Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska. Sauðfjárslátrun verður aflögð á Höfn á vegum Norðlenska í haust að óbreyttu.
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska. Sauðfjárslátrun verður aflögð á Höfn á vegum Norðlenska í haust að óbreyttu.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 20. apríl 2016

Norðlenska hættir rekstri sláturhússins á Höfn

Höfundur: smh
Eins og greint var frá á dögunum hefur Norðlenska ákveðið að hætta rekstri sláturhússins á Höfn í Hornafirði. Stjórn Norðlenska tilkynnti stjórn Sláturfélagsins Búa, sem á um 70 prósent í sláturhúsinu, um þetta í byrjun mars; að sauðfjárslátrun yrði ekki á þeirra vegum á Höfn í næstu sláturtíð.  
 
Á Höfn í Hornafirði er starfrækt sauðfjár- og stórgripasláturhús í gömlu frystihúsi við höfnina sem breytt var í sláturhús. Um 34 þúsund fjár var slátrað á Höfn í síðustu sláturtíð.
 
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir að ekki sé gert ráð fyrir slátrun sauðfjár á vegum Norðlenska á Höfn haustið 2016, að óbreyttu. 
 
„Slátrun á Höfn hefur verið um 50 prósent dýrari en slátrun í slátur­húsi félagsins á Húsavík. Miðað við núverandi stöðu á kjötmarkaði eru stjórnendur og stjórn Norðlenska nauðbeygð til að leita allra leiða til að draga úr kostnaði til að standa vörð um eign hluthafa í félaginu, þar sem eru yfir 500 bændur.
 
Við teljum að þessar breytingar séu óumflýjanlegar og staðan á kjötmarkaði þvingi fram hagræðingu í greininni,“ segir Ágúst.
 
Stórgripaslátrun óbreytt um sinn
 
Í tilkynningu á vef Norðlenska er svo greint frá því að Norðlenska geri ráð fyrir því að slátra því sauðfé sem bændur á svæðinu óska eftir að leggja inn hjá félaginu í komandi sláturtíð, í sláturhúsi félagsins á Húsavík.
 
„Unnið er að málinu í samvinnu við Sláturfélagið Búa, sem er meðeigandi í sláturhúsinu með Norðlenska. Fundað verður með bændum á svæðinu á næstu vikum og haft samband við alla innleggjendur varðandi breytt fyrirkomulag.
 
Norðlenska er að leita leiða til að tryggja innleggjendum stórgripa hjá félaginu slátrun og þjónustu til frambúðar.  Stórgripaslátrun verður starfrækt með óbreyttu sniði á Höfn fyrst um sinn.
 
Mikilvægt er að bændur sem lagt hafa inn sauðfé til slátrunar hjá Norðlenska á Höfn geri grein fyrir áætluðu innleggi sínu til félagsins á komandi hausti sem fyrst,“ segir í tilkynningunni.
 
Heimamenn fóru yfir málin með bæjarstjórn Hornafjarðar á fundi þann 17. mars, en engin tíðindi voru af þeim fundi.
 
Aðalfundur Búa var haldinn 6. apríl síðastliðinn og þar var kosin ný stjórn sem mun taka ákvörðun um næstu skref í málinu.

Skylt efni: sláturhús

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.