Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ný stjórn LK. Frá vinstri: Pétur Diðriksson, Arnar Árnason, Samúel Unnsteinn Eyjólfsson, Elín Heiða Valsdóttir og Bessi Freyr Vésteinsson.
Ný stjórn LK. Frá vinstri: Pétur Diðriksson, Arnar Árnason, Samúel Unnsteinn Eyjólfsson, Elín Heiða Valsdóttir og Bessi Freyr Vésteinsson.
Mynd / TB
Fréttir 1. apríl 2016

Stjórnarskipti hjá Landssambandi kúabænda

Ný stjórn Landssambands kúabænda var kjörin í dag við lok aðalfundar sambandsins. Allir fulltrúar eru nýir í stjórn. Arnar Árnason á Hranastöðum í Eyjafirði var fyrr í dag kjörinn formaður stjórnar.

Í nýju stjórninni sitja ásamt Arnari:

Elín Heiða Valsdóttir, kúabóndi í Úthlíð í Skaftártungu. Kjörin með 28 atkvæðum

Samúel Unnsteinn Eyjólfsson, kúabóndi í Bryðjuholti í Hrunamannahreppi. Kjörinn með 27 atkvæðum.

Bessi Freyr Vésteinsson, holdanautabóndi í Hofsstaðaseli í Skagafirði. Kjörinn með 23 atkvæðum.

Pétur Diðriksson, kúabóndi á Helgavatni í Þverárhlíð. Kjörinn með 19 atkvæðum.

Kosið verður í embætti innan stjórnar á fyrsta fundi hennar.

Varamenn

Eftirtalin voru kjörin varamenn í stjórn: Bóel Anna Þórisdóttir, bóndi á Móeiðarhvoli í Rangárþingi ytra með 23 atkvæði. Davíð Logi Jónsson, kúabóndi á Egg í Hegranesi með 16 atkvæði.

Kjörbréfa- og uppstillingarnefnd gerði tillögu um að skoðunarmenn reikninga verði Borghildur Kristinsdóttir, kúabóndi í Skarði í Landssveit og Aðalsteinn Hallgrímsson kúabóndi í Garði í Eyjafjarðarsveit og voru þau kjörin með lófaklappi. Nefndin gerði tillögu um Valdimar Sigmarsson í Sólheimum í Skagafirði og var sú tillaga sömuleiðis samþykkt með lófaklappi.

Í gömlu stjórninni, sem nú hefur látið af störfum, var Sigurður Loftsson formaður, Guðný Helga Björnsdóttir varaformaður og meðstjórnendur Jóhann Nikulásson, Trausti Þórisson og Þórólfur Ómar Óskarsson.

Heimild: Naut.is

Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu
Fréttir 9. desember 2022

Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggur til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á b...

Jólaskógarnir opnir á aðventunni
Fréttir 9. desember 2022

Jólaskógarnir opnir á aðventunni

Á aðventunni opna jólaskógar skógræktarfélaganna í landinu fyrir þeim sem vilja ...

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Fréttir 8. desember 2022

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri

Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum
Fréttir 8. desember 2022

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum

Matvælastofnun hefur lagt stjórn­valdssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljón kró...

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þ...

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti
Fréttir 7. desember 2022

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt se...

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...