Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Monsanto býður í Syngenta
Fréttir 15. júní 2015

Monsanto býður í Syngenta

Höfundur: Vilmundur Hansen

Svissneska efnafyrirtækið Syngenta hefur hafnað yfirtöku­tilboði bandaríska landbúnaðar­risans Monsanto í annað sinn. Talsmenn Syngenta segja tilboðið ófullnægjandi. Það gæti orðið stærsta fyrirtæki í heimi á sviði landbúnaðar.

Talið er víst að Monsanto muni bjóða í Syngenta í þriðja sinn á næstu vikum. Með samruna Monsanto og Syngenta yrði til stærsta fyrirtæki í heimi á sviði landbúnaðar.

Líftæknifyrirtækið Monsanto er í dag stærsti seljandi fræja til bænda í veröldinni en Syngenta stærsti framleiðandi illgresis- og skordýraeiturs í heiminum og stórt fyrirtæki í sölu á fræi til matvælaframleiðslu.

Ef úr samrunanum verður mun Monsanto ráða yfir um 35% fræmarkaði heimsins og áætlaðar tekjur fyrirtækisins 30 milljarðar bandaríkjadalir á ári sem jafngildir um 4 þúsund milljörðum króna á ári. Stærð fyrirtækisins gæfi því yfirgnæfandi stöðu á markaði yfir samkeppnisaðilum eins og BASF SE, Bayer AG and Dow Chemical Co.

Monsanto hefur svarað gagnrýni um að fyrirtækið verði nánast með einokunarstöðu á matvælamarkaði eftir samrunann með því að segja að það muni brjóta upp fræsöluhluta Syngenta í minni fyrirtæki gerist þess nauðsyn.

Skylt efni: Landbúnaður | Mossanto | fræ

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...