Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Valgerður Pálsdóttir.
Valgerður Pálsdóttir.
Mynd / MHH
Fréttir 7. mars 2016

Nýtt ferðamálanám hefst haustið 2016

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Viðskiptahugmyndin er í grunn­inn nám sem Háskólafélag Suðurlands er að þróa í samstarfi við Háskólann í Malaga á Spáni og UHI-háskólann í Skotlandi, og ráðgert er að hleypa af stokkunum haustið 2016, en Háskólafélagið fékk styrk í fyrra úr Erasmus+ áætluninni. 
 
Námið ber vinnuheitið „Ferða­málabrú – Nýsköpun og stjórnun“ og er ætlað fyrir ferðaþjónustuaðila, bæði stjórnendur og starfsmenn.  
 
Hugmyndin hefur verið kynnt fyrir ferðaþjónustuaðilum á svæðinu, Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF), Rannsóknarmiðstöð ferðamála og fleiri aðilum. Segja má að aðilar séu sammála um það að veruleg þörf er á slíku námi fyrir ferðaþjónustuna,“ segir Valgerður Pálsdóttir. Kynnti hún námið ásamt Ingunni Jónsdóttur, starfsmanni Háskólafélagsins og verk­efnastjóra verkefnisins, í hádegisfyrirlestri í Fjölheimum á Selfossi nýlega.
 
Kennslufyrirkomulag Ferðamála­brúarinnar verður að nokkru leyti byggt á sama fyrirkomulagi og var í Matvælabrúnni sem Háskólafélagið er með. Annars vegar verður um að ræða bóklega fyrirlestra og hins vegar svokallaða fyrirtækjavist en í henni  gefst nemendum tækifæri til að kynnast öðrum ólíkum fyrirtækjum innan greinarinnar. Að auki er nýtt sérþekking innan fyrirtækjanna til kennslu á afmörkuðu efni.
 
„Markmið Ferðamálabrúarinnar er að auka þekkingu meðal starfsmanna og stjórnenda í ferðaþjónustunni til að auka gæði og framleiðni fyrirtækjanna. Námið er eins árs diplómanám ætlað fyrir starfandi aðila í ferðaþjónustu þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og stjórnun en námið verður skipulagt í náinni samvinnu við ferðaþjónustuna sem er að verða ein mikilvægasta atvinnugreinin á Suðurlandi.“
Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...

40 þúsund notendur í 24 löndum
Fréttir 4. júlí 2025

40 þúsund notendur í 24 löndum

Smáforritið HorseDay fagnaði þriggja ára afmæli í síðasta mánuði en forritið hef...

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum
Fréttir 4. júlí 2025

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum

Hitabylgjan hér á landi í maí hefði ekki orðið jafnmikil og raun bar vitni nema ...

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 3. júlí 2025

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni

Í Samráðsgátt stjórnvalda eru nú til umsagnar drög að stefnu um líffræðilega fjö...

Hættir með Klausturkaffi í árslok
Fréttir 3. júlí 2025

Hættir með Klausturkaffi í árslok

Veitingahúsið Klausturkaffi í Skriðuklaustri í Fljótsdal fagnar 25 ára afmæli í ...