Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Reiðarslag fyrir kjúklingabændur
Fréttir 25. september 2015

Reiðarslag fyrir kjúklingabændur

Innanlandsframleiðsla á kjúkl­inga­kjöti er um 8000 tonn af skrokkum á ári. Árið 2014 voru flutt inn um 1.000 tonn af frosnu og beinlausu kjúklingakjöti og voru 200 tonn af því tollfrjáls. Á næstu fjórum árum stendur til að auka tollfrjálsan innflutning á kjúklingum í 1.000 tonn.

„Hugmyndin um aukna niðurfellingu á tollum af innfluttu kjúklingakjöti er hreint reiðarslag fyrir framleiðendur kjúklingakjöts á Íslandi,“ segir Jón Magnús Jónsson, alifuglabóndi að Reykjum og varaformaður Félags kjúklingabænda.

Á síðasta ári voru flutt inn um 1.000 tonn af frosnu kjúklingakjöti og þar af voru 200 tonn tollfrjáls. Samkvæmt þeim tillögum sem liggja frammi um tollfrjáls viðskipti við lönd innan Evrópusambandsins á sá kvóti að hækka í 1.000 tonn á næstu fjórum árum.

Ógn við innanlandsframleiðslu

Jón Magnús segist óttast að aukinn tollfrjáls innflutningur þýði í raun að innflutningur á fuglakjöti verði frjáls til landsins.

„Tollar á magn umfram þessi þúsund tonn er föst krónutala og ég hef ekki heyrt neitt um að hún eigi að breytast umfram það sem hún er í dag. Gangi þetta eftir er ég hræddur um að framleiðendur verði alvarlega að hugsa sinn gang og jafnvel pakka saman og hætta starfsemi.“

Kjúklingabændur hafa rætt mikið saman að undanförnu og eru á einu máli um að þetta hafi verulegar forsendubreytingar í för með sér.  Alls óvíst er hvernig þetta þróast áfram nema að ljóst er að innflutningur muni aukast verulega. Það muni þrengja enn frekar að innlendri framleiðslu og gera hana óhagkvæmari.

Ólík samkeppnisaðstaða

„Vegna smæðar íslenska markaðarins eru íslensk kjúklingabú agnarsmá miðað við meðalstór bú í löndum Evrópusambandsins. Á Íslandi eru vikmörk fyrir salmónellu 0% sem þýðir að komi upp smit í kjúklingabúi er öllum kjöti og fuglum fargað. Erlendis er smituðum fuglum víða slátrað og þeir settir matreiddir á markað. Þegar kemur að vörnum gegn smiti á kamfílóbakter stöndum við öllum þjóðum framar. Hér eru tekin sýni úr fuglum fyrir slátrun og finnist smit fer kjötið ekki ferskt á markað.

Reyndar er sjúkdómastaðan og sýklalyfjanotkun hér allt önnur og mun minni en í öðrum Evrópulöndum og þeim löndum sem kjötið er flutt inn frá. Reglur um aðbúnað og þéttleika eru meiri hér en almennt í Evrópulöndum sem enn frekar ýtir undir aðstöðumun í framleiðslukostnaði en auki velferð alifugla hérlendis,“ segir Jón Magnús.

Sér ekki fram á útflutning í bráð

Jón segist ekki sjá fyrir sér í fljótu bragði hvernig kjúklingabændur geti brugðist við aukinni samkeppni á markaði samfara auknum innflutningi á tollfrjálsu kjöti. „Það er nokkuð ljóst að við förum ekki í sókn í útflutningi fyrsta kastið. Til þess að skapa okkur þá sérstöðu sem þarf til þess þarf mikið fjármagn og langan undirbúning.“

Eins og að fá blauta tusku í andlitið

„Að mínu mati er um þessar mundir verið að reka fleyg í samstarf búgreina á Íslandi. Á sama tíma og sauðfjár- og kúabændum er gert kleift að auka sína framleiðslu sé alifugla- og svínabændum gert erfitt fyrir,“ segir Jón Magnús Jónsson, varaformaður Félags kjúklingabænda.

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...