Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Skjálftar í efnahagskerfum Asíu
Fréttir 20. október 2015

Skjálftar í efnahagskerfum Asíu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Mikil ólga hefur verið í alþjóðlegum fjármálaheimi að undanförnu. Er það rakið til samdráttar í Kína sem er farin að hafa mikil keðjuverkunaráhrif, einkum í Asíu.  
 
Indland hefur orðið einna verst fyrir barðinu á gengisfellingarferli kínverska juansins sem hófst í júlí. Það hefur komið illa við útflutning á indverskum iðnaðarvörum til Kína og fleiri landa. Þar er m.a. um að ræða útflutning á fatnaði og skartgripum. Í kjölfarið fór indverska myntin rupee að falla mjög ört. Þann 7. september var fallið orðið það mesta í tvö ár og töluðu fjármálaspekingar þá um hrun, en fallið hélt samt áfram. Erlendir fjárfestar hafa því farið í að reyna að losa um fjárfestingar sínar á Indlandi og óttast indversk stjórnvöld því stóraukið atvinnuleysi. 
 
Vandi Indverja einskorðast síður en svo við þeirra landamæri. Þannig voru t.d. fregnir af mikilli uppbyggingu í ferðamannaiðnaði í Ástralíu þar sem einkum hefur verið stílað á aukinn straum indverskra ferðamanna. Óttast menn nú að þeim fjárfestingum kunni að vera stefnt í hættu. 
 
Þá er bent á enn einn angann af vandræðunum í kínversku efnahagslífi. Í The Economic Times var t.d. greint frá því að í fyrsta sinn í heilan áratug kunni að verða samdráttur í Kína á innflutningi sojabauna. Var þetta haft eftir talsmönnum hrávörurisans Cargill. Skiptir það verulegu máli fyrir heimsviðskiptin með sojabaunir, þar sem Kína er langstærsti kaupandinn og tekur til sín um 60% af heimsframleiðslunni og nemur það um 77 milljónum tonna. Afleiðingin verður væntanlega verðfall á sojabaunum með tilheyrandi áhrifum á bændur í öðrum heimshlutum.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...