Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Flæði fjármagns úr skattaskjólum til soja- og nautakjötsframleiðslu í Brasilíu 2000 til 2011.  Mynd / Nature Ecology and Evolution
Flæði fjármagns úr skattaskjólum til soja- og nautakjötsframleiðslu í Brasilíu 2000 til 2011. Mynd / Nature Ecology and Evolution
Fréttir 28. ágúst 2018

Ólöglegt skógarhögg og fiskveiðar fjármögnuð í gegnum skattaskjól

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skógarhögg til framleiðslu á soja- og nautakjöti er að stórum hluta fjármagnað í gegnum fyrirtæki í skattaskjólum. Sömu sögu er að segja um 70% fiskiskipa sem stunda ólöglegar veiðar.

Samkvæmt skýrslu sem nýlega var birt í tímaritinu Nature Ecology and Evolution fara tugir ef ekki hundruð milljarðar bandaríkjadala í gegnum skattaskjól í starfsemi sem veldur verulegum umhverfisspjöllum. Samkvæmt skýrslunni eru mýmörg dæmi um spjöll sem fjármögnuð eru í gegnum skattaskjól og má þar nefna ólöglegt skógarhögg og ólöglegar fiskveiðar sem stundaðar eru undir hentifána.

Fjárfestingar gegnum skattaskjól

Fjöldi þekktra alþjóðlegra fyrirtækja í matvælaiðnaði notfæra sér skattaskjól. Í skýrslunni kemur fram að ekki sé ólöglegt að flytja fjármagn í gegnum lönd sem bjóða upp á svokölluð skattaskjól og eru stundum kölluð skattaparadís. Leyndin sem fylgir slíkum fjármálaflutningum gerir aftur á móti erfitt að fylgjast með fjárflutningunum og í hvers konar starfsemi þeim er ráðstafað.

Í skýrslunni kemur fram að á árunum 2000 til 2011 hafi tveir þriðju af erlendum fjárfestingum til soja- og nautakjötsframleiðslu í Brasilíu borist til landsins frá skattaskjólum.

Eins og flestum er kunnugt hefur framleiðsla á soja- og nautakjöti í Suður-Ameríku verið tengt gríðarlegri og oft ólöglegri skógareyðingu í álfunni.

Aukið gegnsæi nauðsynlegt

Samkvæmt upplýsingum sem skýrsluhöfundar fengu frá seðlabanka Brasilíu var fjárfest í fyrirtækjum í soja- og nautakjötsframleiðslu í landinu á árunum 2000 til 2011 fyrir um 27 milljarða bandaríkjadala utanlands frá. Þar af komu 18,4 milljarðar frá fjárfestum í skattaskjólum og mest frá Cayman-eyjum.

Aðeins brot af skattaskjólspeningum

Skýrsluhöfundar segja að ofangreindar upphæðir séu einungis brot af þeim fjármunum sem streyma í gegnum skattaskjól oft til ólöglegrar starfsemi sem í mörgum tilfellum sé umhverfis- og þjóðfélagslega spillandi. Þeir segja nauðsynlegt að auka gegnsæi fjármálagerninga í gegnum skattaskjól svo að hægt verði að draga þá til ábyrgðar sem fjármagni ólöglegt skógarhögg og ólöglegar fiskveiðar í gegnum ríki sem bjóða upp á slíka þjónustu.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...