Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Nýtt smáforrit frá ASÍ
Fréttir 23. janúar 2024

Nýtt smáforrit frá ASÍ

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands hefur látið hanna nýtt smáforrit fyrir almenna neytendur til að fylgjast með vöruverði.

Með nýja smáforritinu, appinu Prís, geta notendur á fljótlegan hátt skoðað mismunandi verðlagningu einstakra vara milli verslana. Prís er aðgengilegt fyrir öll snjalltæki, bæði Android og iOS, og er neytendum að kostnaðarlausu.

Segir í frétt ASÍ að forritið sé „kröftugt innlegg Alþýðusambandsins í baráttunni gegn þeirri verðbólgu sem nú leggst á íslenskt samfélag. Standa vonir til þess að forritið auðveldi neytendum að veita virkt aðhald með samkeppni á smásölumarkaði.“ Í Prís er hægt að skanna strikamerki á vörum og fá upplýsingar um hvað sama vara kostar í fjölda annarra verslana.

Hyggst verðlagseftirlitið þróa smáforritið áfram og gera meðal annars verðsögu aðgengilega í því, ásamt fleiri viðbótum sem gagnast munu neytendum.

Prís smáforritið var unnið innan vébanda ASÍ en ríkisstjórnin kom að verkefninu með 15 milljóna króna styrk í anda þess að það sé sameiginlegt markmið beggja aðila með verkefninu að vinna gegn verðbólgu.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...