Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Matvælavísitala FAO sú lægsta í tæp sex ár
Fréttir 21. ágúst 2015

Matvælavísitala FAO sú lægsta í tæp sex ár

Höfundur: Vilmundur Hansen
Mikil lækkun á verði mjólkurafurða og jurtaolíu keyrir vísitöluna nið­ur í lægsta gildi frá því í september 2009. 
 
Verðlækkun mjólkurafurða og jurta­olíu er það mikil að vísitalan hefur snarlækkað þrátt fyrir að verð á sykri og korni hafi hækkað og verð á kjöti staðið í stað.
 
Matvælavísitala FAO mælir verð á fimm fæðuflokkum á alþjóðamarkaði, korni, kjöti, mjólkurafurðum, jurta­olíu og sykri. Í júlí síðastliðnum hafði vístalan fallið um 7,2% frá júní mánuði. Ástæða lækkunarinnar er minnkandi innflutningur á matvælum til Kína, Miðausturlanda, og Norður-Afríku samhliða aukinni mjólkurframleiðslu í löndum Evrópusambandsins og þar af leiðandi aukningu í framboði á mjólkurafurðum. 
 
Í júlí mældist jurtaolíuvístala 5,5% lægri en í júní og sú lægsta frá því í júlí 2009. Lækkunin er rakin til lækkunar á verði pálmaolíu á alþjóðamarkaði vegna aukinnar framleiðslu á henni í Suðaustur-Asíu samhliða lækkun á útflutningsverði sojaolíu frá Suður Ameríku.
 
Kornvísitalan hækkað um 2% frá júní til júlí en er samt sem áður 10,1% lægri en í júlí 2014. Verð á hveiti og maís hefur hækkað tvo mánuði í röð vegna óhagstæðs veðurfars í Evrópu og Norður-Ameríku. Verð á hrísgrjónum hefur aftur á móti lækkað. 
 
Kjötvísitala FOA stóð nánast í stað í júní og júlí. Verð á nautgripakjöti á alþjóðamarkaði hækkaði en lækkun á verði svína- og lambakjöts olli því að vísitalan stóð nánast óbreytt. Verð á alifuglakjöti hefur staðið í stað. 
 
Vístala sykurs hækkaði um 2,5% frá júní til júlí. Ástæða hækkunarinnar er spár um samdrátt í uppskeru á Brasilíu vegna slæmra ræktunarskilyrða.
Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss
Fréttir 28. nóvember 2024

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss

Svissneska parið Isabelle og Steff Felix komu í Fljótsdalinn snemma árs 2022 og ...