Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Metfjöldi nýliðunarumsókna í sauðfjárrækt 2015
Fréttir 4. maí 2015

Metfjöldi nýliðunarumsókna í sauðfjárrækt 2015

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Búnaðarstofa hefur farið yfir alla umsóknir sem bárust um nýliðunarstyrki í sauðfjárrækt árið 2015. Að þessu sinni kom til afgreiðslu metfjöldi umsókna. 
 
Boðið var upp á að nýliðar í sauðfjárrækt gætu sótt um styrki með rafrænum umsóknum á Bændatorginu. Jón Baldur Lorange, forstöðumaður Búnaðarstofu, segir að almenn ánægja sé með þetta fyrirkomulag. 
„Þegar rafræn umsókn var fyllt út voru sjálfkrafa sóttar upplýsingar sem settar voru sem skilyrði fyrir nýliðunarstyrk, svo sem úr haustskýrslum (forðagæslu), gæðastýringu í sauðfjárrækt og upplýsingar um beingreiðslur viðmiðunartímabilsins í samræmi við verklagsreglur,“ segir Jón Baldur. 
 
Verklagsreglur um úthlutun bústofnskaupastyrkja til frumbýlinga er að finna í Viðauka IV í reglugerð nr. 1100/2014. Umsóknarfrestur var framlengdur frá 1. mars til 15. mars 2015. 
 
40 sóttu um nýliðunarstyrki
 
Alls bárust 40 umsóknir frá einstaklingum um nýliðunarstyrki þar sem sótt var um í fyrsta sinn. 
Búnaðarstofa lagði til við stjórn Bændasamtaka Íslands á stjórnarfundi 21. apríl sl. að 33 umsóknir verði samþykktar, alls að upphæð 34.575.800 kr. Fimm umsóknum verði frestað, alls að upphæð 7.785.500 kr., og loks er lagt til að 2 umsóknum verði hafnað þar sem þær stóðust ekki skilyrði fyrir styrkveitingu. Ef allar umsóknir koma til útgreiðslu (samþykktar og frestað) að lokum er heildarstyrkupphæð 42.361.300 kr. til þeirra nýliða sem sóttu um í fyrsta sinn. 
 
44 sóttu um framhaldsstyrki
 
Alls bárust 44 umsóknir frá einstaklingum um framhaldsstyrki. Búnaðarstofa lagði til við stjórn BÍ að 37 þeirra verði samþykktar, 6 frestað og 1 hafnað (sótt um í 6. skipti) og samþykkti stjórn BÍ þá afgreiðslu á stjórnarfundi 21. apríl sl.
 
Heildarfjárhæð, ef allar umsóknir koma til útgreiðslu að þessu sinni (samþykktar og frestað), er 59.189.698 kr. og eru veittir fjármunir til nýliðunar (frumbýlingar) í samræmi við samning um starfsskilyrði í sauðfjárrækt. Viðmiðunarupphæð framlags er 5.000 kr. á kind, en framlag er þó aldrei hærra en kaupverð. 
 
Samkvæmt upplýsingum Búnaðarstofu þarf því ekki að grípa til skerðingar í samræmi við 5. gr. verklagsreglna en viðmiðunarupphæð framlags á kind lækkar miðað við úthlutun undanfarin ár. Búnaðarstofa stefnir að því að greiða út styrki um mánaðamótin apríl/maí til þeirra sem hafa samþykkt samning um skilyrði sem sett eru fyrir styrkveitingu. Umsækjendum mun verða sendur tölvupóstur þar sem þeir eru beðnir um að samþykkja samning. Hann er síðan unnt að samþykkja með rafrænu auðkenni á Bændatorginu.  
Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri
Fréttir 23. júní 2025

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri

Í gömlu ræktunarstöðinni við Krókeyri á Akureyri eru matjurtagarðar bæjarins þar...

Aukinn útflutningur á reiðhestum
Fréttir 23. júní 2025

Aukinn útflutningur á reiðhestum

Útflutningur á hrossum sveiflast nokkuð milli ára en samkvæmt gögnum Hagstofunna...

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...