Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kiðið Ljósbrá með ljósu rákina framan við augum.
Kiðið Ljósbrá með ljósu rákina framan við augum.
Fréttir 24. maí 2016

Ótrúlegar litasamsetningar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í vor bar á Háafelli geit kiði með áður óséðri litasamsetningi á íslensku geitfé. Það sem er óvenjulegt við litinn er hvíta röndin framan við augað.

Jóhanna B. Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli, segir að geitur með svartri rák eða dökkar framan við augun séu algengar en að hún hafi aldrei séð geit með hvítri rák og að nú verði að finna nýtt nafn á litinn.

Jóhanna segir litinn sýna hversu mikill erfðabreytileikinn fyrir lit leynist í íslenska geitastofninum þrátt fyrir einangrun hans frá landnámi.

Geitin Gasella

„Amma kiðsins, sem ég kalla Ljósbrá, heitir Gasella og er þriggja vetra og er dekksta brúna geitin sem ég hef séð. Hafurinn sem virðist gefa þennan nýja lit er undan Gasellu. Auk Ljósbrár hafa komið nokkur dökkbrúnflekkótt kið undan honum í vor sem hafa þessa fallegu hvítu rákir,“ segir Jóhanna.

Ævintýraleg litabrigði

„Í byrjun sjöunda áratugarins var til ein kollótt geit með brúnum lit á landinu en svo 1999 fékk èg fjórar síðustu geiturnar sem báru þetta gen, einn hafur og þrjár huðnur. Búið var að ákveða að slátra þeim og panta pláss í sláturhúsinu þegar ég fékk leyfi fyrir tilstilli Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis til að flytja þær til mín að Háafelli.“

Jóhanna segir hreinasta ævintýri að fylgjast með þeim nýju litaafbrigðum sem hafa komið fram frá þeim. „Mér finnst ótrúlegt að sjá hversu vel erfðabreytileikinn fyrir lit geymist og hvernig hann getur komið fram.“

Gnýr og Gasella

Að sögn Jóhönnu var hafurinn hyrndur, gulgolsóttur en huðnurnar svarthöttótt, gráflekkótt og sú þriðja með mjóar gulbrúnar línur við augun. „Núna, sautján árum seinna, er fjölbreytileiki gulu og brúnu litanna orðinn ansi mikill og fyrir þrem árum fæddist dökkbrúnflekkótt huðna og þann lit hef ég bara séð á uppstoppuðum hafurshaus frá því um 1960.

Huðnan fékk nafnið Gasella þar sem hún líkist þeim frænkum sínum mjög í andliti. Í fyrra eignaðist hún álíka dökkbrúnflekkóttan hafur og undan honum eru að fæðast núna í vor enn ný litarafbrigði þar sem hvítar línur koma meðfram svörtu línunum sem eru algengar við augu geitanna. Fyrsta huðnan sem fæddist með þennan lit hlaut nafnið Ljósbrá en síðan hafa komið þó nokkur svipuð kið undan sama hafri.

Skylt efni: geitur | litsasamsetningar

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...