Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Matvælavísitala FAO sú lægsta í tæp sex ár
Fréttir 21. ágúst 2015

Matvælavísitala FAO sú lægsta í tæp sex ár

Höfundur: Vilmundur Hansen
Mikil lækkun á verði mjólkurafurða og jurtaolíu keyrir vísitöluna nið­ur í lægsta gildi frá því í september 2009. 
 
Verðlækkun mjólkurafurða og jurta­olíu er það mikil að vísitalan hefur snarlækkað þrátt fyrir að verð á sykri og korni hafi hækkað og verð á kjöti staðið í stað.
 
Matvælavísitala FAO mælir verð á fimm fæðuflokkum á alþjóðamarkaði, korni, kjöti, mjólkurafurðum, jurta­olíu og sykri. Í júlí síðastliðnum hafði vístalan fallið um 7,2% frá júní mánuði. Ástæða lækkunarinnar er minnkandi innflutningur á matvælum til Kína, Miðausturlanda, og Norður-Afríku samhliða aukinni mjólkurframleiðslu í löndum Evrópusambandsins og þar af leiðandi aukningu í framboði á mjólkurafurðum. 
 
Í júlí mældist jurtaolíuvístala 5,5% lægri en í júní og sú lægsta frá því í júlí 2009. Lækkunin er rakin til lækkunar á verði pálmaolíu á alþjóðamarkaði vegna aukinnar framleiðslu á henni í Suðaustur-Asíu samhliða lækkun á útflutningsverði sojaolíu frá Suður Ameríku.
 
Kornvísitalan hækkað um 2% frá júní til júlí en er samt sem áður 10,1% lægri en í júlí 2014. Verð á hveiti og maís hefur hækkað tvo mánuði í röð vegna óhagstæðs veðurfars í Evrópu og Norður-Ameríku. Verð á hrísgrjónum hefur aftur á móti lækkað. 
 
Kjötvísitala FOA stóð nánast í stað í júní og júlí. Verð á nautgripakjöti á alþjóðamarkaði hækkaði en lækkun á verði svína- og lambakjöts olli því að vísitalan stóð nánast óbreytt. Verð á alifuglakjöti hefur staðið í stað. 
 
Vístala sykurs hækkaði um 2,5% frá júní til júlí. Ástæða hækkunarinnar er spár um samdrátt í uppskeru á Brasilíu vegna slæmra ræktunarskilyrða.
Mast fellir úr gildi synjun á rekstrarleyfi sjókvíaeldis
Fréttir 9. desember 2021

Mast fellir úr gildi synjun á rekstrarleyfi sjókvíaeldis

Þann 10. nóvember 2021 felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þann úrs...

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu
Fréttir 9. desember 2021

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu

Það sem getur farið úrskeiðis mun fara úrskeiðis, samkvæmt lögmáli Murphys. Leik...

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist
Fréttir 9. desember 2021

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist

Í skýrslu Landbótasjóðs segir að 2020 hafi verði úthlutað tæpum 95 milljónum kró...

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...