Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Neytendasamtökin vilja tryggja öryggi innfluttra kjötafurða
Fréttir 30. mars 2016

Neytendasamtökin vilja tryggja öryggi innfluttra kjötafurða

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Neytendasamtökin fagna því að hérlendis standi neytendum til boða íslenskt kjöt sem ræktað hefur verið án aðstoðar sýkla­lyfja. Hvað varðar innflutt kjöt hafa samtökin ítrekað gert kröfu um að innflutt kjöt uppfylli sömu gæðakröfur og innlend framleiðsla.
 
Það felur meðal annars í sér að tryggja verður að innflutt kjöt sé laust við sýklalyfjaleifar á sama hátt og það íslenska og að skimað verði fyrir ónæmum sýklum í innfluttu kjöti á reglubundinn hátt eins og heilbrigðisráðherra hefur óskað eftir. Æskilegt væri að stjórnvöld myndu efla eftirlit með innfluttum kjötafurðum svo um munar til að tryggja að innflutta kjötið uppfylli sömu gæðakröfur og það íslenska.
 
„Það er fagnaðarefni að sýklalyfjaleifar finnist ekki í innlendu kjöti,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Minnt er á að Neytendasamtökin hafa ávallt krafist þess að ekki séu minni kröfur gerðar til innfluttra landbúnaðarvara og þeirra innlendu. Því þarf Matvælastofnun að fylgjast með að innflutt kjöt sé án sýklalyfja­leifa og einnig að þetta kjöt sé skim­að til að tryggja að það innihaldi ekki ónæma sýkla. Það er eðlilegt að gerðar séu sömu kröfur til innflutts kjöts og sem gerðar eru til kjöts framleitt hér á landi,“ sagði Jóhannes í pistli á vefsíðu samtakanna nýverið. 
Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...