Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Valgerður Pálsdóttir.
Valgerður Pálsdóttir.
Mynd / MHH
Fréttir 7. mars 2016

Nýtt ferðamálanám hefst haustið 2016

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Viðskiptahugmyndin er í grunn­inn nám sem Háskólafélag Suðurlands er að þróa í samstarfi við Háskólann í Malaga á Spáni og UHI-háskólann í Skotlandi, og ráðgert er að hleypa af stokkunum haustið 2016, en Háskólafélagið fékk styrk í fyrra úr Erasmus+ áætluninni. 
 
Námið ber vinnuheitið „Ferða­málabrú – Nýsköpun og stjórnun“ og er ætlað fyrir ferðaþjónustuaðila, bæði stjórnendur og starfsmenn.  
 
Hugmyndin hefur verið kynnt fyrir ferðaþjónustuaðilum á svæðinu, Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF), Rannsóknarmiðstöð ferðamála og fleiri aðilum. Segja má að aðilar séu sammála um það að veruleg þörf er á slíku námi fyrir ferðaþjónustuna,“ segir Valgerður Pálsdóttir. Kynnti hún námið ásamt Ingunni Jónsdóttur, starfsmanni Háskólafélagsins og verk­efnastjóra verkefnisins, í hádegisfyrirlestri í Fjölheimum á Selfossi nýlega.
 
Kennslufyrirkomulag Ferðamála­brúarinnar verður að nokkru leyti byggt á sama fyrirkomulagi og var í Matvælabrúnni sem Háskólafélagið er með. Annars vegar verður um að ræða bóklega fyrirlestra og hins vegar svokallaða fyrirtækjavist en í henni  gefst nemendum tækifæri til að kynnast öðrum ólíkum fyrirtækjum innan greinarinnar. Að auki er nýtt sérþekking innan fyrirtækjanna til kennslu á afmörkuðu efni.
 
„Markmið Ferðamálabrúarinnar er að auka þekkingu meðal starfsmanna og stjórnenda í ferðaþjónustunni til að auka gæði og framleiðni fyrirtækjanna. Námið er eins árs diplómanám ætlað fyrir starfandi aðila í ferðaþjónustu þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og stjórnun en námið verður skipulagt í náinni samvinnu við ferðaþjónustuna sem er að verða ein mikilvægasta atvinnugreinin á Suðurlandi.“
Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...