Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Guðrún Jónsdóttir frá Hnjúki spinnur á rokk í Heimilisiðnaðarsafninu.
Guðrún Jónsdóttir frá Hnjúki spinnur á rokk í Heimilisiðnaðarsafninu.
Fréttir 4. febrúar 2016

Rausnarleg gjöf til Heimilisiðnaðarsafnsins

Afkomendur Guðrúnar Jónsdóttur, Nunnu frá Hnjúki komu færandi hendi á Heimilisiðnaðarsafnið fyrr í þessum mánuði, en þann 17. janúar voru liðin 100 ár frá fæðingu hennar.
 
Afkomendurnir gáfu safninu 100 þúsund krónur til minningar um Guðrúnu og móður hennar, Stefanínu Steinunni Jósefsdóttur.  Hún var fædd 1886 og lést árið 1977, en Guðrún fæddist 1916 og lést árið 2014.
Afkomendur komu saman af þessu tilefni og heimsóttu m.a. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi en þar eru varðveittir margir muni eftir þær mæðgur.
 
Magnús sonur Guðrúnar afhenti  gjöfina fyrir hönd afkomendanna og sagði Heimilisiðnaðarsafnið hafa skipað stóran sess í hjarta hennar, hún hefði haft yndi af því að taka þátt í starfi þess, klæða sig í upphlutinn sinn og spinna á rokkinn fyrir sýningargesti. Það hefði gefið henni margar góðar stundir.
Steinunn á Hnjúki var annáluð hannyrðakona og  sitthvað sem varðveist hefur eftir hana er hreinasta list. Guðrún dóttir hennar var einnig mikil hagleikskona í höndum og sérlega flínk spunakona. Var hún ævinlega boðin og búin að koma í safnið með rokkinn sinn og spinna fyrir skólabörn og gesti. Guðrún var gjaldkeri safnsins á fyrstu starfsárum þess eða allt til þess tíma að mynduð var sjálfseignarstofnun um safnið árið 1993. Hún lét sér afar annt um safnið og lagði fram mikið og óeigingjarnt starf í þágu þess segir í frétt á vefsíðu Heimilisiðnaðarsafnsins.
 
Elín S. Sigurðardóttir, forstöðumaður Heimilisiðnaðarsafnsins, tók við gjöfinni og þakkaði  fyrir hönd safnsins, einstakan rausnarskap fjölskyldunnar frá Hnjúki.  
Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...