Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Monsanto hafnar 62 milljarða dollara tilboði
Fréttir 7. júní 2016

Monsanto hafnar 62 milljarða dollara tilboði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þýska lyfja- og efnafyrirtækið Bayer bauð fyrir nokkrum dögum  62 milljarða bandaríkjadali í reiðufé eða jafngildi 7,749 millj­arða íslenskra króna í fræ- og efnaframleiðslufyrirtækið Monsanto.

Monsanto hafnaði boðinu og segir það of lágt. Í yfirlýsingu frá Monsanto segir að þrátt fyrir að tilboðið hljómi hátt sé það langt undir raunverulegu markaðsvirði fyrirtækisins. Í yfirlýsingunni segir einnig að fyrirtækið sé enn falt fáist viðeigandi verð fyrir það. 

Ef af sameiningu Bayer og Monsanto verður, verður Bayer stærsta lyfja-, fræ- og efnaframleiðslu og sölufyrirtæki í heimi. Fyrirtækið yrði til dæmis ráðandi á markaði fyrir getnaðarvarnapilluna, og með yfirtökunni yrði til stærsta fyrirtæki í heimi sem býður erfðabreytt fræ og varnarefni í landbúnaði. Fyrr á þessu ári gerði Monsanto tilboð í svissneska lyfja- og fræframleiðandann Syngenta en missti af kaupunum þar sem China National Chemical bauð betur. Í framhaldi af þeim kaupum sameinuðust svo efnafyrirtækin Dow og DuPunt í eina sæng.

Fyrirtækin sem um ræðir ráða um 90% af allri fræsölu í heiminum og eiga réttinn á nánast öllu erfðabreyttu á markaði í dag, maís, soja og bómull.

Monsanto framleiðir einnig Round Up, sem er mest selda plöntueitur í heimi. 

Skylt efni: viðskipti | Bayer | Monsanto

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju
Fréttir 17. maí 2022

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins því hann er aðeins 14 á...

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar
Fréttir 17. maí 2022

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar

Fyrir nokkru var undirrituð samstarfsyfirlýsing á milli Skútu­staða­hrepps og Pl...

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...