Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Flæði fjármagns úr skattaskjólum til soja- og nautakjötsframleiðslu í Brasilíu 2000 til 2011.  Mynd / Nature Ecology and Evolution
Flæði fjármagns úr skattaskjólum til soja- og nautakjötsframleiðslu í Brasilíu 2000 til 2011. Mynd / Nature Ecology and Evolution
Fréttir 28. ágúst 2018

Ólöglegt skógarhögg og fiskveiðar fjármögnuð í gegnum skattaskjól

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skógarhögg til framleiðslu á soja- og nautakjöti er að stórum hluta fjármagnað í gegnum fyrirtæki í skattaskjólum. Sömu sögu er að segja um 70% fiskiskipa sem stunda ólöglegar veiðar.

Samkvæmt skýrslu sem nýlega var birt í tímaritinu Nature Ecology and Evolution fara tugir ef ekki hundruð milljarðar bandaríkjadala í gegnum skattaskjól í starfsemi sem veldur verulegum umhverfisspjöllum. Samkvæmt skýrslunni eru mýmörg dæmi um spjöll sem fjármögnuð eru í gegnum skattaskjól og má þar nefna ólöglegt skógarhögg og ólöglegar fiskveiðar sem stundaðar eru undir hentifána.

Fjárfestingar gegnum skattaskjól

Fjöldi þekktra alþjóðlegra fyrirtækja í matvælaiðnaði notfæra sér skattaskjól. Í skýrslunni kemur fram að ekki sé ólöglegt að flytja fjármagn í gegnum lönd sem bjóða upp á svokölluð skattaskjól og eru stundum kölluð skattaparadís. Leyndin sem fylgir slíkum fjármálaflutningum gerir aftur á móti erfitt að fylgjast með fjárflutningunum og í hvers konar starfsemi þeim er ráðstafað.

Í skýrslunni kemur fram að á árunum 2000 til 2011 hafi tveir þriðju af erlendum fjárfestingum til soja- og nautakjötsframleiðslu í Brasilíu borist til landsins frá skattaskjólum.

Eins og flestum er kunnugt hefur framleiðsla á soja- og nautakjöti í Suður-Ameríku verið tengt gríðarlegri og oft ólöglegri skógareyðingu í álfunni.

Aukið gegnsæi nauðsynlegt

Samkvæmt upplýsingum sem skýrsluhöfundar fengu frá seðlabanka Brasilíu var fjárfest í fyrirtækjum í soja- og nautakjötsframleiðslu í landinu á árunum 2000 til 2011 fyrir um 27 milljarða bandaríkjadala utanlands frá. Þar af komu 18,4 milljarðar frá fjárfestum í skattaskjólum og mest frá Cayman-eyjum.

Aðeins brot af skattaskjólspeningum

Skýrsluhöfundar segja að ofangreindar upphæðir séu einungis brot af þeim fjármunum sem streyma í gegnum skattaskjól oft til ólöglegrar starfsemi sem í mörgum tilfellum sé umhverfis- og þjóðfélagslega spillandi. Þeir segja nauðsynlegt að auka gegnsæi fjármálagerninga í gegnum skattaskjól svo að hægt verði að draga þá til ábyrgðar sem fjármagni ólöglegt skógarhögg og ólöglegar fiskveiðar í gegnum ríki sem bjóða upp á slíka þjónustu.

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir
Fréttir 10. janúar 2025

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir

Góð þátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember, litlu minni en árið 2023, sem...

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi
Fréttir 10. janúar 2025

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldsákvarðanir á umráðamenn dýra undanfarna tvo...

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára
Fréttir 9. janúar 2025

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára

Á vef Samgöngustofu má sjá að 127 nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru nýskráðar ...

Kostir og gallar við erlent kúakyn
Fréttir 9. janúar 2025

Kostir og gallar við erlent kúakyn

Á mánudaginn var haldinn fjarfundur um kosti og galla þess að flytja inn erlent ...