Smitvarnir í landbúnaði
Búnaðarþing 2016 hefur samþykkt ályktun um að gert verði átak í smitvörnum vegna búfjársjúkdóma.
Í ályktunni segir að endurskoða þurfi lagaumgjörð um varnir við búfjársjúkdómum, ásamt lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, efla rannsóknir á sviði dýrasjúkdóma og hvetja til vitundarvakningar meðal bænda og þeirra sem þá þjónusta um mikilvægi smitvarna.
Stjórn BÍ falið að hafa frumkvæði að smitvarnaátaki í samvinnu við Matvælastofnun, ráðuneyti landbúnaðarmála, Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum og Landbúnaðarháskóla Íslands.
í greinargerð með ályktuninni segir að aukinn ferðamannastraumur, innflutningur dýrafurða og notaðra landbúnaðartækja eykur hættu á að smitandi dýrasjúkdómar berist til landsins. Jafnframt felur aukinn flutningur búfjár milli bæja og landshluta í sér hættu á dreifingu smitefna. Þörf er á vitundarvakningu hvað þetta varðar meðal almennings, og þjónustuaðila í landbúnaði.