Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Skjálftar í efnahagskerfum Asíu
Fréttir 20. október 2015

Skjálftar í efnahagskerfum Asíu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Mikil ólga hefur verið í alþjóðlegum fjármálaheimi að undanförnu. Er það rakið til samdráttar í Kína sem er farin að hafa mikil keðjuverkunaráhrif, einkum í Asíu.  
 
Indland hefur orðið einna verst fyrir barðinu á gengisfellingarferli kínverska juansins sem hófst í júlí. Það hefur komið illa við útflutning á indverskum iðnaðarvörum til Kína og fleiri landa. Þar er m.a. um að ræða útflutning á fatnaði og skartgripum. Í kjölfarið fór indverska myntin rupee að falla mjög ört. Þann 7. september var fallið orðið það mesta í tvö ár og töluðu fjármálaspekingar þá um hrun, en fallið hélt samt áfram. Erlendir fjárfestar hafa því farið í að reyna að losa um fjárfestingar sínar á Indlandi og óttast indversk stjórnvöld því stóraukið atvinnuleysi. 
 
Vandi Indverja einskorðast síður en svo við þeirra landamæri. Þannig voru t.d. fregnir af mikilli uppbyggingu í ferðamannaiðnaði í Ástralíu þar sem einkum hefur verið stílað á aukinn straum indverskra ferðamanna. Óttast menn nú að þeim fjárfestingum kunni að vera stefnt í hættu. 
 
Þá er bent á enn einn angann af vandræðunum í kínversku efnahagslífi. Í The Economic Times var t.d. greint frá því að í fyrsta sinn í heilan áratug kunni að verða samdráttur í Kína á innflutningi sojabauna. Var þetta haft eftir talsmönnum hrávörurisans Cargill. Skiptir það verulegu máli fyrir heimsviðskiptin með sojabaunir, þar sem Kína er langstærsti kaupandinn og tekur til sín um 60% af heimsframleiðslunni og nemur það um 77 milljónum tonna. Afleiðingin verður væntanlega verðfall á sojabaunum með tilheyrandi áhrifum á bændur í öðrum heimshlutum.
Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...