Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kiðið Ljósbrá með ljósu rákina framan við augum.
Kiðið Ljósbrá með ljósu rákina framan við augum.
Fréttir 24. maí 2016

Ótrúlegar litasamsetningar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í vor bar á Háafelli geit kiði með áður óséðri litasamsetningi á íslensku geitfé. Það sem er óvenjulegt við litinn er hvíta röndin framan við augað.

Jóhanna B. Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli, segir að geitur með svartri rák eða dökkar framan við augun séu algengar en að hún hafi aldrei séð geit með hvítri rák og að nú verði að finna nýtt nafn á litinn.

Jóhanna segir litinn sýna hversu mikill erfðabreytileikinn fyrir lit leynist í íslenska geitastofninum þrátt fyrir einangrun hans frá landnámi.

Geitin Gasella

„Amma kiðsins, sem ég kalla Ljósbrá, heitir Gasella og er þriggja vetra og er dekksta brúna geitin sem ég hef séð. Hafurinn sem virðist gefa þennan nýja lit er undan Gasellu. Auk Ljósbrár hafa komið nokkur dökkbrúnflekkótt kið undan honum í vor sem hafa þessa fallegu hvítu rákir,“ segir Jóhanna.

Ævintýraleg litabrigði

„Í byrjun sjöunda áratugarins var til ein kollótt geit með brúnum lit á landinu en svo 1999 fékk èg fjórar síðustu geiturnar sem báru þetta gen, einn hafur og þrjár huðnur. Búið var að ákveða að slátra þeim og panta pláss í sláturhúsinu þegar ég fékk leyfi fyrir tilstilli Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis til að flytja þær til mín að Háafelli.“

Jóhanna segir hreinasta ævintýri að fylgjast með þeim nýju litaafbrigðum sem hafa komið fram frá þeim. „Mér finnst ótrúlegt að sjá hversu vel erfðabreytileikinn fyrir lit geymist og hvernig hann getur komið fram.“

Gnýr og Gasella

Að sögn Jóhönnu var hafurinn hyrndur, gulgolsóttur en huðnurnar svarthöttótt, gráflekkótt og sú þriðja með mjóar gulbrúnar línur við augun. „Núna, sautján árum seinna, er fjölbreytileiki gulu og brúnu litanna orðinn ansi mikill og fyrir þrem árum fæddist dökkbrúnflekkótt huðna og þann lit hef ég bara séð á uppstoppuðum hafurshaus frá því um 1960.

Huðnan fékk nafnið Gasella þar sem hún líkist þeim frænkum sínum mjög í andliti. Í fyrra eignaðist hún álíka dökkbrúnflekkóttan hafur og undan honum eru að fæðast núna í vor enn ný litarafbrigði þar sem hvítar línur koma meðfram svörtu línunum sem eru algengar við augu geitanna. Fyrsta huðnan sem fæddist með þennan lit hlaut nafnið Ljósbrá en síðan hafa komið þó nokkur svipuð kið undan sama hafri.

Skylt efni: geitur | litsasamsetningar

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f