Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Neytendasamtökin vilja tryggja öryggi innfluttra kjötafurða
Fréttir 30. mars 2016

Neytendasamtökin vilja tryggja öryggi innfluttra kjötafurða

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Neytendasamtökin fagna því að hérlendis standi neytendum til boða íslenskt kjöt sem ræktað hefur verið án aðstoðar sýkla­lyfja. Hvað varðar innflutt kjöt hafa samtökin ítrekað gert kröfu um að innflutt kjöt uppfylli sömu gæðakröfur og innlend framleiðsla.
 
Það felur meðal annars í sér að tryggja verður að innflutt kjöt sé laust við sýklalyfjaleifar á sama hátt og það íslenska og að skimað verði fyrir ónæmum sýklum í innfluttu kjöti á reglubundinn hátt eins og heilbrigðisráðherra hefur óskað eftir. Æskilegt væri að stjórnvöld myndu efla eftirlit með innfluttum kjötafurðum svo um munar til að tryggja að innflutta kjötið uppfylli sömu gæðakröfur og það íslenska.
 
„Það er fagnaðarefni að sýklalyfjaleifar finnist ekki í innlendu kjöti,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Minnt er á að Neytendasamtökin hafa ávallt krafist þess að ekki séu minni kröfur gerðar til innfluttra landbúnaðarvara og þeirra innlendu. Því þarf Matvælastofnun að fylgjast með að innflutt kjöt sé án sýklalyfja­leifa og einnig að þetta kjöt sé skim­að til að tryggja að það innihaldi ekki ónæma sýkla. Það er eðlilegt að gerðar séu sömu kröfur til innflutts kjöts og sem gerðar eru til kjöts framleitt hér á landi,“ sagði Jóhannes í pistli á vefsíðu samtakanna nýverið. 
Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Bændur selja Búsæld
13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun