Þær eru ekki stórar sandeðlurnar, en náðu samt að leggja risafyrirtæki Elon Musk að velli.
Þær eru ekki stórar sandeðlurnar, en náðu samt að leggja risafyrirtæki Elon Musk að velli.
Fréttir 22. janúar 2021

Rafbílarisinn Tesla tapar fyrir sandeðlum í Þýskalandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þýskur dómstóll úrskurðaði þann 17. desember síðastliðinn að Tesla þyrfti að lúta í lægra haldi fyrir pínulitlum sandeðlum (Lacerta agilis) og fengi ekki að ryðja skóga sem eru heimkynni þeirra fyrir nýja risaverksmiðju í nágrenni Berlínar.

Með úrskurði þýska dómstólsins virðast áform Tesla um byggingu á „Gigafactory“ verksmiðju sinni sem átti að taka í notkun í júlí 2021 runnin í sandinn. Að sögn Elan Musk, forstjóra Tesla, var hugmyndin að smíða þar 500.000 Tesla-bíla á ári.

Þær eru ekki stórar sandeðlurnar, en náðu samt að leggja risafyrirtæki Elon Musk að velli.

Greint var frá þessu eðlumáli í Bændablaðinu í byrjun desember á síðasta ári, en Tesla hefur ýmislegt reynt til að ryðja skóg fyrir verksmiðju sína. Þannig var sett í gang áætlun um að flytja sandeðlurnar í ný heimkynni, en eðlurnar voru þá þegar komnar í vetrardvala svo þau áform urðu að engu. Þá segir dómstóllinn að fyrirhuguð eyðing skógarins muni stefna eðlustofninum í voða og hafnar því umleitun Tesla.

Afstöðumynd af fyrirhugaðri lóð Tesla undir risaverksmiðju sína. 

Skylt efni: Tesla

Flutt voru út 2.320 hross sem er mesti hrossaútflutningur síðan 1997
Fréttir 26. febrúar 2021

Flutt voru út 2.320 hross sem er mesti hrossaútflutningur síðan 1997

Árið 2020 voru 2.320 hross flutt út frá Íslandi en eftirspurn eftir íslenska hes...

Stefnt að fullri kolefnisjöfnun hjá Lambhaga
Fréttir 26. febrúar 2021

Stefnt að fullri kolefnisjöfnun hjá Lambhaga

Fyrstu niðurstöður úr mæl­ingu á kolefnisfótspori garðyrkju­stöðvarinnar Lambhag...

Gerlamagn eðlilegt í tilraunaverkefni um heimaslátrun
Fréttir 25. febrúar 2021

Gerlamagn eðlilegt í tilraunaverkefni um heimaslátrun

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt skýrslu um tilraunaverkefni á ve...

Lyfjahampur og kannabislyf verði leyfð í lækningaskyni
Fréttir 25. febrúar 2021

Lyfjahampur og kannabislyf verði leyfð í lækningaskyni

Þingsályktun um þróunaráætlun og tilraunaverkefni fyrir ræktun lyfjahamps og not...

Umsögn með höfnun lýsir fádæma fordómum
Fréttir 25. febrúar 2021

Umsögn með höfnun lýsir fádæma fordómum

Einn geitfjárræktandi var í hópi umsækjenda um styrk úr Matvælasjóði. Hann fékk ...

Sama aðalstjórn situr áfram hjá Samtökum smáframleiðenda matvæla
Fréttir 24. febrúar 2021

Sama aðalstjórn situr áfram hjá Samtökum smáframleiðenda matvæla

Á aðalfundi Samtaka smáframleiðenda matvæla, sem haldinn var í gær með fjarfunda...

GM og Navistar mynda bandalag um smíði á vetnisknúnum raftrukkum
Fréttir 23. febrúar 2021

GM og Navistar mynda bandalag um smíði á vetnisknúnum raftrukkum

Fyrirtækið Navistar í Banda­ríkjunum tekur þátt í inn­leiðingu nýrra orkugjafa í...

Fyrsta sjálfstýrða vetnisknúna dráttarvél Kínverja
Fréttir 19. febrúar 2021

Fyrsta sjálfstýrða vetnisknúna dráttarvél Kínverja

Kínverjar kynntu til sögunnar glænýja sjálfstýrða vetnis- og rafhlöðuknúna drátt...