Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ný stjórn LK. Frá vinstri: Pétur Diðriksson, Arnar Árnason, Samúel Unnsteinn Eyjólfsson, Elín Heiða Valsdóttir og Bessi Freyr Vésteinsson.
Ný stjórn LK. Frá vinstri: Pétur Diðriksson, Arnar Árnason, Samúel Unnsteinn Eyjólfsson, Elín Heiða Valsdóttir og Bessi Freyr Vésteinsson.
Mynd / TB
Fréttir 1. apríl 2016

Stjórnarskipti hjá Landssambandi kúabænda

Ný stjórn Landssambands kúabænda var kjörin í dag við lok aðalfundar sambandsins. Allir fulltrúar eru nýir í stjórn. Arnar Árnason á Hranastöðum í Eyjafirði var fyrr í dag kjörinn formaður stjórnar.

Í nýju stjórninni sitja ásamt Arnari:

Elín Heiða Valsdóttir, kúabóndi í Úthlíð í Skaftártungu. Kjörin með 28 atkvæðum

Samúel Unnsteinn Eyjólfsson, kúabóndi í Bryðjuholti í Hrunamannahreppi. Kjörinn með 27 atkvæðum.

Bessi Freyr Vésteinsson, holdanautabóndi í Hofsstaðaseli í Skagafirði. Kjörinn með 23 atkvæðum.

Pétur Diðriksson, kúabóndi á Helgavatni í Þverárhlíð. Kjörinn með 19 atkvæðum.

Kosið verður í embætti innan stjórnar á fyrsta fundi hennar.

Varamenn

Eftirtalin voru kjörin varamenn í stjórn: Bóel Anna Þórisdóttir, bóndi á Móeiðarhvoli í Rangárþingi ytra með 23 atkvæði. Davíð Logi Jónsson, kúabóndi á Egg í Hegranesi með 16 atkvæði.

Kjörbréfa- og uppstillingarnefnd gerði tillögu um að skoðunarmenn reikninga verði Borghildur Kristinsdóttir, kúabóndi í Skarði í Landssveit og Aðalsteinn Hallgrímsson kúabóndi í Garði í Eyjafjarðarsveit og voru þau kjörin með lófaklappi. Nefndin gerði tillögu um Valdimar Sigmarsson í Sólheimum í Skagafirði og var sú tillaga sömuleiðis samþykkt með lófaklappi.

Í gömlu stjórninni, sem nú hefur látið af störfum, var Sigurður Loftsson formaður, Guðný Helga Björnsdóttir varaformaður og meðstjórnendur Jóhann Nikulásson, Trausti Þórisson og Þórólfur Ómar Óskarsson.

Heimild: Naut.is

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...