Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Mitsubishi Outlander 4X4: Kraftmikill með mikla dráttargetu
Á faglegum nótum 16. apríl 2014

Mitsubishi Outlander 4X4: Kraftmikill með mikla dráttargetu

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Þegar fjölskyldubíllinn þarf að vera rúmgóður, fjórhjóladrifin, þægilegur, kraftmikill og á góðu verði er vert að skoða Mitsubishi Outlander. Þó svo að Outlander hafi verið til sölu hjá Heklu, umboðsaðila Mitsubishi, í nokkur ár hefur Outlander tekið töluverðum breytingum frá fyrstu árgerð.

Einhver best hljóðeinangraði bíll sem ég hef keyrt

Ég tók Outlander í prufuakstur fyrir skemmstu og ók honum tæpa tvöhundruð kílómetra. Eins og oftast þegar ég prófa nýjan bíl set ég bílinn í gang og geng einn hring um bílinn. Þegar ég rölti mér í hring um bílinn fannst mér dísilvélin vera hávær, en þegar ég settist inn í bílinn og lokaði hurðinni hélt ég að vélin væri ekki í gangi en snúningshraðamælirinn sagði annað. Einnig þegar ég ók bílnum á malarvegi fann ég vel hvernig smásteinar og möl lömdu undirvagninn. Þrátt fyrir að finna vel fyrir mölinni heyrðist nánast ekkert malarhljóð inn í bílinn. Þó var eitt sem angraði mig, en það var hvað maður fann tiltölulega mikið fyrir litlum holum á malarvegi. Ég tel að sé hægt að laga með öðrum dekkjum og felgum. Outlander kemur á 18 tommu álfelgum með lágum dekkjum (225-55-18) sem gefur góða aksturseiginleika á malbiki. Með því að fá sér 17 tommu felgur og dekk sem eru með hærri „prófíl“ ætti að nást betri fjöðrun út úr hærri dekkjunum. Margir eru með tvo felguganga fyrir sumar og vetur og mæli ég með að ef einhver fari að þessum ráðleggingum hafi 17 tommu felgurnar sem vetrardekkjaganginn (t.d.235-65-17).

Eyðslan í langkeyrslu lítil en fullmikil í innanbæjarakstri

Outlander er útbúin með akreinavara sem er mjög gott gagnvart öryggi og virkar þannig að ef maður fer yfir á aðra akrein og yfir punktalínu án þess að gefa stefnuljós pípir mælaborðið og akreinavaraljósið blikkar gult (hef aðeins keyrt einn bíl áður með þessum búnaði og finnst mikið öryggi í honum). Einnig er Outlander með árekstrarvara að framan, en þegar ég reyndi að prófa hann var ég alltaf byrjaður (sennilega vegna hugleysis) að bremsa áður en árekstrarvarinn tók völdin. Að keyra bílinn í innanbæjarakstri er gott, fyrir utan að þegar lagt er af stað úr kyrrstöðu finnst mér bíllinn latur af stað fyrstu tvo til þrjá metrana, en eftir það var hann næstum of sprækur. Útsýni er mjög gott og ef maður ætlaðar njóta útsýnis, eru ekki margir bílar sem jafnast á við Outlander. Ég keyrði bílinn svolítið innanbæjar og fannst hann þá eyða full miklu. Uppgefin eyðsla er 5,7 lítrar á hverja hundrað kílómetra í meðalakstri, en ég var að eyða 11-12 lítrum innanbæjar. Þegar ég fór í langkeyrslu var bíllinn hins vegar að eyða rúmum 6 lítrum. Eftir 170 km. Prufuakstur, á meðalhraða upp á 62 km á klukkustund, var eldsneytiseyðsla bílsins 7,7 lítrar á hundraðið.

Mjög mikið farangursrými og pláss

Fyrir fólk sem er mikið með farangur s.s. golfsett ætti þessi bíll að henta vel þar sem að farangursrýmið aftur í bílnum er virkilega mikið (gæti vel trúað að hægt sé að koma vel fyrir þrem til fjórum golfsettum). Einnig er plássið fyrir fætur í fremri sætunum óvenju mikið og fyrir farþegana þrjá í aftursætinu er óvenju mikið pláss (ekkert þröngt fyrir þrjá fullorðna). Mitsubishi hefur alltaf verið með góða spegla bæði inni í bílnum og á hliðum sem sést vel aftur fyrir bílinn. Ég verð aðeins að nefna ljósabúnaðinn sem mér hefur verið tíðrætt um að undanförnu, en þessi bíll er með eins og flestir nýir bílar dagljósabúnað sem eru bara tvö lítil ljós fram fyrir bílinn. Ef keyrt er með ljósarofann stilltan á „auto“ eru þessi litlu ljós, en ef keyrt er inn í bílageymslu (til dæmis fyrir framan Hagkaup Holtagörðum) þá kveikna sjálfkrafa ökuljósin, einnig þegar dimma tekur. Hins vegar kvikna þessi ljós ekki sjálfkrafa í þoku og skafrenningi og því er það áríðandi að fólk sé meðvitað um það að er aðstæður myndast þar sem gott væri að treysta á að sjá afturljós verður bílstjórinn að kveikja ljósin sjálfur eða að láta setja dagljósaútbúnað í bílinn sem ég mæli með að fólk geri þegar það kaupir nýjan bíl.

Kraftmikil vél og gott verð

Dísilvélin er 2,2 lítra og á að skila 150 hestöflum. Tog vélarinnar er mjög gott og má bíllinn draga 2.000 kg vagn sé hann búin bremsum sem er óvenju mikið miðað við stærð og þyngd, snerpan er góð að undanskildum fyrstu metrunum. Eftir prufuaksturinn þegar ég skoðaði verðlistann kom verðið mér á óvart því að ég hafði gert ráð fyrir að verðið væri á milli 7 og 8 milljónir, en verðið á Outlander er frá 4.990.000 á ódýrasta bílnum sem er að vísu bensínbíll. Bíllinn sem var prófaður kostar 5.990.000. Hægt er að fræðast meira um Outlander á vefsíðu Heklu á slóðinni www.mitsubishi.is .

11 myndir:

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...

Sala á 3.357 ærgildum
Fréttir 5. desember 2023

Sala á 3.357 ærgildum

Á innlausnarmarkaði með greiðslumark í sauðfé, sem haldinn var 15. nóvember, bár...

Sæðingar verða niðurgreiddar
Fréttir 5. desember 2023

Sæðingar verða niðurgreiddar

Sæðingar verða niðurgreiddar til að innleiða verndandi arfgerðir gegn riðu.

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.