Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ný og kraftmeiri Toyota RAV4 Hybrid
Mynd / HLJ
Fréttir 23. mars 2016

Ný og kraftmeiri Toyota RAV4 Hybrid

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Fyrir nokkru var ég staddur á Akureyri og kom við í Toyota og fékk að prófa RAV4 Hybrid GX 2 WD. 
Frá því í desember 2009 hef ég verið að prófa bíla fyrir Bændablaðið og nú í fyrsta skiptið fékk ég bíl til að prófa í vetrarakstri sem var að mínu mati rétt útbúinn til vetraraksturs, á nagladekkjum.
 
Hljóðlátur, skemmtilega kraftmikill með bremsur eins og sportbíll
 
Þrátt fyrir að bíllinn væri ekki fjórhjóladrifinn sáu ný nagladekkin um að koma bílnum hratt og örugglega upp í umferðarhraða úr kyrrstöðu og þegar bremsað var sá rafstýrði ABS hemlajöfnunar-bremsubúnaðurinn um að stöðvunarvegalengdin væri í lágmarki. Það kom mér svolítið á óvart hversu bíllinn stöðvaði á stuttri vegalengd þegar ég prófaði bremsurnar á klaka.
 
Snerpan í vélinni er góð og ef gefið er vel í þarf maður að vera á varðbergi því að á augnabliki er bíllinn kominn á sviptingarhraða svo að það er vissara að fylgjast vel með hraðamælinum.
Eitt af því sem ég var hrifnastur af við bílinn er hversu hliðarspeglarnir eru stórir og sýna vel aftur fyrir bílinn.
 
Ókostur að þurfa að kveikja ljósin sjálfur
 
Allt rými inni í bílnum er gott og sæti þægileg að sitja í. Farangursrými er gott, en varadekkið er það sem ég kalla „aumingja“.
 
Ökuljósin eru LED ljós bæði að framan og aftan (persónulega finnst mér LED ljós að aftan fallegri, en þau geta verið ókostur þar sem þau hitna lítið og bræða ekki af sér snjó þegar kæfir á afturgafl bílsins. Þá sjást ljósin ekki í hríðarveðrum. Ég er ekki hrifinn af þessum nýja ljósabúnaði sem flestir nýir bílar eru með í dag og til að vera löglegur í umferð verður maður að kveikja ljósin handvirkt þar sem íslensk lög segja að maður eigi að vera með ljós allan hringinn allt árið um kring ellegar eiga von á sekt.
 
Góð dráttargeta miðað við stærð  
 
Undanfarið hefur Toyota verið að auglýsa 143 hestafla framhjóladrifinn RAV4GX dísil með aukapakka sem er dráttarkrókur og kerra á meðan birgðir endast. Þrátt fyrir að bíllinn sem ég prófaði sé bara eindrifsbíll og sá sem er á tilboði með kerru er dráttargetan 1.650 kg.
 
Hybrid-bíllinn sem ég prófaði er með 2,5 lítra bensínvél sem skilar 197 hestöflum. Uppgefin meðaleyðsla er 5,1 lítri á hundraðið, en ég var klárlega að eyða miklu meira eldsneyti miðað við 100 km akstur þar sem mér leiddist ekki að kitla pinnann á svona kraftmiklum bíl.
 
Verðið á bílnum sem ég prófaði er 5.940.000, en ódýrasti RAV er frá 4.990.000 og sá dýrasti á yfir 7.000.000.
 
Helstu mál og upplýsingar:
 
Þyngd 1.625 kg
Hæð 1.675 mm
Breidd 1.845 mm
Lengd 4.605 mm
 

 

4 myndir:

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...