Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Neytendasamtökin vilja tryggja öryggi innfluttra kjötafurða
Fréttir 30. mars 2016

Neytendasamtökin vilja tryggja öryggi innfluttra kjötafurða

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Neytendasamtökin fagna því að hérlendis standi neytendum til boða íslenskt kjöt sem ræktað hefur verið án aðstoðar sýkla­lyfja. Hvað varðar innflutt kjöt hafa samtökin ítrekað gert kröfu um að innflutt kjöt uppfylli sömu gæðakröfur og innlend framleiðsla.
 
Það felur meðal annars í sér að tryggja verður að innflutt kjöt sé laust við sýklalyfjaleifar á sama hátt og það íslenska og að skimað verði fyrir ónæmum sýklum í innfluttu kjöti á reglubundinn hátt eins og heilbrigðisráðherra hefur óskað eftir. Æskilegt væri að stjórnvöld myndu efla eftirlit með innfluttum kjötafurðum svo um munar til að tryggja að innflutta kjötið uppfylli sömu gæðakröfur og það íslenska.
 
„Það er fagnaðarefni að sýklalyfjaleifar finnist ekki í innlendu kjöti,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Minnt er á að Neytendasamtökin hafa ávallt krafist þess að ekki séu minni kröfur gerðar til innfluttra landbúnaðarvara og þeirra innlendu. Því þarf Matvælastofnun að fylgjast með að innflutt kjöt sé án sýklalyfja­leifa og einnig að þetta kjöt sé skim­að til að tryggja að það innihaldi ekki ónæma sýkla. Það er eðlilegt að gerðar séu sömu kröfur til innflutts kjöts og sem gerðar eru til kjöts framleitt hér á landi,“ sagði Jóhannes í pistli á vefsíðu samtakanna nýverið. 
Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...