Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Samræma þarf verklag hjá opinberum stofnunum
Fréttir 22. september 2015

Samræma þarf verklag hjá opinberum stofnunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Starfshópur um landnotkun í dreifbýli og sjálfbæra landnýtingu hefur skilað tilögum sínum til umhverfisráðherra. Í skýrslunni er niðurstöðum hópsins skipt í þrjá meginflokka.

Í fyrsta lagi er fjallað um forsendur skipulags og ákvarðanatöku um landnotkun. Telur starfshópurinn meðal annars brýnt að samræma verklag hjá opinberum stofnunum við öflun, skráningu, viðhald og miðlun landupplýsinga á Íslandi. Þá er lagt til að ríkið móti sér eigendastefnu um nýtingu og aðra ráðstöfun landareigna í þess eigu. Þannig hljóðar upphaf fréttar á heimasíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Í öðru lagi er fjallað um mikilvægi stefnumörkunar og lögleiðingar áætlana fyrir ólíka málaflokka, svo sem landbúnað, landgræðslu, skógrækt og ferðaþjónustu. Slíkar áætlanir fælu í sér stefnumótun til langs tíma og framkvæmdaáætlanir til skemmri tíma. Leggur starfshópurinn til að mótuð verði stefna um stuðning ríkisins í þágu sjálfbærrar landnýtingar og náttúruverndar.

Loks er fjallað um stefnumörkun sem snýr meðal annars að sveitarfélögum. Leggur starfshópurinn til að hvert sveitarfélag móti sér stefnu um uppskiptingu bújarða, með hliðsjón af flokkun landbúnaðarlands, jarðalögum og eigin atvinnustefnu. Enn fremur þurfi að fjalla um loftslagsbreytingar, möguleg áhrif þeirra, aðlögun og mótvægisaðgerðir í áætlunum á vegum ríkis og sveitarfélaga, þar með talið í skipulagsáætlunum og áætlunum fyrir ólíka málaflokka.

Starfshópinn skipuðu þau Björn Helgi Barkarson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir, Einar Jónsson, Níels Árni Lund og Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...