Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Mun færri komast að en vilja
Mynd / AFS á Íslandi
Fréttir 24. ágúst 2015

Mun færri komast að en vilja

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Ísland er greinilega mjög vin­sælt um þessar mundir og ekki bara meðal ferðamanna,“ segir Sólveig Tryggvadóttir deildarstjóri erlendra nema hjá AFS á Íslandi, en alls bárust nú um 20% fleiri umsóknir frá erlendum skiptinemum sem vilja dvelja hér á landi á komandi mánuðum en var fyrir árið 2014 til 2015. Að jafnaði er tekið á móti um 30 skiptinemum á vegum AFS hér á landi árlega, en þeir verða tæplega 40 nú. Aldrei hefur þurft að hafna jafnmörgum um­sóknum og nú í ár.
 
AFS-skiptanemasamtökin á Ís­landi eru alþjóðleg fræðslusamtök sem hafa sent íslensk ungmenni utan til skiptinemadvalar frá árinu 1957 eða í hartnær sex áratugi. Að sama skapi hafa samtökin skapað vettvang fyrir erlenda skiptinema að dvelja hér á landi í 10 mánuði í senn. Mikil reynsla og þekking hefur skapast innan samtakanna eftir ríflega hálfrar aldar starfsemi. AFS-samtökin eru starfrækt í yfir 50 löndum víðs vegar um heiminn en hingað til lands koma árlega ungmenni, 15 til 19 ára gömul, og dvelja að jafnaði í 10 mánuði í senn. Skiptinemarnir eru væntanlegir hingað til lands í lok næstu viku og eru þeir til heimilis á höfuðborgarsvæðinu eða vítt og breitt um landsbyggðina. 
 
Kynnast íslenskum landbúnaði
 
Fyrir nokkrum árum var sá siður endurvakinn að gefa skiptinemum kost á að dvelja á íslenskum sveitabæ á meðan á Íslandsdvölinni stendur og taka þátt í hefðbundnum störfum við landbúnað. Sólveig segir að þetta sé sérstaklega mikilvægt fyrir þá skiptinema sem búsetu hafa á höfuðborgarsvæðinu. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel og nemar alsælir með að fá tækifæri til að kynnast þeim störfum sem íslenskir bændur inna af hendi.
 
Kyrrðin eftirsóknarverð
 
Sólveig segir að fyrst og fremst sé það áhugi á Íslandi, íslenskri menningu og tungu sem fær ungmennin til að yfirgefa heimahagana og kynna sér siði og venjur Íslendinga. „Markmið dvalarinnar er að kynnast landi og þjóð og hápunkturinn er svo auðvitað þegar þessir krakkar hafa tileiknað sér menningu okkar og renna saman við innfædda,“ segir hún. „Þeir sem sækjast eftir að koma hingað til lands eru yfirleitt miklir náttúruunnendur og leita eftir einhverju allt öðru en þeir búa við í sínu heimalandi, margir nefna að kyrrðin á Íslandi sé eftirsóknarverð.“
 
Sólveig segir að þó svo umtalsvert fleiri skiptinemar hafi sótt um Íslandsdvöl nú í ár og ásóknin sé greinilega vaxandi muni samtökin halda sig við svipaða tölu og áður. Það sé m.a. gert til að halda uppi ákveðnum gæðum varðandi dvöl þeirra hér á landi. „Það er ekki á stefnuskránni að moka inn skiptinemum, þótt greinilega væri það hægt þegar horft er til fjölda umsókna,“ segir Sólveig.
 
Finnum stað við hæfi
 
Aukin áhugi er meðal ungmenna frá hinum ýmsu Evrópulöndum að koma til Íslands og segir Sólveig að þar skipti áhugi þeirra á íslenska hestinum verulegu máli, sumir eigi jafnvel íslenskan hest í sínu heimalandi. Reynt er að koma þeim fyrir á bæjum hér og hvar um landið þar sem stundaður er hestabúskapur. Eins hafi ungmenni sem stunda skíða­íþróttina sóst eftir að dvelja hér á landi og að sama skapi er þá fundin fyrir þá viðeigandi staður, t.d. á Ísafirði eða á norðanverðu landinu. „Við reynum að finna hverjum og einum stað við hæfi. Reynslan sem krakkarnir fara með heim að lokinni dvöl á Íslandi skiptir meginmáli og þá að hún standi undir væntingum og sé góð,“ segir Sólveig. 

6 myndir:

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...