Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Skjálftar í efnahagskerfum Asíu
Fréttir 20. október 2015

Skjálftar í efnahagskerfum Asíu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Mikil ólga hefur verið í alþjóðlegum fjármálaheimi að undanförnu. Er það rakið til samdráttar í Kína sem er farin að hafa mikil keðjuverkunaráhrif, einkum í Asíu.  
 
Indland hefur orðið einna verst fyrir barðinu á gengisfellingarferli kínverska juansins sem hófst í júlí. Það hefur komið illa við útflutning á indverskum iðnaðarvörum til Kína og fleiri landa. Þar er m.a. um að ræða útflutning á fatnaði og skartgripum. Í kjölfarið fór indverska myntin rupee að falla mjög ört. Þann 7. september var fallið orðið það mesta í tvö ár og töluðu fjármálaspekingar þá um hrun, en fallið hélt samt áfram. Erlendir fjárfestar hafa því farið í að reyna að losa um fjárfestingar sínar á Indlandi og óttast indversk stjórnvöld því stóraukið atvinnuleysi. 
 
Vandi Indverja einskorðast síður en svo við þeirra landamæri. Þannig voru t.d. fregnir af mikilli uppbyggingu í ferðamannaiðnaði í Ástralíu þar sem einkum hefur verið stílað á aukinn straum indverskra ferðamanna. Óttast menn nú að þeim fjárfestingum kunni að vera stefnt í hættu. 
 
Þá er bent á enn einn angann af vandræðunum í kínversku efnahagslífi. Í The Economic Times var t.d. greint frá því að í fyrsta sinn í heilan áratug kunni að verða samdráttur í Kína á innflutningi sojabauna. Var þetta haft eftir talsmönnum hrávörurisans Cargill. Skiptir það verulegu máli fyrir heimsviðskiptin með sojabaunir, þar sem Kína er langstærsti kaupandinn og tekur til sín um 60% af heimsframleiðslunni og nemur það um 77 milljónum tonna. Afleiðingin verður væntanlega verðfall á sojabaunum með tilheyrandi áhrifum á bændur í öðrum heimshlutum.
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...