Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Gunnlaugur Þór Kristinsson verslunarstjóri er hér við kjötborðið.
Gunnlaugur Þór Kristinsson verslunarstjóri er hér við kjötborðið.
Mynd / smh
Fréttir 19. október 2015

Sælkeraverslunin Kjöt og fiskur mætir sérþörfunum

Höfundur: smh
Í snotrum kjallara, á horni Bergstaðastrætis og Spítalastígs í Reykjavík, má finna litla sérverslun með matvæli sem heitir Kjöt og fiskur. Þegar blaðamaður kíkti í heimsókn á fyrsta degi októbermánaðar fagnaði búðin 11 mánaða starfsafmæli. Verslunin er í eigu Pavels Ermolinskij og Jóns Arnórs Stefánssonar, sem eru kunnir landsliðsmenn íslenska körfuknattleikslandsliðsins, en Benóný Harðarson er meðeigandi þeirra.
 
„Við fáum lambakjötið okkar frá SAH Afurðum á Blönduósi, í gegnum Kjöthúsið í Kópavogi. Við vinnum svo minni háttar verk hér í versluninni; gerum snitsel, sögum í hryggi og úrbeinum og fleira – og reynum bara að sinna þeirri eftirspurn sem við fáum. Við höfum verið að taka inn sérstaka hluta eins og nautasíðu, auk annarra óvenjulegra parta. Það var einn sem pantaði nautakinnar um daginn og það var ekkert mál að útvega það. Fiskinn fáum við frá Stakkavík í Grindavík,“ segir Gunnlaugur Þór Kristinsson verslunarstjóri.
 
Rekjanleiki afurða
 
„Við leggjum mikið upp úr rekjanleikanum á kjötinu sem við seljum – og varðandi nautakjötið getum við vísað á þá bæi sem hafa alið gripina. Það hefur verið erfiðara með svínakjötið, en eftir að dýravelferðarmálin komust í hámæli nú fyrir skemmstu höfum við kallað eftir því að fá upplýsingar um hvaðan okkar kjöt kemur.  
 
Við viljum helst vera með vörur sem þú færð að öllum líkindum ekki annars staðar. Við erum með nokkuð fjölbreytt úrval af því og ég get nefnt Sriracha-sósu, sem er sterk sósa, mikið úrval af ólífuvörum, niðursoðna tómata í basillegi og sólþurrkaða tómata. Þetta hefur verið mjög vinsælt hjá okkur af því sem má kalla unnar matvörur og fæst í krukkum og dósum. Það má líka nefna að við erum nýlega komin með niðursoðin andalæri og höfum líka selt andalæri frá veitingastaðnum Snaps.
 
Við erum í ágætu samstarfi við Snaps – fáum þá til dæmis til að gera fyrir okkur hinn sívinsæla plokkfisk sem þeir gera úr hráefni frá okkur. Svo gerum við sjálfir kartöflusalat sem upphaflega var gert eftir uppskrift frá Snaps, en núna erum við búin að gera hana að okkar eigin.
 
Við erum líka stolt af framboðinu hjá okkur af hrísgrjónum, fræjum og olíum. Við erum með sjaldgæfar olíur og kjarnaolíur sem margar hverjar þola meiri hita en þessar hefðbundnu. Þar má nefna avókadó- og repjuolíu sem fólk tekur talsvert til að djúpsteikja upp úr, en einnig aðrar viðkvæmari eins og möndlu- og pistasíuolíu. Þá erum við með perlubygg, margs konar hrísgrjón og furuhnetur sem eru spænskar, en ekki kínverskar eins og finnast víða og eru lakari að gæðum.“
 
Mest fer af fiski fram eftir viku
 
„Mest fer af fisknum úr borðinu okkar á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum – en steikurnar koma svo inn í innkaupin þegar líður að helginni. Við miðum talsvert við þetta mynstur í innkaupum enda viljum við ekki sitja uppi með of mikið af góðu hráefni,“ segir Gunnlaugur Þór Kristinsson. 

8 myndir:

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?
Fréttir 28. nóvember 2022

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?

Nú eru uppi hugmyndir um að leggja hjólreiða- og göngustíg á milli Hellu og Hvol...

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...