Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þær eru ekki stórar sandeðlurnar, en náðu samt að leggja risafyrirtæki Elon Musk að velli.
Þær eru ekki stórar sandeðlurnar, en náðu samt að leggja risafyrirtæki Elon Musk að velli.
Fréttir 22. janúar 2021

Rafbílarisinn Tesla tapar fyrir sandeðlum í Þýskalandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þýskur dómstóll úrskurðaði þann 17. desember síðastliðinn að Tesla þyrfti að lúta í lægra haldi fyrir pínulitlum sandeðlum (Lacerta agilis) og fengi ekki að ryðja skóga sem eru heimkynni þeirra fyrir nýja risaverksmiðju í nágrenni Berlínar.

Með úrskurði þýska dómstólsins virðast áform Tesla um byggingu á „Gigafactory“ verksmiðju sinni sem átti að taka í notkun í júlí 2021 runnin í sandinn. Að sögn Elan Musk, forstjóra Tesla, var hugmyndin að smíða þar 500.000 Tesla-bíla á ári.

Þær eru ekki stórar sandeðlurnar, en náðu samt að leggja risafyrirtæki Elon Musk að velli.

Greint var frá þessu eðlumáli í Bændablaðinu í byrjun desember á síðasta ári, en Tesla hefur ýmislegt reynt til að ryðja skóg fyrir verksmiðju sína. Þannig var sett í gang áætlun um að flytja sandeðlurnar í ný heimkynni, en eðlurnar voru þá þegar komnar í vetrardvala svo þau áform urðu að engu. Þá segir dómstóllinn að fyrirhuguð eyðing skógarins muni stefna eðlustofninum í voða og hafnar því umleitun Tesla.

Afstöðumynd af fyrirhugaðri lóð Tesla undir risaverksmiðju sína. 

Skylt efni: Tesla

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...