Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Guðrún Jónsdóttir frá Hnjúki spinnur á rokk í Heimilisiðnaðarsafninu.
Guðrún Jónsdóttir frá Hnjúki spinnur á rokk í Heimilisiðnaðarsafninu.
Fréttir 4. febrúar 2016

Rausnarleg gjöf til Heimilisiðnaðarsafnsins

Afkomendur Guðrúnar Jónsdóttur, Nunnu frá Hnjúki komu færandi hendi á Heimilisiðnaðarsafnið fyrr í þessum mánuði, en þann 17. janúar voru liðin 100 ár frá fæðingu hennar.
 
Afkomendurnir gáfu safninu 100 þúsund krónur til minningar um Guðrúnu og móður hennar, Stefanínu Steinunni Jósefsdóttur.  Hún var fædd 1886 og lést árið 1977, en Guðrún fæddist 1916 og lést árið 2014.
Afkomendur komu saman af þessu tilefni og heimsóttu m.a. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi en þar eru varðveittir margir muni eftir þær mæðgur.
 
Magnús sonur Guðrúnar afhenti  gjöfina fyrir hönd afkomendanna og sagði Heimilisiðnaðarsafnið hafa skipað stóran sess í hjarta hennar, hún hefði haft yndi af því að taka þátt í starfi þess, klæða sig í upphlutinn sinn og spinna á rokkinn fyrir sýningargesti. Það hefði gefið henni margar góðar stundir.
Steinunn á Hnjúki var annáluð hannyrðakona og  sitthvað sem varðveist hefur eftir hana er hreinasta list. Guðrún dóttir hennar var einnig mikil hagleikskona í höndum og sérlega flínk spunakona. Var hún ævinlega boðin og búin að koma í safnið með rokkinn sinn og spinna fyrir skólabörn og gesti. Guðrún var gjaldkeri safnsins á fyrstu starfsárum þess eða allt til þess tíma að mynduð var sjálfseignarstofnun um safnið árið 1993. Hún lét sér afar annt um safnið og lagði fram mikið og óeigingjarnt starf í þágu þess segir í frétt á vefsíðu Heimilisiðnaðarsafnsins.
 
Elín S. Sigurðardóttir, forstöðumaður Heimilisiðnaðarsafnsins, tók við gjöfinni og þakkaði  fyrir hönd safnsins, einstakan rausnarskap fjölskyldunnar frá Hnjúki.  
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...