Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Flæði fjármagns úr skattaskjólum til soja- og nautakjötsframleiðslu í Brasilíu 2000 til 2011.  Mynd / Nature Ecology and Evolution
Flæði fjármagns úr skattaskjólum til soja- og nautakjötsframleiðslu í Brasilíu 2000 til 2011. Mynd / Nature Ecology and Evolution
Fréttir 28. ágúst 2018

Ólöglegt skógarhögg og fiskveiðar fjármögnuð í gegnum skattaskjól

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skógarhögg til framleiðslu á soja- og nautakjöti er að stórum hluta fjármagnað í gegnum fyrirtæki í skattaskjólum. Sömu sögu er að segja um 70% fiskiskipa sem stunda ólöglegar veiðar.

Samkvæmt skýrslu sem nýlega var birt í tímaritinu Nature Ecology and Evolution fara tugir ef ekki hundruð milljarðar bandaríkjadala í gegnum skattaskjól í starfsemi sem veldur verulegum umhverfisspjöllum. Samkvæmt skýrslunni eru mýmörg dæmi um spjöll sem fjármögnuð eru í gegnum skattaskjól og má þar nefna ólöglegt skógarhögg og ólöglegar fiskveiðar sem stundaðar eru undir hentifána.

Fjárfestingar gegnum skattaskjól

Fjöldi þekktra alþjóðlegra fyrirtækja í matvælaiðnaði notfæra sér skattaskjól. Í skýrslunni kemur fram að ekki sé ólöglegt að flytja fjármagn í gegnum lönd sem bjóða upp á svokölluð skattaskjól og eru stundum kölluð skattaparadís. Leyndin sem fylgir slíkum fjármálaflutningum gerir aftur á móti erfitt að fylgjast með fjárflutningunum og í hvers konar starfsemi þeim er ráðstafað.

Í skýrslunni kemur fram að á árunum 2000 til 2011 hafi tveir þriðju af erlendum fjárfestingum til soja- og nautakjötsframleiðslu í Brasilíu borist til landsins frá skattaskjólum.

Eins og flestum er kunnugt hefur framleiðsla á soja- og nautakjöti í Suður-Ameríku verið tengt gríðarlegri og oft ólöglegri skógareyðingu í álfunni.

Aukið gegnsæi nauðsynlegt

Samkvæmt upplýsingum sem skýrsluhöfundar fengu frá seðlabanka Brasilíu var fjárfest í fyrirtækjum í soja- og nautakjötsframleiðslu í landinu á árunum 2000 til 2011 fyrir um 27 milljarða bandaríkjadala utanlands frá. Þar af komu 18,4 milljarðar frá fjárfestum í skattaskjólum og mest frá Cayman-eyjum.

Aðeins brot af skattaskjólspeningum

Skýrsluhöfundar segja að ofangreindar upphæðir séu einungis brot af þeim fjármunum sem streyma í gegnum skattaskjól oft til ólöglegrar starfsemi sem í mörgum tilfellum sé umhverfis- og þjóðfélagslega spillandi. Þeir segja nauðsynlegt að auka gegnsæi fjármálagerninga í gegnum skattaskjól svo að hægt verði að draga þá til ábyrgðar sem fjármagni ólöglegt skógarhögg og ólöglegar fiskveiðar í gegnum ríki sem bjóða upp á slíka þjónustu.

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...