gerði tillögu um Valdimar Sigmarsson í Sólheimum í Skagafirði og var sú tillaga sömuleiðis samþykkt með lófaklappi.

Í gömlu stjórninni, sem nú hefur látið af störfum, var Sigurður Loftsson formaður, Guðný Helga Björnsdóttir varaformaður og meðstjórnendur Jóhann Nikulásson, Trausti Þórisson og Þórólfur Ómar Óskarsson.

Heimild: Naut.is

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.