Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Monsanto hafnar 62 milljarða dollara tilboði
Fréttir 7. júní 2016

Monsanto hafnar 62 milljarða dollara tilboði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þýska lyfja- og efnafyrirtækið Bayer bauð fyrir nokkrum dögum  62 milljarða bandaríkjadali í reiðufé eða jafngildi 7,749 millj­arða íslenskra króna í fræ- og efnaframleiðslufyrirtækið Monsanto.

Monsanto hafnaði boðinu og segir það of lágt. Í yfirlýsingu frá Monsanto segir að þrátt fyrir að tilboðið hljómi hátt sé það langt undir raunverulegu markaðsvirði fyrirtækisins. Í yfirlýsingunni segir einnig að fyrirtækið sé enn falt fáist viðeigandi verð fyrir það. 

Ef af sameiningu Bayer og Monsanto verður, verður Bayer stærsta lyfja-, fræ- og efnaframleiðslu og sölufyrirtæki í heimi. Fyrirtækið yrði til dæmis ráðandi á markaði fyrir getnaðarvarnapilluna, og með yfirtökunni yrði til stærsta fyrirtæki í heimi sem býður erfðabreytt fræ og varnarefni í landbúnaði. Fyrr á þessu ári gerði Monsanto tilboð í svissneska lyfja- og fræframleiðandann Syngenta en missti af kaupunum þar sem China National Chemical bauð betur. Í framhaldi af þeim kaupum sameinuðust svo efnafyrirtækin Dow og DuPunt í eina sæng.

Fyrirtækin sem um ræðir ráða um 90% af allri fræsölu í heiminum og eiga réttinn á nánast öllu erfðabreyttu á markaði í dag, maís, soja og bómull.

Monsanto framleiðir einnig Round Up, sem er mest selda plöntueitur í heimi. 

Skylt efni: viðskipti | Bayer | Monsanto

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...