Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska. Sauðfjárslátrun verður aflögð á Höfn á vegum Norðlenska í haust að óbreyttu.
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska. Sauðfjárslátrun verður aflögð á Höfn á vegum Norðlenska í haust að óbreyttu.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 20. apríl 2016

Norðlenska hættir rekstri sláturhússins á Höfn

Höfundur: smh
Eins og greint var frá á dögunum hefur Norðlenska ákveðið að hætta rekstri sláturhússins á Höfn í Hornafirði. Stjórn Norðlenska tilkynnti stjórn Sláturfélagsins Búa, sem á um 70 prósent í sláturhúsinu, um þetta í byrjun mars; að sauðfjárslátrun yrði ekki á þeirra vegum á Höfn í næstu sláturtíð.  
 
Á Höfn í Hornafirði er starfrækt sauðfjár- og stórgripasláturhús í gömlu frystihúsi við höfnina sem breytt var í sláturhús. Um 34 þúsund fjár var slátrað á Höfn í síðustu sláturtíð.
 
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir að ekki sé gert ráð fyrir slátrun sauðfjár á vegum Norðlenska á Höfn haustið 2016, að óbreyttu. 
 
„Slátrun á Höfn hefur verið um 50 prósent dýrari en slátrun í slátur­húsi félagsins á Húsavík. Miðað við núverandi stöðu á kjötmarkaði eru stjórnendur og stjórn Norðlenska nauðbeygð til að leita allra leiða til að draga úr kostnaði til að standa vörð um eign hluthafa í félaginu, þar sem eru yfir 500 bændur.
 
Við teljum að þessar breytingar séu óumflýjanlegar og staðan á kjötmarkaði þvingi fram hagræðingu í greininni,“ segir Ágúst.
 
Stórgripaslátrun óbreytt um sinn
 
Í tilkynningu á vef Norðlenska er svo greint frá því að Norðlenska geri ráð fyrir því að slátra því sauðfé sem bændur á svæðinu óska eftir að leggja inn hjá félaginu í komandi sláturtíð, í sláturhúsi félagsins á Húsavík.
 
„Unnið er að málinu í samvinnu við Sláturfélagið Búa, sem er meðeigandi í sláturhúsinu með Norðlenska. Fundað verður með bændum á svæðinu á næstu vikum og haft samband við alla innleggjendur varðandi breytt fyrirkomulag.
 
Norðlenska er að leita leiða til að tryggja innleggjendum stórgripa hjá félaginu slátrun og þjónustu til frambúðar.  Stórgripaslátrun verður starfrækt með óbreyttu sniði á Höfn fyrst um sinn.
 
Mikilvægt er að bændur sem lagt hafa inn sauðfé til slátrunar hjá Norðlenska á Höfn geri grein fyrir áætluðu innleggi sínu til félagsins á komandi hausti sem fyrst,“ segir í tilkynningunni.
 
Heimamenn fóru yfir málin með bæjarstjórn Hornafjarðar á fundi þann 17. mars, en engin tíðindi voru af þeim fundi.
 
Aðalfundur Búa var haldinn 6. apríl síðastliðinn og þar var kosin ný stjórn sem mun taka ákvörðun um næstu skref í málinu.

Skylt efni: sláturhús

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara