Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Herdís Magna Gunnarsdóttir
Herdís Magna Gunnarsdóttir
Fréttir 18. júní 2024

Mikið álag á bændum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Staðan er þung þar sem tún koma mikið kalin undan vetri. Ótíðin undanfarið hefur gert kúabændum torveldara um vik í vorverkum.

Slík staða getur skilað sér í lakari uppskeru að magni og gæðum, að sögn Herdísar Mögnu Gunnarsdóttur, nautgripabónda á Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði og varaformanns BÍ. Hún segir að betur eigi eftir að koma í ljós hverjar afleiðingarnar verða en þetta muni hafa áhrif bæði á mjólkur- og nautakjötsframleiðsluna. „Staðan er verst á þeim svæðum þar sem tún komu mikið kalin undan vetri og ekki á bætandi fyrir þá bændur að komast ekki út í akrana fyrir bleytu og snjó til að geta hafið uppræktun,“ segir hún. Uppræktun sé bæði kostnaðarsöm og tímafrek svo mikið álag sé á bændum.

„Mjólkurkýrnar fara víða seinna út en vant er en það hefur lítil áhrif á þær þar sem þær una sér vel inni í nútímafjósum. Veðrið gerði holdabændum erfitt fyrir víða þar sem kýr voru farnar að bera úti en við eigum enn eftir að meta hversu mikið tjón hefur orðið,“ segir Herdís jafnframt.

Skylt efni: Áhrif illviðris

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.