Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Herdís Magna Gunnarsdóttir
Herdís Magna Gunnarsdóttir
Fréttir 18. júní 2024

Mikið álag á bændum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Staðan er þung þar sem tún koma mikið kalin undan vetri. Ótíðin undanfarið hefur gert kúabændum torveldara um vik í vorverkum.

Slík staða getur skilað sér í lakari uppskeru að magni og gæðum, að sögn Herdísar Mögnu Gunnarsdóttur, nautgripabónda á Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði og varaformanns BÍ. Hún segir að betur eigi eftir að koma í ljós hverjar afleiðingarnar verða en þetta muni hafa áhrif bæði á mjólkur- og nautakjötsframleiðsluna. „Staðan er verst á þeim svæðum þar sem tún komu mikið kalin undan vetri og ekki á bætandi fyrir þá bændur að komast ekki út í akrana fyrir bleytu og snjó til að geta hafið uppræktun,“ segir hún. Uppræktun sé bæði kostnaðarsöm og tímafrek svo mikið álag sé á bændum.

„Mjólkurkýrnar fara víða seinna út en vant er en það hefur lítil áhrif á þær þar sem þær una sér vel inni í nútímafjósum. Veðrið gerði holdabændum erfitt fyrir víða þar sem kýr voru farnar að bera úti en við eigum enn eftir að meta hversu mikið tjón hefur orðið,“ segir Herdís jafnframt.

Skylt efni: Áhrif illviðris

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...