Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ólöglegar veiðar á sæbjúgum hala inn milljónum
Fréttir 15. október 2018

Ólöglegar veiðar á sæbjúgum hala inn milljónum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ólöglegar veiðar á sæbjúgum út af Seattle á norðausturströnd Bandaríkjanna eru farnar að hafa áhrif á stofnstærð. Þetta er eftirsótt fæða og notuð í lyf í Kína.

Nýlega var fyrirtæki í Seattle dæmt til hárrar sektar fyrir langvarandi ólöglegar veiðar og sölu á sæbjúgum út af strönd Washington-ríkisins. Upp komst um athæfið þegar fyrirtækið ætlaði að selja rúm hundrað tonn af ólöglega veiddum sæbjúgum til Kína. Talið er að ólöglegar veiða á sæbjúgum í hafinu út af Washington-ríki velti um tugum milljóna bandaríkjadala á ári.

Fyrirtækið sem um ræðir er leiðandi í veiðum, vinnslu og sölu á sæbjúgum í Bandaríkjunum og er talið að það hafi um margra ára skeið selt ólöglega veidd sæbjúgu til Kína.

Ginseng hafsins

Sæbjúga, eða hraunpussa eins og dýrið var í eina tíð kallað hér á landi, er vinsælt sem matur og í lyf í Kína og eftirsókn eftir þeim hefur verið að aukast og kvikindið stundum kallað ginseng hafsins. Hér á landi eru meðal annars framleidd hylki úr sæbjúgum sem eiga að verka gegn stirðleika í liðum. Auk þess sem sæbjúgu eru seld til Kína, bæði þurrkuð og frosin.

Ráðgjöf Hafró á Íslandi

Líkt og hér á landi eru veiðar á sæbjúgum við Bandaríkin bundnar í kvóta. Hafrannsóknastofnun ráðleggur veiðar hér í samræmi við varúðarnálgun að afli á sæbjúga fiskveiðiárið 2018/2019 fari ekki yfir 1.731 tonn á skilgreindum veiðisvæðum; 644 tonn í Faxaflóa, 985 tonn við Austurland (norður; 245 t, suður; 740 t) og 102 tonn í Aðalvík. Jafnframt er lagt til að skilgreint veiðisvæði í Faxaflóa verði stækkað í samræmi við útbreiðslu veiðanna og að lokað svæði frá árinu 2010 verði opnað fyrir veiðum. Einnig er lagt til að veiðisvæði í Aðalvík verði stækkað í samræmi við útbreiðslu veiða, svo og veiðisvæði við Austurland sem verði jafnframt skipt upp í norður- og suðursvæði. Lagt er til að allar sæbjúgnaveiðar verði bannaðar á skelmiðum í Breiðafirði og veiðar utan skilgreindra veiðisvæða háðar leyfum til tilraunaveiða.

Skylt efni: veiðar | sæbjúga

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...